Golfgrín á laugardegi 2019 (26)
Dan and Brandon are playing a spectacular new golf course built on very scenic terrain – cliffsides and gullies and ravines. They reach the 6th hole, where Dan slices a ball into a thickly wooded, deep ravine. But Dan is determined not to take a penalty stroke, so he grabs his 8-iron and starts descending into the ravine in search of his ball. The brush is terribly thick and tearing at Dan’s clothes. The sunlight is dimmed by all the overhanging branches and vines. But Dan keeps searching, and finally spots something shiny down below. As he nears the object, he realizes it’s not a ball, but a golf club. Lesa meira
Symetra: Ólafía komst g. niðurskurðinn
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í móti vikunnar á Symetra Tour, Prasco Charity Championship. Mótið fer fram dagana 28.-30. júní 2019 í Cincinnati, Ohio og lýkur því á morgun. Ólafía Þórunn komst léttilega í gegnum niðurskurð, sem var miðaður við samtals 2 yfir pari eða betra og spilar því á morgun, sunnudag! Ólafía Þórunn er búin að spila á sléttu pari, 144 höggum (72 72) og er sem stendur T-32, en nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka hringjum sínum þannig að sætistala hennar gæti enn breyst. Glæsileg!!! Efst í mótinu er franski kylfingurinn Perrine Delacour, en hún hefir spilað á samtals 10 undir pari, 134 höggum (70 64) Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórir Tony Guðlaugsson – 29. júní 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Þórir Tony Guðlaugsson. Þórir Tony er fæddur 29. júní 1969 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Þóris Tony til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Þórir Tony Guðlaugsson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lonnie Dean Nielsen, 29. júní 1953 (66 ára); Sigurður Pétursson, 29. júní 1960 (59 ára); Kolbrún Kolbeinsdóttir, 29. júní 1964 (55 ára); Hans Steinar Bjarnason, 29. júní 1973 (46 ára); Jeanne-Marie Busuttil, 24. júní 1976 (42 ára); Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, 29. júní 1996 (23 ára); Jóel Gauti Bjarkason, GKG, 29. Lesa meira
NGL: Axel lauk kepppni T-6 á Tinderbox
Andri Þór Björnsson, GR og Axel Bóasson, GK tóku þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League; Tinderbox Charity Challenge, en mótið fór fram dagana 26.-28. júní 2019 í Odense Golf Eventyr golfstaðnum í Óðinsvéum, Danmörku. Leikið var með Stableford stigagjöf þannig að fjórir punktar fást fyrir örn, þrír fyrir fugl, tveir fyrir par, einn fyrir skolla og enginn punktur fyrir verra skor. Axel lauk keppni T-6 en hann lék á samtals 71 og 69 höggum fyrstu tvo dagana og fékk samtals 115 punkta (37 39 39). Andri Þór komst því miður ekki í gegnum niðurskurð; lék á 152 höggum (77 75) og hlaut samtals 64 punkta (31 33), en Lesa meira
Pro Golf Tour: Hlynur varð T-13 og Ragnar Már T-21 á Opna pólska
GKG-ingarnir Hlynur Bergsson og Ragnar Már Garðarsson, stóðu sig vel á Polish Open by John Deere mótinu, sem er hluti af Pro Golf mótaröðinni. Mótið fór fram í Gradi golfklúbbnum, í Prusice, Póllandi, dagana 26.-28. júní 2019 og lauk því í dag. Hlynur lék á samtals 5 undir pari, 205 höggum (70 67 68) og varð T-13, þ.e. deildi 13. sætinu með Frakkanum Stanislas Gautier. Ragnar Már lék á samtals 3 undir pari, 207 höggum (68 73 66) og varð T-21; þ.e. deildi 21. sætinu með 2 öðrum kylfingum. Sjá má lokastöðuna á Opna pólska með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Freyja Benediktsdóttir. Freyja er fædd 28. júní 1953 og er því 66 ára. Sambýlismaður Freyju er Einar Jóhann Herbertsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Freyja Benediktsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter H. Oakley, 28. júní 1949 (70 ára MERKISAFMÆLI!!!); Jim Nelford, 28. júní 1955 (64 ára); Warren Abery 28. júní 1973 (46 ára) ….. og ….. Kollu Keramik (66 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira
NGL: Axel T-7 e. 2. dag Tinderbox
Andri Þór Björnsson, GR og Axel Bóasson, GK tóku/taka þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League; Tinderbox Charity Challenge. Leikið er með Stableford stigagjöf þannig að fjórir punktar fást fyrir örn, þrír fyrir fugl, tveir fyrir par, einn fyrir skolla og enginn punktur fyrir verra skor. Axel lék 2. hringinn enn betur en fyrri daginn kom í hús á 69 höggum og fékk fyrir 39 punkta, er því samtals með 76 punkta eftir tveggja daga keppni og T-7!!! Glæsilegt!!! Andri Þór komst því miður ekki í gegnum niðurskurð; lék á 152 höggum (77 75) og hlaut samtals 64 punkta (31 33), en niðurskurður var miðaður við samtals 68 punkta Lesa meira
Evróputúrinn: Sergio Garcia fast á hæla Perez e. 1. dag Andalucia Masters
Það er franski kylfingurinn Victor Perez, sem er efstur á móti vikunnar á Evróputúrnum eftir 1. dag þ.e. Estrella Damm N.A. Andalucia Masters hosted by the Sergio Garcia Foundation. Mótið fer fram í Real Club de Valderrama, dagana 27.-30. júní 2019. Perez kom í hús á 6 undir pari, 65 höggum. Fast á hæla hans eru 5 kylfingar, sem eru 1 höggi á eftir þ.e. á 5 undir pari, 66 höggum en það eru gestgjafinn sjálfur Sergio Garcia; Christian Bezuidenhout frá S-Afríku, Anton Karlsson frá Svíþjóð, bandaríski kylfingurinn Sihwan Kim og Gavin Green frá Malasíu. Til þess að sjá stöðuna á Andalucia Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. Lesa meira
Pro Golf Tour: Hlynur og Ragnar Már komust g. niðurskurð á Opna pólska
Þrír kylfingar úr GKG, Hlynur Bergsson, Ragnar Már Garðarsson og Kristófer Orri Þórðarson taka/tóku þátt í móti vikunnar á Pro Golf Tour, Opna pólska, sem fram fer í Gradi golfklúbbnum í Prusice, Póllandi, 26.-28. júní 2019. Eftir 2 spilaða hringi komst Kristófer Orri því miður ekki í gegnum niðurskurð, en aðeins 40 efstu og þeir sem jafnir voru í 40. sætinu, af 137 keppendum að frátöldum áhugamönnum, komust gegnum niðurskurð. Fjörutíu efstu eru þeir sem spiluðu fyrstu tvo hringina á samtals 1 yfir pari eða betur. Hlynur hefir spilað fyrstu tvo keppnishringina á 3 undir pari, 137 höggum (70 67) og er T-12. Ragnar Már komst einnig í gegnum niðurskurð, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Þorbergsson – 27. júní 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Ólafur Þorbergsson. Ólafur er fæddur 27. júní 1968 og fagnar því 51 árs afmæli í dag!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru eftirfarandi: Catherine Lacoste, 27. júní 1945 (74 ára); David Leadbetter (bandarískur golfkennari) 27. júní 1952 (67 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is









