Afmæliskylfingur dagsins: Þórhalla Arnardóttir – 6. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Þórhalla Arnardóttir. Þórhalla er fædd 6. júlí 1964 og því 55 ára afmæli í dag! Hún er í Golfklúbbi Öndverðarness. Þórhalla er gift Kolbeini Guðjónssyni. Þau hjón hafa m.a. tekið þátt í Hjóna- og parakeppni Lostætis og Hótel Akureyrar og ávallt staðið sig vel. Komast má á facebook síðu Þórhöllu hér að neðan til þess að að óska henni til hamingju með merkisafmælið: Þórhalla Arnardóttir (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnaud Massey, 6. júlí 1877; Liz Baffoe, 6. júlí 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Azuma Yano, 6. júlí 1977 (42 ára); Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK, 6. Lesa meira
NGL: Haraldur varð í 2. sæti og Axel T-3 á Camfil Nordic Championship
Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt á Camfil Nordic meistaramótinu sem er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Haraldur Franklín Magnús úr GR og Axel Bóasson úr GK náðu frábærum árangri og enduðu í 2. og 3. sæti. Mótið fór fram á Åda Golf & Country Club. Haraldur Franklín Magnús endaði á -11 samtals (65-69-71) og var aðeins tveimur höggum frá efsta sætinu. Axel Bóasson, GK, lék á -10 samtals (71-66-69) og deildi þriðja sætinu með Sander Aadusaar frá Eistlandi. Andri Þór Björnsson, GR, deildi 46. sætinu með Pontus Stjärnfeldt frá Svíþjóð. Andri Þór lék á +4 samtals (72-71-77). Aron Bergsson, úr GKG, sem er búsettur í Svíþjóð, endaði á +5 (74-75) Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-38 e. 3. dag í Slóvakíu
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lék 3. hringinn á D + D Real Slovakia Challenge. Mótið fer fram í Penati golfstaðnum í Senica, Slóvakíu dagana 4. – 7. júlí 2019. Guðmundur Ágúst er búinn að spila á samtals 5 undir pari, 211 höggum (74 67 70) og er T-38!!!! Frábær kylfingur, Guðmundur Ágúst, að ná þessum glæsta árangri!!! Sjá má stöðuna á D + D Real Slovaki Challenge með því að SMELLA HÉR:
GKB: Sigurskorið í hjóna og paramótinu 58!
Tíminn líður svo hratt. Fyrir nákvæmlega tveimur vikum í dag, laugardaginn 22. júní 2019 fór fram hjóna- og parakeppni GKG á Kiðjabergsvelli Hjónin Lilja Rut Sæbjörnsdóttir og Jóhann Brimir Benónýsson, sem kölluðu sig Hóló, sigruðu með þriggja högga mun, komu inn á 58 höggum nettó. 76 keppendur tóku þátt í mótinu. Þá náði Þórólfur Nielsen draumahöggi allra kylfinga er hann fór holu í höggi á 12. braut vallarins. Óskar Golf 1 Þórólfi til hamingju með ásinn!!! Það var mjög spennandi keppni um annað sætið þar sem þrjú lið lékuk á 61 höggi. Það fór svo að Þórólfur Nielsen og Lára Hannesdóttir (Grenilundur) nældu í annað sætið. Helga Þorvaldsdóttir og Sturla Lesa meira
GÖ: Ásdís nýr rekstrarstjóri veitingasölu golfskálans
Golfklúbbur Öndverðarness samdi fyrr á árinu við Ásdísi Þrá Höskuldsdóttur um rekstur veitingasölu í golfskálanum að Öndverðarnesi. Ásdís er kunnug veitingarekstri og virkur félagi í GÖ. Hún hefir tekið við starfinu og er almenn ánægja með veitingasöluna og reksturinn, það sem af er sumars. Ásdís tekur við hópabókunum og fyrirspurnum á netfangið gogolfbistro@gmail.com Nú er um að gera að skella sér í Öndverðarnesið og taka hring – en völlurinn er virkilega góður …. og veitingarnar eftir á ekki síður!!
GVS: Sigurdís og Jóhann klúbbmeistarar 2019
Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) fór fram dagana 27.-30. júní sl. Í ár, 2019 tóku 38 manns þátt, sem kepptu í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GVS 2019 eru Jóhann Sigurðsson og Sigurdís Reynisdóttir. Hér má sjá úrslit í öllum flokkum: Meistaraflokkur karla: 1 Jóhann Sigurðsson GVS 1 5 F 17 78 75 75 77 305 2 Kjartan Drafnarson GVS 1 8 F 26 84 77 73 80 314 3 Sigþór Óskarsson GK 3 8 F 32 79 76 85 80 320 Konur höggleikur 4 dagar: 1 Sigurdís Reynisdóttir GVS 18 21 F 87 98 95 89 93 375 2 Guðrún Egilsdóttir GVS 17 24 F 95 100 94 93 96 383 3 Lesa meira
PGA: DeChambeau í forystu e. 2. dag 3M Open
Það er Bryson DeChambeau sem er í forystu eftir 2. dag 3M Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. DeChambeau er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 128 höggum (66 62). Í 2. sæti er kanadíski kylfingurinn Adam Hadwin, 2 höggum á eftir á samtals 12 undir pari, 130 höggum (64 66). Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á 3M Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á 3M Open SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Park efst – Ólafía úr leik e. 2. dag á Thornberry Creek Classic
Mót vikunnar á LPGA er Thornberry Creek Classic, sem fram fer í Oneida, Wisconsin. Meðal keppenda var Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, sem því miður er úr leik; lék á 6 yfir pari, 150 höggum (74 76). Efst í mótinu er nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Sung Hyun Park frá S-Kóreu, á samtals 17 undir pari, 127 höggum (65 62). Sjá má stöðuna á Thornberry Creek Classic með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Thornberry Creek Classic með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Lombard efstur í hálfleik Opna írska
Mót vikunnar á Evróputúrnum er Dubai Duty Free Irish Open (eða Opna írska upp á íslensku), sem fram fer í Lahinch í County Clare á Írlandi, dagana 4.-7. júlí 2019. Þegar mótið er hálfnað er suður-afríski kylfingurinn Zander Lombard efstur; búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (64 67). Í 2. sæti er enski kylfingurinn Eddie Pepperell aðeins 1 höggi á eftir Lombard á samtals 8 undir pari, 132 höggum (65 67) og þriðja sætinu deila 3 kylfingar, sem allir eru enn einu höggi á eftir forystumanninum þ.e. allir á 7 undir pari, en það eru Lee Westwood, Jorge Campillo og mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer. Til þess að Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst komst g. niðurskurð í Slóvakíu!!!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tekur þátt á móti vikunar á Áskorendamótaröð Evrópu; þ.e. D + D REAL Slovakia Challenge. Nú þegar mótið er hálfnað er Guðmundur Ágúst T-41 með skor upp á 3 undir pari, 141 högg (74 67). Eftir 2. hring er Hollendingurinn Darius Van Driel efstur með skor upp á 10 undir pari, 134 höggum (64 69). Mótið fer fram á Penati golfstaðnum í Senica í Slóvakíu. Til þess að sjá stöðuna á D + D REAL Slovakia Challenge SMELLIÐ HÉR:









