Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2019 | 08:00

GG: Gerða Hammer sigraði í Blue Lagoon Open!!!

Blue Lagoon Open kvennamótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík, föstudaginn 26. júlí 2019 sl. Góð þátttaka var í mótinu, en 86 konur luku keppni. Á besta skorinu var heimakonan Gerða Hammer, GG, en hún lék Húsatóftavöll á 78 glæsihöggum!!! Gerða hlaut jafnframt flesta punkta í punktakeppninni eða 41 punkt!!! Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var á staðnum og afhenti verðlaun, enda Bláa Lónið einn af styrktaraðilum hennar. Í aðalmyndaglugga má sjá sigurvegara mótsins Gerðu Hammer ásamt Ólafíu Þórunni. Sjá má öll úrslit í Blue Lagoon Open 2019 hér fyrir neðan: Höggleikur: 1 Gerða Kristín Hammer GG 13 8 F 8 78 78 T2 Margrét Sigmundsdóttir GK 5 13 F 13 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2019 | 07:30

GKB: Anna Sólveig og Brynhildur sigruðu í Opna Bioeffect mótinu

Opna BIOEFFECT kvennamótið fór fram í góðu veðri á Kiðjabergsvelli laugardaginn 20. júlí. Rúmlega 70 keppendur mættu til leiks. Brynhildur Sigursteinsdóttir, GKB sigraði í punktakeppni, kom inn á 38 punktum. Anna Sólveig Snorradóttir klúbbmeistari kvenna í GK 2019 lék best í höggleik án forgjafar, eða 78 höggum (sjá mynd í aðalmyndaglugga) Hún átti einnig lengsta teighöggið á 4. braut. Lokastaðan í mótinu var sem hér segir: Efstu konur í punktakeppni: 1 Brynhildur Sigursteinsdóttir GKB 38 2 Þórdís Erla Þórðardóttir GOS 32 T3 Björg Baldursdóttir GK 31 T3 Steinunn Jónsdóttir GR 31 T5 Soffía Ákadóttir GKG 30 T5 Sigrún Sjöfn Helgadóttir GKB 30 T5 Guðný Kristín S Tómasdóttir GKB 30 T5 Áslaug Sigurðardóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2019 | 07:00

Gunnar Árnason fékk tvo ása!!!

Gunnar Árnason, fyrrum landsliðsmaður í golfi og blaki er meðal öflugri kylfinga landsins enda í toppformi! Í holukeppni GKG um miðjan júní náði hann draumahögginu góða á 17. á Leirdalsvelli með smellhittu höggi með 9 járni. Það stefndi allan tímann beint á holu og meðspilari sagðist hafa heyrt boltann smella í stönginni og fara niður, enda sást hann ekki á flötinni. Boltinn í holunni sýndi gamla blaknúmer Gunnars, númer 7 […] Þessa dagana ræsir Gunnar keppendur í Íslandsmóti golfklúbba af þeirri fagmennsku sem við þekkjum hann fyrir. Eftir langa ræsingu í gær í blíðskaparveðri var ekki annað hægt en að fara sjálfur hring og skellti hann sér í Grafarholtið, og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2019 | 23:59

WGC: Rory efstur á St. Jude e. 3. dag

Það er Rory McIlroy, sem er efstur fyrir lokahring WGC FedEx St. Jude Invitational mótinu, eftir stórglæsilegan 3. hring upp á 62 högg! Samtals er Rory búinn að spila á 12 undir pari, 198 höggum (69 67 62). Í 2. sæti er Brooks Koepka á samtals 11 undir pari og í 3. sæti er Matthew Fitzpatrick á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á St. Jude SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á St. Jude Invitational mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2019 | 22:00

Evían 2019: Hyo Joo Kim í forystu e. 3. dag

Það er Hyo Joo Kim frá S-Kóreu, sem er í forystu á Evían risamótinu, fyrir lokahringinn, sem verður spilaður á morgun. Hyo Joo er búin að spila á samtals 15 undir pari, 198 höggum (69 64 65). Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 14 undir pari, eftir er landa hennar Sung Hyun Park, Í 3. sæti eru síðan Jin Young Ko og Inbee Park, báðar á 11 undir pari, hvor. Það eru því kylfingar frá S-Kóreu sem eru í 4 efstu sætunum á Evían! Sjá má stöðuna á Evían risamótinu að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 3. hrings á Evían með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2019 | 21:00

Íslandsmót golfklúbba 2019: Leyniskonur tryggðu sér sæti í 1. deild!

Golflúbburinn Leynir fagnaði sigri í keppni í 2. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba í dag. Þrír klúbbar skráðu sig til keppni í þessari deild sem fram fór á Garðavelli á Akranesi.   Leynir sigraði eins og áður segir, Nesklúbburinn varð í öðru sæti og Golfklúbbur Fjallabyggðar endaði í þriðja sæti. Leynir leikur því í 1. deild kvenna að ári á Íslandsmóti golfklúbba. Sjá má öll úrslit í 2. deild kvenna með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (30)

Jesus and Moses were playing golf. On the 5th hole, a shot over water to an island green, Moses hit his 6-iron and it landed perfectly on the green. Jesus pulled out his 7-iron and began teeing it up when Moses stopped him. “The 7 isn’t enough club. It’ll go in the water.” Jesus replied, “If Tiger Woods can do it, I can do it.” He swung the 7-iron and, sure enough, it landed straight in the drink. He teed up a second ball and grabbed his 7-iron again. Moses reminded him of his previous attempt and, again Jesus said, “If Tiger Woods can do it, I can do it.” Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2019 | 18:00

Ragnhildur lauk keppni í 61. sæti

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, lauk keppni á European Ladies Amateur Championship í dag. Mótið fór fram dagana 24.-27. júlí 2019 í Parkstone golfklúbbnum í Englandi. Ragnhildur lék á samtals 12 yfir pari, 300 höggum (75 70 75 80) og varð í 61. sæti Sigurvegari í mótinu varð heimakonan Alice Hewson, en hún vann hina finnsku Kristu Junkkari á 5. holu í bráðabana, en báðar voru jafnar eftir 4 hringi, báðar á samtals 7 undir pari. Sjá má lokastöðuna á European Ladies Amateur Championship með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth ——- 27. júlí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna breska 2017 og tvöfaldur risamótsmeistari ársins 2015, Jordan Spieth. Spieth, sigurvegari Opna breskasigraði s.s. kunnugt er á Masters risamótinu í apríl 2015 og vann síðan Opna bandaríska. Jordan Spieth fæddist 27. júlí 1993 og á því 26 ára afmæli í dag. Ótrúlegur árangur þetta hjá ekki eldri kylfingi!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Örn Guðmundsson, 27. júlí 1952 (67 ára); Björk Klausen, 27. júlí 1954 (65 ára); Ólöf Jónsdóttir, 27. júlí 1970 (49 ára); Erla Björk Hjartardóttir, 27. júlí 1971 (48 ára); Stefán Fannar Sigurjónsson, 27. júlí 1972 (47 ára); Arnar Snær Jóhannsson, 27. júlí 1991 (28 ára); Emma Westin, 27. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2019 | 07:00

Celíu Barquín minnst

Á European Ladies’ Amateur Championship, sem Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í f.h. Íslands var spænska kylfingsins Celíu Barquín Arozamena, meistara 2018 European Ladies’ Amateur var minnst. Celía var myrt í september 2018, þegar hún var á lokametrunum að ljúka háskólanámi í Bandaríkjunum, minna en 2 mánuðum eftir sigurinn í Slóvakíu. Sjá fréttir Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: og SMELLA HÉR:  Við opnunarhátíðina í Parkstone golfklúbbnum, tileinkaði forseti enska golfsambandsins, Jenny Clink, nokkur orð Celíu og eins andartaks þögn henni til heiðurs. Eins var Celíu minnst á European Girls’ Team Championship, sem fram fór í Parador El Saler golfklúbbnum í heimalandi hennar fyrrí þessum mánuði. Fulltrúar spænska Lesa meira