NGL: Haraldur varð T-43 á Borre Open
Haraldur Franklín Magnús, GR, lauk keppni á Borre Open, sem var mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fór fram 23.-25. júlí 2019 í Borre golfklúbbnum í Horten, Noregi. Haraldur lék á samtals á 2 undir pari, 219 höggum (71 73 73) og lauk keppni T-43. Tveir aðrir Íslendingar kepptu í mótinu: Aron Bergsson og Hákon Harðarson, en þeir náðu ekki niðurskurði. Sigurvegari mótsins varð Svíinn Christopher Sahlström á samtals 24 undir pari, 195 höggum (66 67 62). Til þess að sjá lokastöðuna á Borre Open SMELLIÐ HÉR:
Evían 2019: Paula Creamer (64) efst e. 1. dag
Bandaríski kylfingurinn Paula Creamer er efst eftir 1. dag á Evían risamótinu, sem er 4. risamótið hjá kvenkylfingum á árinu. Paula kom í hús í dag á 7 undir pari, 64 glæsihöggum!!! Í 2. sæti eru 4 kylfingar: Brittany Altomare frá Bandaríkjunum og Jin Young Ko, Mi Hyang Lee og Inbee Park frá S-Kóreu allar 1 höggi á eftir Creamer, þ.e. á 6 undir pari, 65 höggum. Mel Reid, sem er í baráttu um Solheim Cup sæti líkt og Creamer byrjaði daginn vel og er í 6. sæti ásamt bandaríska nýliðanum Jennifer Kupcho, en báðar luku 1. keppnishring á 5 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna á Evían risamótinu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Erla Pétursdóttir – 25. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Erla Pétursdóttir. Erla er fædd 25. júlí 1959 og fagnar því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Erlu til hamingju með afmælið hér að neðan Erla Pétursdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William „Bill“ Shankland, 25. júlí 1907 – 8. september 1998; Craig Howard, 25. júlí 1970 (49 ára); Helgi Örn Eyþórsson, GLF, 25. júlí 1971 (48 ára); Bo Hoag, 25. júlí 1988 (31 árs); Nelson Ledesma, 25. júlí 1990 (29 ára); Cheyenne Nicole Woods, 25. júlí 1990 (29 ára) ….. og ……. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira
Evían 2019: Risamótið hófst í morgun – FYLGIST M/HÉR:
Fyrsti hringur Evían risamótsins er hafinn í hinum gullfallega Evian Resort golfklúbb, í Evian-les-Bains, Frakklandi. Eftir 2 sjóðandi heita daga í Ölpunum þá er búist við að hitinn fari aftur í 34° í dag. Bandaríski kylfingurinn Jaye Marie Green var meðal þeirra sem hófu leikinn kl. 7.30am að staðartíma. Meðal annarra sem fóru út snemma er sigurvegari South African Women’s Open 2019, Diksha Dagar frá Indlandi (sjá mynd í aðalmyndaglugga,) sem er að spila í sínu fyrsta risamóti, en hún var í 4. ráshópnum í dag. Á eftir henni (kl. 8:14 a.m.) fóru út þær Mel Reid og Anne Van Dam, sem báðar eru að keppa um sæti í Solheim Cup liði Evrópu og Lesa meira
Aðeins 1 náði ekki niðurskurði í neinu risamótana 4 á þessu ári!
Af þeim, sem þátt tóku í öllum risamótunum 4 í karlagolfinu, var aðeins 1 sem ekki komst í gegnum niðurskurð í neinu þeirra. Það er japanski kylfingurinn Shugo Imahara. Imahira lék á Masters vegna þess að hefð er að mótshaldarar bjóði erlendum kylfingum þátttöku og var Imahara einn þeirra heppnu í ár; honum var boðið á PGA Championship vegna þess að hann er meðal topp-100 í heiminum; hann komst í gegnum úrtökumót í Japan og þannig á Opna bandaríska og hlaut þátttökurétt á Opna breska vegna stöðu sinnar á peningalista Japan Golf Tour. Hins vegar voru 16 kylfingar sem náðu niðurskurði í öllum 4 mótum á þessu ári. Meðal þeirra Lesa meira
Koepka ósáttur v/leikhraða Holmes
Um leið og pararnir og rástímar lágu fyrir, fyrir lokhring 148. Opna breska á laugardaginn þá veittu margir því athygli að Brooks Koepka og JB Holmes voru paraðir saman. Meðan Holmes var 6 höggum á eftir þeim sem síðan sigraði mótið, Shane Lowry og Koepka var 7 höggum á eftir; þá var þetta ekki mest spennandi hollið, nema vegna eins atriðis: Holmes er einn af hægustu mönnum í golfinu meðan Koepka er einn af þeim hröðustu þegar kemur að leikhraða. Og það var einmitt ásteitingarsteinninn allt mótið milli þeirra tveggja og gat Koepka oft ekki hamið hversu ósáttur hann var við Holmes á hringnum. Kentuckybúinn (Holmes) hefir verið mikið gagnrýndur af Lesa meira
Sergio henti dræver í kylfusvein sinn e. slæmt teighögg
Það sem af er ársins 2019 hefir verið arfaslakt fyrir spænska kylfinginn Sergio Garcia. Masters sigurvegarinn frá 2017 (Garcia) hefir hreinlega ekki tekist að landa einum einasta sigri. Og eitthvað er það farið að fara í taugarnar á kappanum. PR-teymi Garcia hefir hins vegar haft nóg að gera vegna skapluðra hans á vellinum. T.a.m. eyðilagði Spánverjinn skapheiti (Garcia) fjölda sandglompa og flata á Saudi International fyrr á árinu og eins var rifrildi á WGC-Dell Match Play við Matt Kuchar. Sl. þriðjudag kom enn eitt leiðindaatvikið með Garcia í aðalhlutverki í ljós þegar Twitter notandinn, Ray Owens frá Dublin deildi myndskeiði af Garcia á 5. braut lokahrings Opna breska. Í myndskeiðinu sést Lesa meira
NGL: Haraldur náði niðurskurði!!!
Haraldur Franklín Magnús, GR, náði niðurskurði á Borre Open!!! Mótið fer fram 23.-25. júlí 2019 í Borre golfklúbbnum í Horten, Noregi. Haraldur er samtals búinn að spila á 2 undir pari, 144 höggum (71 73) og er sem stendur T-35. Niðurskurður miðaðist við samtals parið eða betra. Hinir íslensku keppendurnir Aron Bergsson og Hákon Harðarson náðu ekki niðurskurði. Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Christopher Sahlström á samtals 13 undir pari, 133 höggum (66 67). Til þess að sjá stöðuna á Borre Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón R. Hrafnkelsson – 24. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón R. Hrafnkelsson. Sigurjón fæddist 24. júlí 1963 og á því 56 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Sanders, 24. júlí 1933 (86 ára); Einar Bergmundur, 24. júlí 1960 (59 ára); Björn Ólafur Ingvarsson, 24. júlí 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (47 ára – japanskur spilar aðallega á japanska PGA); Jordi Garcia del Moral, 24. júlí 1985 (34 ára) …… og …….. Axel Þórarinn Þorsteinsson Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira
GF: Jónína og Tómas klúbbmeistarar 2019
Meistaramót Golfklúbbsins að Flúðum fór fram dagana júlí 2019. Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 56 og kepptu þeir í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GF 2019 eru Jónína Birna Sigmarsdóttir og Tómas Sigurðsson. Sjá má öll úrslit hér að neðan: 1 flokkur karla: 1 Tómas Sigurðsson GF 2 5 F 19 84 75 159 2 Sindri Snær Alfreðsson GF 3 14 F 27 83 84 167 3 Einar Einarsson GS 11 18 F 32 84 88 172 4 Bergur Dan Gunnarsson GF 4 21 F 34 83 91 174 5 Árni Tómasson GR 7 17 F 36 89 87 176 6 Broddi Kristjánsson NK 10 24 F 51 97 94 Lesa meira









