Hvað var í sigurpoka Koepka?
Brooks Koepka sigurvegari St. Jude heimsmótsins var með eftirfarandi verkfæri og golfútbúnað í sigurpoka sínum: Bolti: Titleist Pro V1x Dræver: TaylorMade M5 (Mitsubishi Diamana White Board D + 70), 10.5°. 3-tré: TaylorMade M2 2017, 16.5°. Járn (3): Nike Vapor Fly Pro; (4-PW): Mizuno JPX 919 Tour. Fleygjárn: Titleist Vokey SM7 (52° og 56°); Titleist Vokey SM4 TVD (60°). Pútter: Scotty Cameron by Titleist Newport 2 SLT 10.
Afmæliskylfingur dagsins: Friðrik Sigurðsson – 29. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Friðrik Sigurðsson. Friðrik er fæddur 29. júlí 1969 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Friðrik Sigurðsson · 50 ára Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Max Faulkner f. 29. júlí 1916 – d. 26. febrúar 2005; Signý Marta Böðvarsdóttir, 29. júlí 1970 (49 ára); Harrison Frazar, 29. júlí 1971 (48 ára); Ísabelle Lendl, 29. júlí 1991 (28 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma Lesa meira
WGC: Koepka sigraði á St. Jude
Það var Brooks Koepka sem stóð uppi sem sigurvegari á FedEx St. Jude Invitational heimsmótinu. Sigurskor hans var 16 undir pari, 264 högg (68 67 64 65). Sigurtékkinn var upp á litlar € 1,563,480 (sem eru u.þ.b. 190 milljónir íslenskra króna). Þetta var jafnframt 1. sigur Koepka á heimsmóti. Í 2. sæti varð Webb Simpson á samtals 13 undir pari, 3 höggum á eftir Koepka. Til þess að sjá lokastöðuna á St. Jude heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:
Íslandsmót golfklúbba 2019: GV Íslandsmeistarar í 2. deild karla!
Sveit GV gerði sér lítið fyrir og sigraði Golfklúbb Selfoss í dag í úrslitaleik sveitakeppni golfklúbba í 2. deild. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á 18. holu þar sem Daníel Ingi Sigurjónsson átti glæsilegt högg inn á grín, setti innan við metra frá holu og kláraði púttið svo af öryggi fyrir sigri í sínum leik og þar með þriðja vinning GV. Áður höfðu þeir Karl Haraldsson og Sigurbergur Sveinsson sigrað fjórmenning og Lárus Garðar Long sigrað sinn leik örugglega. Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal fjölmargra áhorfenda sem höfðu komið sér fyrir við átjánda grínið. Með þessum sigri tryggði GV sér sæti í 1. deild á næsta Lesa meira
Evían 2019: Ko sigraði!
Það var Jin Young Ko frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á Evían risamótinu 2019. Sigurskorið var 15 undir pari, 269 högg (65 71 66 67). Í 2. sæti var Jennifer Kupcho frá Bandaríkjunum ásamt þeim Shanshan Feng frá Kína og Hyo Joo Kim frá S-Kóreu, en þær voru allar á samtals 13 undir pari, hver. Ein í 5. sæti var síðan Ariya Jutanugarn frá Thaílandi á samtals 11 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Evían risamótinu að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahringsins á Evían risamótinu með því að SMELLA HÉR:
Origo Íslandsmót golfklúbba 2019: Tvöfaldur sigur hjá GKG í 1. deild
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fagnaði tvöföldum sigri á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild í dag. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í 1. deild kvenna. GKG sigraði GR í úrslitaleiknum 4,5 -0,5 og stöðvaði þar með sigurgöngu GR í þessari keppni. GR hafði fagnað þessum titli undanfarin fjögur ár. Keilir endaði í þriðja sæti eftir 3-2 sigur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta er aðeins í annað sinn sem GKG er Íslandsmeistari í 1. deild kvenna en árið 2013 braut GKG ísinn með sínum fyrsta sigri. Lokastaðan í 1. deild kvenna: 1. GKG 2. GR 3. GK 4. GM 5. GS 6. GO 7. GSS 8. GV GV féll úr efstu deild Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Marta Guðjónsdóttir – 28. júlí 2019
Það er Marta Guðjónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Marta er fædd 28. júlí 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Komast má á Facebook síðu Mörtu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Marta Guðjónsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hinrik Hilmarsson, 28. júlí 1958 (61 árs); Árný Lilja Árnadóttir, 28. júlí 1970 (49 ára); Steven Craig Alker, 28. júlí 1971 (48 ára); Þórdís Lilja Árnadóttir, 28. júlí 1973 (46 ára); Amy Yang, 28. júlí 1989 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Moriya Jatanugarn, 28. júlí 1994 (25 ára) ….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira
GS Íslandsmeistari golfklúbba 12 ára og yngri
Íslandsmót golfklúbba í aldursflokki 12 ára og yngri lauk í vikunni en þetta var þriðja skipti sem þetta stórskemmtilega mót er haldið. Fyrirkomulag mótsins er að hámark sex sveitir eru í deild og því leiknar fimm sinnum 9 holur. Leikið var eftir tveggja manna Texas scramble fyrirkomulagi að fyrirmynd PGA unglingagolfsins, en hver 9 holu leikur samanstóð þremur þriggja holna leikjum og gátu liðin því safnað mest sex vinningum (flöggum) í hverri viðureign. Alls tóku 11 sveitir þátt sem er það mesta til þessa og skiptust liðin í tvær deildir eftir forgjöf, þ.e. fimm sveitir í Hvítu deildinni sem lék um Íslandsmeistaratitilinn, og fimm sveitir í Gulu deildina sem léku Lesa meira
Úrslit úr vinkvennamóti GR og GKG
Vinkvennamót GKG og GR fór fram dagana 16. júlí í Leirdalnum og 21. júlí í Grafarholti. Þátttakan var frábær 115 konur mættu til leiks í rigningunni 16. júlí og 109 konur mættu til leiks í sólinni þann 21. júlí. Að móti loknu komu konur saman og gæddu sér á léttum hádegisverði Grafarholti oog áttu góða stund saman um leið og þær samglöddust vinningshöfum mótsins. Mótið er punktakeppni með hámarksforgjöf 36 þar sem veitt eru verðlaun fyrir 1. – 3. sæti á punktum samanlagt og fyrir flesta punkta á hvorum velli, einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik samanlagt og verðlaun veitt fyrir 55. sæti í punktakeppni. Mælingar voru Lesa meira
Jóhann Smári (83 ára) fékk ás!!!
Jóhann Smári Jóhannesson, 83 ára, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, fór holu í höggi á Hamarsvelli í Borgarnesi. Golf 1 óskar Jóhanni Smára innilega til hamingju með draumahöggið!!!










