Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2019 | 21:00

Symetra: Ólafía lauk keppni T-51 á Prasco Charity

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR tók þátt á Prasco Charity Championship, sem er mót á Symetra Tour. Mótið fór fram í Cincinnati, Ohio dagana 28.-30. júní 2019 og lauk í dag. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurð og lék því lokahringinn, því miður á 77 höggum og lauk keppni í 51. sæti, sem hún deildi með þeim Monifu Sealy, Mörtu Martin, Molly Sapik og Lauru Coughlin. Samtals lék Ólafía Þórunn á 5 yfir pari, 221 höggi (72 72 77). Sigurvegari í mótinu varð franski kylfingurinn Perrine Delacour, sem lék á samtals 15 undir pari, 201 höggi (70 64 67). Sjá má lokastöðuna á Prasco Charity Championship með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Bezuidenhout sigraði á Andalucia Masters

Það var suður-afríski kylfingurinn Christiaan Bezuidenhout, sem stóð uppi á Andalucia Masters. Bezuidenhout lék á samtals 10 undir pari, 274 höggum (66 68 69 71). Fyrir sigurinn hlaut Bezuidenhout € 500.000 (u.þ.b.  71 milljón íslenskra króna). Fimm kylfingar deildu 2. sætinu heilum 6 höggum á eftir Bezuidenhout: 4 heimamenn þeir Jon Rahm, Adri Arnaus, Eduardo De la Riva og Alvaro Quiros og 1 Frakki Mike Lorenzo-Vera, allir á 4 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Andalucia Masters með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Andalucia Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason —– 30. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og er því 59 ára í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og á börnin: Arnar Boga, Helga, Urði Örnu og Dagnýju Erlu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju með daginn Ómar Bogason – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Park Sr., f. 30. júní 1833 – d. 25. júlí 1903 ; Harriot Sumner Curtis, f. 30. júní 1881 – d. 25. október 1974; Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (34 ára) …. og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2019 | 09:14

Clarke fær 2 högg í víti í skrítnu fuglahúsatviki

Í fyrsta skipti í langan tíma var fyrrum Ryder Cup fyrirliðinn Darren Clarke, 50 ára, einn af ungu strákunum. Ekki á Evróputúrnum eða PGA Tour heldur á PGA Tour Champions, þar sem hann tók þátt í sínu fyrsta risamóti og reyndar líka bara 1. móti yfirleitt á öldungamótaröð PGA Tour, þ.e. US Senior Open, sem fram fer á Warren golfvellinum í South Bend, Indiana. Og þar lenti hann heldur betur í skrítnu atviki…. og komst fyrir vikið ekki í gegnum niðurskurð, eins og er svo oft í tilvikum nýgræðinga. Þegar Clarke lék 1. hring sinn á fimmtudaginn sl. púllaði hann drævið sitt, á par-4 10. holunni, vinstra megin á brautina og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2019 | 08:00

LPGA: Park og Ciganda efstar e. 2. dag Wallmart

Mót vikunnar á LPGA er Wallmart NW Arkansas Championship presented by P&G. Mótið fer fram í Rogers, Arkansas dagana 28.-30. júní 2019 og lýkur því í dag. Eftir tvo keppnishringi var skorið niður. Þær sem efstar eru eftir 2. hring eru þær Sung Hyun Park frá S-Kóreu og Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda, frá Spáni. Báðar hafa þær spilað á samtals 13 undir pari, 129 höggum; Park (66 63) og Ciganda (63 66). Hópur 7 kylfinga deilir 3. sætinu, þ.á.m fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park; en þessar 7 eru 2 höggum á eftir forystukonunum. Sjá má stöðuna á Wallmart meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2019 | 07:00

Bjarki og Gísli úr leik

Bjarki Pétursson, GKB, og Gísli Sveinbergsson, GK, eru báðir úr leik á Evrópumóti einstaklinga sem fram fór í Austurríki. Um var að ræða Evrópumeistaramót áhugakylfinga en keppt var í Diamond Country Club, 26.-29. júní 2019 og lauk mótinu því í gær. Að loknum 3. hring var niðurskurður og þá komust aðeins 60 efstu áfram á lokahringinn. Bjarki lék á +11 samtals (68-81-76). Gísli lék á +12 samtals (76-76-74). Niðurskurður var miðaður við samtals 3 yfir pari eða betra og því voru Bjarki og Gísli báðir úr leik. Sigurvegarinn, Matthías Schmid frá Þýskalandi, sem lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (67 73 63 70), fékk  boð um að taka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2019 | 23:59

PGA: Lashley efstur á Rocket e. 3. dag

Bandaríski kylfingurinn Nate Lashley er efstur fyrir lokahringinn á Rocket Mortgage Classic mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Lashley er búinn að spila á samtals 23 undir pari, 193 höggum (63 67 63). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Nate Lashley með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti er J.T Poston á samtals 17 undir pari, heilum 6 höggum á eftir Lashley. Það er ekki fyrr en í næstu sætum sem kunnugleg nöfn birtast en þar sitja Cameron Tringale á samtals 16 undir pari í 3. sæti og Patrick Reed í 4. sæti á samtals 15 undir pari. Sjá má stöðuna á Rocket Mortgage Classic með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2019 | 23:00

LET Access: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Belfius

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, Belfius Ladies Open. Mótið fór fram í Cleydael Golf & Country Club í Aartselaar, Belgíu, dagana 27.-29. júní 2019 og lauk í dag. Guðrún Brá komst því miður ekki í gegnum niðurskurð; varð T-62 með skor upp á samtals 7 yfir pari, 151 högg (76 75), en niðurskurður var miðaður við samtals 5 yfir pari eða betra. Sigurvegari í mótinu varð franska stúlkan Emma Grechi og var sigurskorið 7 undir pari, 209 högg (71 69 69). Sjá má lokastöðuna á Belfius Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2019 | 22:00

DeChambeau spilar skelfilega hægt!

Leikhraði í golfi, almennt og sérstaklega meðal atvinnukylfinga hefir verið lengi í umræðunni og sífellt verið að koma með nýjar aðferðir sem bæta eiga leikhraða. Andy Johnson á „The Fried Egg“ gerði óopinbera könnun á hraða 3 atvinnukylfinga á PGA Tour þeirra Bryson DeChambeau, Kevin Kisner og Justin Thomas. Valdi hann þessa 3 til athugunar, bara á grundvelli orðspors þeirra á vellinum en sagt er að DeChambeau spili óvenju hægt, Kisner hratt og Thomas sé í meðallagi. Johnson komst að eftirfarandi: Kisner er ídeal atvinnukylfingur. Þegar að tekur 1. höggið er hann búinn að vinna heimavinnuna sína og spilar hratt. Þegar hann tekur 2. eða 3. högg er hann búinn að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2019 | 21:00

Evróputúrinn: Bezuidenhout m/yfirburði

Það er Christiaan Bezuidenhout frá S-Afríku sem leiðir fyrir lokahring Estrella Damm N.A Andalucia Masters. Hann hefir spilað á samtals 10 undir pari, 203 höggum ( 66 68 69) og á heil 5 högg á þá sem næstir koma. Þeir sem næstir koma eru heimamaðurinn Jon Rahm og Hideto Tanihara frá  Japan; eins og segir, á samtals 5 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Andalucia Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Andalucia Masters SMELLIÐ HÉR: