Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2019 | 23:59

PGA: Fitzpatrick efstur í hálfleik St. Jude

Það er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick, sem er efstur eftir 2. keppnisdag FedEx St. Jude meistaramótsins. Hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 131 höggi (67 64). Í 2. sæti, aðeins 2 höggum á eftir, eru 4 kylfingar: Jon Rahm, Patrick Canlay, Billy Horschel og Cameron Smith. Japanski kylfingurinn Shugo Imahira er einn í 6. sæti á samtals 6 undir pari. Sjá má stöðuna að öðru leyti á St. Jude með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. hring á St. Jude með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2019 | 23:00

Evían 2019: 3 efstar e. 2. dag

Það eru þrír kylfingar frá S-Kóreu, sem eru efstar á Evían risamótinu í hálfleik. Þetta eru þær: Hyo Joo Kim, Sung Hyun Park og Mi Hyang Lee, en þær hafa allar spilað á samtals 10 undir pari, 132 höggum. Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftr, þ.e. á samtals 9 undir pari, 133 höggum, eru enn tvær frá S-Kóreu þær Inbee Park og Jin Young Ko og Jennifer Kupcho frá Bandaríkjunum. Sjá má hápunkta 2. dags á Evían risamótinu með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Evían risamótinu með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Mi Hyang Lee

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2019 | 20:00

Evían 2019: Lexi gagnrýnir vallaraðstæður e. að ná ekki niðurskurði

LPGA stendur fyrir tveimur risamótum viku eftir viku og það fyrra Evían Championship fer einmitt fram í þessari viku í  Évian-les-Bains, Frakklandi. Lexi Thompson náði ekki niðurskurði eftir hringi upp á 77 72 og munaði 5 höggum að hún næði. Hún fór á félagsmiðla og sagði vallaraðstæður slæmar sbr.: “So Evian, where do I begin,” Thompson wrote in a now-deleted Instagram post. “I’d be the first to tell you that I hit it like 💩 the first day and missed everything. Not one to make excuses, but to land 3-4 drives in the middle of fairway and end up in the rough like the one pic with a stance like that, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2019 | 18:00

Origo Íslandsmót golfklúbba

Origo Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla og kvenna fer fram dagana 26.-28. júlí. Í ár verður keppt í karla – og kvennaflokki á sömu keppnisvöllunum og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt fyrirkomulag er á Origo Íslandsmóti golfklúbba. Keppt verður á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Keppni hefst á föstudaginn, 26. júlí. 1. deild karla: Urriðavöllur (GO). 1. deild kvenna: Leirdalsvöllur (GKG) Laugardagur 27. júlí: 1. deild karla: Leirdalsvöllur 1. deild kvenna: Urriðavöllur Sunnudagur 28. júlí: Leikið um sæti 1.-4. í báðum flokkum: Leirdalsvöllur Leikið um sæti 5.-8. í báðum flokkum: Urriðavöllur Úrslit og staða er í hlekkjunum hér fyrir neðan: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2019 | 17:00

Bubba fer til sálfræðings

Bubba Watson er með tilfinningasamari kylfingum á PGA Tour. Í gær fimmtudaginn fyrir WGC-FedEx St. Jude Invitational talaði hann um það hvernig hann hefði hemil á tilfinningum sinum. Sagðist hann m.a. hafa hafið samstarf við sálfræðing fyrir 2 vikum. Bubba, sem er 40 ára og 12faldur sigurvegari á PGA Tour sagði að ákvörðunin hefði verið tekinn til þess að hjálpa honum að fást við atriði utan valla og hjálpa honum að koma í veg fyrir að þessi atriði hefðu áhrif á leik hans á vellinum. „Ég er með fleira „djönk“ í lífi mínu,“ sagði Bubba. „Bílasölur, körfuboltalið, blokkir, sælgætisverslanir, æfingasvæði, skrifstofubyggingar. Ég verð að ganga úr skugga um að húsbíllinn mín Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Arason – 26. júlí 2019

Það er Guðmundur Arason, læknir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 26. júlí 1956 og á því 63 ára afmæli í dag. Guðmundur er í Golfklúbbi Öndverðarness. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Guðmund með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mick Jagger 26. júlí 1943 (76 ára); Þorsteinn Gíslason, 26. júlí 1947 (72 árs); Allen Doyle, 26. júlí 1948 (71 árs); Sirrý Arnardóttir, 26. júlí 1965 (54 ára); Viðar Örn Ástvaldsson, 26. júlí 1965 (54 ára); Hulda Soffía Hermanns, GK, 26. júlí 1967 (52 ára); Flott Föt Flottari Verð 26. júlí 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Timothy (Tim) David Wilkinson, 26. júlí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2019 | 14:00

Ragnhildur v/ keppni á European Ladies Amateur Championship

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, leikur 3. hring í European Ladies Amateur Championship í dag. Mótið fer fram dagana 24.-27. júlí 2019 í Parkstone golfklúbbnum í Englandi og lýkur á morgun. Í hálfleik hefir Ragnhildur spilað á 1 yfir pari (75 70) átti glæsilegan hring í gær upp á 2 undir pari, 70 högg. Sem stendur er Ragnhildur T-46, en staðan gæti auðvitað breyst eftir 3. hring. Hún er farin út á 3. hring og hefir þegar þetta er ritað spilað 3 holur og því miður fengið tvöfaldan skolla á 3. holu sína í dag – er því samtals komin á 3 yfir par. Fylgjast má með Ragnhildi á European Ladies Amateur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2019 | 23:59

Poulter fær áhanganda vikið af velli f. að öskra: „Í bönkerinn með ´ann“

Ian Poulter á enn í basli með áhangendur, nú á St. Jude heimsmótinu í Memphis … og fékk hann einn áhangandann, sem hafði verið að öskra „Í bönkerinn með hann (þ.e. bolta Poulter)“ vikið af velli. Velgengni Poulter í Rydernum hefir gert hann að sérstöku skotmarki bandarískra áhorfenda golfmóta. Í mars sl. tjáði Poulter sig m.a. um „hálfvita sem gætu ekki þolað nokkra bjóra“ eftir að hafa orðið fyrir ónotum á The Players, þar sem m.a. fjölskylda hans og börn fylgdust með honum. Þetta varð til þess að rásfélagi hans Brian Gay baðst afsökunar f.h. bandarískra áhangenda og áhorfenda. Atvikið á St. Jude Invitational gerðist á 18. holu þar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2019 | 22:00

PGA: Rahm á 62 á 1. degi St. Jude

Það er Jon Rahm, sem tekið hefir forystuna á WGC FedEx St. Jude Invitational. Hann lék 1. hring á stórglæsilegum 8 undir pari, 62 höggum. Í 2. sæti eru 5 kylfingar: Shugo Imahira og Hideki Matsuyama frá Japan, Patrick Cantlay og Bubba Watson frá Bandaríkjunum og Cameron Smith frá Ástralíu. Allir hafa þessir 5 í 2. sæti spilað á 5 undir pari, 65 höggum. Sjá má stöðuna á St. Jude að öðru leyti með því að SMELLLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á St. Jude með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2019 | 18:00

Ryderinn 2026 fer fram á Írlandi

Ryder bikarskeppnin 2026 mun fara fram á Írlandi, nánar tiltekið Adare Manor, í Limerick. Þetta er í fyrsta skipti sem Ryderinn fer fram á Adare Manor. Ryderinn hefir aðeins einu sinni áður verið haldinn á Írlandi en það var árið 2006 þegar mótsstaðurinn var The K Club, nálægt Dublin. Á Adare Manor, sem var mikið endurnýjað og gert upp fyrir tveimur árum, hafa m.a. mót á borð við Opna írska verið haldið (2007), mótið sem Padraig Harrington vann áður en hann krækti sér í tvo Opnu bresku titla í röð. Opna írska var svo aftur haldið í Adare Manor 2007, en í því móti sigraði Richard Finch triumphed. Adare Manor Lesa meira