Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2019 | 18:00

GV: Fyrri dagur Volcano Open að baki

Fyrri dagur á hinu víðfræga Icelandair Volcano Open er nú að baki. Í gær var spilaður æfingahringur í rigningarveðri en í dag var sólskin og blíða. Þátttaka í mótinu er með besta móti og Vestmannaeyjavöllur skartar sínu fegursta. Keppnisformið er punktakeppni og keppendur 155, 101 karlkylfingur og 54 kvenkylfingar. Sem fyrr er mótið flokkaskipt – keppt í 2 forgjafarflokkum karla og kvenna. Helstu úrslit eftir fyrri keppnisdag er eftirfarandi: 1 flokkur karla -fgj. 0-14.4 1 Sveinbjörn Kristinn Óðinsson GV 12 4 F 4 44 44 2 Sigurbergur Sveinsson GV 3 0 F 0 39 39 T3 Karl Haraldsson GV 2 0 F 0 38 38 T3 Daníel Ingi Sigurjónsson GV Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2019 | 16:15

NGL: Haraldur efstur á Camfil e. 2. dag

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á Camfil Nordic Championship, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni. Þetta er þeir Haraldur Franklín Magnús, GR; Axel Bóasson, GK; Andri Þór Björnsson, GR og Aron Bergsson, sem keppir fyrir St. Jörgen Park golfklúbbinn. Mótið fer fram í Åda Golf & Country Club í Svíþjóð, dagana 4.-6. júlí 2019 og lýkur því á morgun, en í dag var skorið niður. Tveir íslensku kylfinganna eru örugglega komnir í gegnum niðurskurð og sá þriðji berst á niðurskurðarlínunni. Haraldur Franklín Magnús er í efsta sætinu fyrir lokahringinn á samtals 10 undir pari, 134 höggum (65 69) og á 2 högg á næsta kylfing. Ólíklegt er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Agnar Daði og Snorri Páll – 5. júlí 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Snorri Páll Ólafsson og Agnar Daði Kristjánsson. Snorri Páll Ólafsson er fæddur 5. júlí 1989 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Snorra Páls til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Snorri Páll Ólafsson – 30 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Agnar Daði Kristjánsson er fæddur 5. júlí 1999 og á því 20 ára stórafmæli.   Komast má á facebook síðu Agnars Daða til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Agnar Daði Kristjánsson  20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Stefán Garðarsson. Arnar er fæddur 4. júlí 1964 og á því 55 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að Stefáni til hamingju með stórafmælið hér að neðan   Stefán Garðarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Örn Stefánsson er fæddur 4. júlí 1966 (53 ára); Arnar Olsen Richardsson, 4. júlí 1968 (51 árs); Þórunn Sif Friðriksdóttir, 4. júlí 1971 (48 ára); Jón Ævarr Erlíngsson, 4. júlí 1973 (46 ára); Mix DeTrix, 4. júlí 1975 (44 ára), …. og Yesmine Olsson Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2019 | 08:15

Evróputúrinn: Opna írska mót vikunnar

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Opna írska. Mótið fer fram í Lahinch GC í Clare fylkinu á Írlandi dagana 4.-7. júlí 2019. Margir góðir taka þátt, að undanskyldum sjálfum Rory McIlroy, sem vakið hefir mikla gagnrýni í heimalandi hans Írlandi (Sjá eldri grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR) Meðal keppenda í mótinu eru Thorbjørn Olesen, Martin Kaymer, Danny Willett og Tommy Fleetwood, Fylgjast má með stöðunni á Opna írska með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2019 | 08:00

LPGA: Ólafía hefur leik í dag í Wisconsin – FYLGIST MEÐ HÉR:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hefur leik í dag á Thornberry Creek LPGA Classic, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Mótið stendur dagana 4.-7. júlí 2019 og er keppt í Oneida, Wisconsin. Þetta er 4. LPGA mótið sem Ólafía Þórunn keppir í, í ár. Ólafía fer út kl. 9:31 að staðartíma (þ.e. kl. 14:31 að íslenskum tíma) og með henni í ráshóp eru bandaríski kylfingurinn Becca Huffer (sjá kynningu Golf 1 á Huffer með því að SMELLA HÉR: og Paula Reto frá S-Afríku (sjá kynningu Golf 1 á Reto með því að SMELLA HÉR: ) Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2019 | 07:00

Champions Tour: Stricker sigraði á US Senior Open

Steve Stricker sigraði á US Senior Open, risamóti á öldungamótaröð PGA Tour. Sigur hans var sannfærandi því hann átti 6 högg á þá sem næstir komu. Sigurskor Stricker var 19 undir pari, 261 högg (62 64 66 69). Þetta er 2. risatitill Stricker á öldungamótaröðinni. Í 2. sæti höfnuðu þeir David Toms og Jerry Kelly, báðir á samtals 13 undir pari, hvor. US Senior Open fór fram dagana 27.-30. júní sl. í Notre Dame, Indiana. Sjá má lokastöðuna á US Senior Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2019 | 18:00

Garrigus telur vímuefnastefnu PGA Tour of stranga

Robert Garrigus snýr aftur á  PGA Tour í þessari viku eftir að hafa verið vikið af mótaröðinni í 3 mánuði fyrir að hafa fallið á vímuefnaprófi. Garrigus staðfesti að hann hefði greinst jákvæður fyrir notkun á marijuana, en nú þegar hann er aftur á Túrnum, hefir hann tjáð sig um strangleika vímuefnastefnu PGA Tour. Hann talaði við Todd Lewis á Golf Channel á æfingasvæðinu fyrir 3M Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Garrigus sagði að hann hefði þurft að nota marijuana í læknisfræðilegum tilgangi og hefði haft vottorð læknis upp á það, en efnið, sem mælst hefði í sér, hefði farið yfir og verið hærra en leyfileg mörk PGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Marzibil Sæmundardóttir – 3. júlí 2019

Það er Marzibil Sæmundardóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Marzibil er fædd 3. júlí 1974 og á því 45 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Marzibil til hamingju með afmælið hér að neðan Marzibil Sæmundardóttir– Innilega til hamingju með 45 ára afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Johnny C. Palmer, f. 3. júlí 1918 – d. 14. september 2006; Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir, 3. júlí 1956 (63 ára); Postulín Svövu (60 ára); Baldvin Örn Berndsen, 3. júlí 1962 (57 ára); Halldór Örn Sudsawat Oddsson, 3. júlí 1964 (55 ára);  Anna Jóna Jósepsdóttir, 3. júlí 1987 (32 ára); Ji-Young Oh, 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2019 | 18:00

Wie spilar ekki það sem eftir er 2019

Michelle Wie hefir átt í þrálátum handarmeiðslum allt árið 2019. Hún tilkynnti að í tilraun sinni til að ná fullum bata ætlaði hún ekkert að spila það sem eftir er keppnistímabilsins árið 2019. Á LPGA mótaröðinni eru eftir 16 mót það sem af er árs og eins er Solheim Cup keppnin í haust. „Eftir að hafa gert allt til þess að spila á þessu ári, þá hef ég tekið þá ákvörðun að taka mér frí frá keppnisgolfi það sem af er árs,“ sagði fréttatilkynningu frá Wie. „Lið mitt og ég trúa því að þetta muni veita mér besta mögulega tækifærið til þess að ná loks bata. Ég get ekki þakkað Lesa meira