Guðmundur og Haraldur náðu ekki inn á Opna breska
GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í úrtökumóti fyrir Opna breska risamótið. Opna breska fer fram á þessu ári á Royal Portrush, dagana 18. – 21. júlí 2019. Skemmst er frá því að segja að hvorki Guðmundur Ágúst né Haraldur komust inn á Opna breska í gegnum úrtökumótið en aðeins 3 efstu hlutu þátttökurétt. Þeir sem komust úr Prince´s úrtökumótinu á Opna breska eru þeir Curtis Knipes (áhugamaður ) og Callum Shinkwin, sem báðir léku á samtals 9 undir pari og Austin Connelly, sem lék á samtals 8 undir pari, en leiknir voru tveir 18 holu hringir. En það eru ekki bara Guðmundur og Haraldur sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Sigurjónsson. Gunnar Þór fæddist 2. júlí 1994 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gunnar Þór hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri og hefir m.a. unnið hjá Golfspjall.is. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gunnar Þór Sigurjónsson (25 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alfred Harry Padgham, f. 2. júlí 1906 – d. 4. mars 1966 ; Brianne Jade Arthur, 2. júlí 1988 (31 árs stjórafmæli!!! – áströlsk – á LET) … og …. Lesa meira
GG: Jón Júlíus á besta skorinu á stigamóti 7. Stýrivélaþjónustan
Hjá Golfklúbbi Grindavíkur hefir farið fram stigamótaröð sem nefnist einfaldlega Stigamótaröðin og svo í höfuðið á styrktaraðilum. Sjöunda stigamótið fór fram 25. júní sl. á Húsatóftavelli. Jón Júlíus Karlsson og Páll Axel Vilbergsson spiluðu bráðabana um sigur í höggleiknum. Jón Júlíus vann. Úrslit í mótinu eru því ljós: 1. sæti höggleikur Jón Júlíus Karlsson GG 78 högg 1. sæti punktar Michael J Jónsson GG 37 punktar (19 á seinni 9) 2. sæti punktar Páll Axel Vilbergsson GG 37 punktar (16 á seinni 9) 3. sæti punktar Björn Steinar Brynjólfsson GG 36 punktar (betri á seinni 9 en 4. sæti) Gerða Hammer var næst átjándu holunni eftir upphafshögg. Næsta Stigamót hjá Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Júlíana Kristný Sigurðardóttir – 1. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Júlíana Kristný Sigurðardóttir, Júlíana Kristný er fædd 1. júlí 1998 og á því 21 árs afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Júlíönu Kristnýju til hamingju með afmælið hér að neðan: Júlíana Kristný Sigurðardóttir (21 árs – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Oddný Hrafnsdóttir, 1. júlí 1962 (57 ára); Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (34 ára); Jade Schaeffer, 1. júlí 1986 (33 ára); ….. og …..Classic Sportbar; Lipurtá Snyrtistofa (32 ára); Bluessamband Reykjavíkur (33 ára); Sportstöðin Selfossi; Glingur Net; Hljómsveitin Allt Í Einu; Veiðifélag Bjarnareyinga (109 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Lashley?
Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður var í sigurpoka Nate Lashley þegar hann sigraði á Rocket Mortgage Classic mótinu: DRÆVER: Ping G410 LST (10.5°), með Fujikura Ventus skafti. BRAUTARTRÉ: Ping G410 LST (13.5°), með Fujikura Ventus skafti, G410 (20.5°), með Fujikura Ventus skafti. JÁRN: Ping i210 (4-PW), með Project X LZ sköftum. FLEYGJÁRN: Ping Glide 2.0 Stealth (50° og 54°), Ping Glide 3.0 Prototype (60°), með Project X LZ sköftum. PÚTTER: Ping Scottsdale Wolverine C BOLTI: Titleist Pro V1x
Sveitir GR Íslandsmeistarar á Íslandsmóti golfklúbba í fl. 15-16 ára
A-sveit GR-inga urðu Íslandsmeistarar á Íslandsmóti golfklúbba, bæði í telpna og drengjaflokkum 15-16 ára. Stórglæsilegur árangur það og ber góðu barna- og unglingastarfi innan elsta golfklúbbs landsins glöggt vitni. Íslandsmeistarasveit GR-telpna 15-16 ára var svo skipuð: Auður Sigmundsdóttir Helga Signý Pálsdóttir Nína Valtýsdóttir Perla Sól Sigurbrandsdóttir Sveit GR lék til úrslita við GKG um Íslandsmeistaratitilinn. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR sigraði Gunnhildi Heklu Gunnarsdóttur 7&6 í tvímenningi og Perla Sól Sigurbrandsdóttir hafði betur gegn Laufeyju Kristínu Marinósdóttur 6&4. Var það sigur GR í tvímenningsleikjunum, sem leiddi til Íslandsmeistaratitilsins en fjórmenningsviðureignina unnu GKG-ingarnir Katrín Hörn Daníelsdóttir og Karen Lind Stefánsdóttir, sem öttu kappi við GR-inganna Auði Sigmundsdóttur og Helgu Signýju Pálsdóttur. Fór Lesa meira
PGA: Doc Redman tryggði sér sæti á PGA og Opna breska!
Doc Redman varð í 2. sæti á Rocket Mortgage Classic mótinu, sem var mót s.l. viku á PGA Tour. Hann var 6 höggum á eftir sigurvegaranum Nate Lashley, á samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 67 67 67) og var einn í 2. sætinu. Með þessum góða árangri tryggði hann sér sæti á PGA Tour sem og Opna breska risamótinu, aðeins 21 árs!!! Doc Hudspeth Redman, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 27. desember 1997 í Raleigh, Norður-Karólínu og lék áður með Clemson í bandaríska háskólagolfinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Rocket Mortgage Classic mótið er haldið og var mótsstaðurinn Detroit, Michigan og má sjá öll Lesa meira
LPGA: Park sigraði í Arkansas
Það var Sung Hyun Park, frá S-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á LPGA; Wallmart NW Arkansas Championship Presented by P&G. Sigurskor Park var 18 undir pari, 195 högg (66 – 63 – 66). Sigurinn vannst á síðustu holu en þar var Park sterkust fékk fugl meðan helstu keppinautum hennar fataðist flugið með pari. Í 2. sæti urðu Danielle Kang frá Bandaríkjunum og löndur Park; Hyo Joo Kim og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park, allar aðeins 1 höggi á eftir Sung Hyun. Mótið fór fram í Pinnacle CC í Rogers, Arkansas. Sjá má lokastöðuna á Wallmart NW Arkansas Championship Presented by P&G með því að Lesa meira
GM Íslandsmeistarar á Íslandsmóti golfklúbba í fl. 18 ára og yngri pilta
Íslandsmót golfklúbba hjá 18 ára og yngri piltum, fór fram á Þorlákshafnarvelli 27.-29. júní 2019. Íslandsmeistarar í flokki 18 ára og yngri pilta á Íslandsmóti golfklúbba varð lið Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM), sem var skipað eftirfarandi leikmönnum: Andri Már Guðmundsson Aron Ingi Hákonarson Ingi Þór Ólafsson Kristófer Karl Karlsson Fyrsta keppnisdag var spilaður höggleikur og eftir það raðað í riðla. Tveir úr A-sveit GM vöktu þá þegar athygli; Kristófer Karl Karlsson sem lék á 2. besta skorinu 67 stórglæsilegum höggum og Ingi Þór Ólafsson sem varð T-3 í höggleikshlutanum á 68 glæsihöggum. Á besta skorinu var Aron Emil Gunnarsson GOS á ótrúlega flottum 66 höggum!!! Úrslitaviðureignin í holukeppnishlutanum var milli A-sveitar Lesa meira
PGA: Lashley sigraði á Rocket!
Bandaríski kylfingurinn Nate Lashley vann sinn fyrsta PGA Tour titil í kvöld á ótrúlegu skori, á móti vikunnar á PGA Tour, Rocket Mortgage Classic. Lashley lék á samtals 25 undir pari, 263 höggum (63 67 63 70). Hann átti heil 6 högg á þann sem næstur kom en það var Red Docman, sem lék á samtals 19 undirpari, 269 höggum (68 67 67 67). Sjá má lokstöðuna á Rocket Mortgage Classic með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Rocket Mortgage Classic með því að SMELLA HÉR:










