Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2019 | 17:00

Hver er kylfingurinn: Jin Young Ko?

Sl. helgi sigraði Jin Young Ko (á kóreönsku: 고진영) frá S-Kóreu á 4. risamóti ársins hjá kvenkylfingunum, þ.e. á Evían risamótinu. En hver er hún þessi Ko? Jin Young Ko fæddist 7. júlí 1995 í S-Kóreu og er því nýorðin 24 ára. Við 22 ára aldurinn hafði hún þegar sigraði í 10 skipti á kóreanska LPGA, þaðan sem einhverjir af bestu kylfingum heims koma; þannig að þá þegar var vitað að þarna væri á ferðinni mikið efni – Sjá eldri grein Golf 1 um Ko með því að SMELLA HÉR:  Árið 2018 komst hún í fyrsta sinn á LPGA og þá var markmið hennar að verða nýliði ársins á LPGA, sem henni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Kolbrún Rut Evudóttir. Kolbrún er fædd 31. júlí 1996 og á því 23 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Kolbrúnar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Kolbrún Rut Evudóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Víðir Jóhannsson, 31. júlí 1955 (64 ára); Þorvaldur Í. Þorvaldsson 31. júlí 1957 (62 ára); Peter Albert Charles Senior, 31. júlí 1959 (60 ára merkisafmæli!!!); Hss Handverk, 31. júlí 1966 (53 ára); Árni Snævarr Guðmundsson, 31. júlí 1967 (52 ára); Helgi Birkir Þórisson, GSE (44 ára); Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2019 | 23:00

Opna GR/Klaki: Úrslit – Guðmundur Ágúst m/nýtt vallarmet!!!

Opna GR / Klaki 2019 var leikið á Grafarholtsvelli um helgina (27. og 28. júlí 2019) og fór keppni að mestu vel fram. Leikin var tveggja manna betri bolti, punktakeppni og lauk besta liðið leik á 96 höggum en það voru þeir Þorgeir Ragnar Pálsson úr GÁS og Jóhann Ólafur Jónsson úr GR.   Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR var meðal keppanda og setti hann glæsilegt vallarmet af gulum teigum, fyrri keppnisdag – lék á 11 undi pari, 60 höggum!!! Glæsileg verðlaun voru veitt fyrir 16 efstu liðin og fór verðlaunaafhending fram í golfskálanum Grafarholti að móti loknu. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem var næstur holu á öllum par 3 brautum vallar, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2019 | 22:00

WGC: Nýjasta geðluðrukast Garcia

Eftir slæmt dræv á 16. á TPC Southwind, þar sem FedEx St. Jude Invitational fór fram tók spænski kylfingurinn Sergio Garcia báðum höndum um dræverinn sinn og sló hann í grasið og tók upp risa tofusnepil. Myndskeið af nýjasta geðluðrukasti Garcia hefir birtst á Twitter – Sjá með því að SMELLA HÉR: Mótmælaöskur áhorfenda virtust engin áhrif hafa á hann. Og ótrúlegt en satt; ekkert verður gert til þess að beita Garcia agaviðurlögum. Hann virðist geta gert allt og samt sloppið við að vera vikið af Evróputúrnum eða PGA Tour í refsingarskyni, sem eru viðurlögin við svona slælegri hegðun. The Daily Telegraph vitnaði í ónafngreindan kylfing á PGA Tour, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2019 | 21:00

PGA: Morikawa sigraði á Barracuda

Collin Morikawa sigraði á Barracuda Championship, en þetta var fyrsti sigur hans á PGA Tour. Spilað var eftir Stableford kerfi og var sigurskor Morikawa 47 punktar. Sjá má lokastöðuna á Barracuda Championship með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2019 | 20:00

Wilson dregur sig úr móti vegna reglubrots

Mark Wilson hefir nú á síðustu tímum átt ansi mögur ár á PGA Tour. Hinn 5faldi sigurvegari á PGA Tour (Wilson) hefir sveiflast á milli PGA og Korn Ferry mótaraðarinnar sl. 3 ár og hefir aðeins spilað í fáum mótum og náð enn færri niðurskurðum. Þannig að í ljósi þess er það sem hann gerði sl. helgi á Barracuda Championship enn virðingarverðara. Fyrir lokahringinn á mótinu fór Wilson á Twitter og tilkynnti að hann yrði að draga sig úr móti þar sem flatarbók hans stæðist ekki reglu 4.3 um heimilan golfútbúnað. Þegar Wilson dró sig úr mótinu vegna reglubrotsins var hann T-51 og var við það að fá stærsta tékka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2019 | 19:00

WGC: Koepka mætti 45 mín. f. lokahring St. Jude

Brooks Koepka var hálfslappur fyrir lokahring FedEx St. Jude Invitational heimsmótsins og mætti á mótsstað aðeins 45 mínútum áður en hann tíaði upp. Að hafa minna en 45 mínútur til að hita upp á atvinnumannsmóti þykir frekar lítið. Það kom þó ekki í veg fyrir að Koepka sigraði á fyrsta heimsmóti sínu og sínu 7. á PGA Tour. „(Það að mæta of seint) hefir engin áhrif á hvernig ég slæ boltann,“ sagði Koepka m.a. á blaðamannafundinum eftir sigurinn, aðspurður um seina mætingu í mótið. „Mér líður ekki vel. Mér hefir ekki liðið vel alla vikuna, en ég vil ekki afsaka það; ég er ekki að reyna að kvarta. Ég bara Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2019 | 17:00

Guðrún Brá og Valdís náðu ekki inn á Opna breska g.úrtökumót

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tóku þátt í úrtökumóti fyrir Opna breska kvenrisamótið, í gær, 29. júlí á Ashbridge golfvellinum í Englandi. 11 efstu úr úrtökumótinu komust inn á Opna breska kvenrisamótið, sem fram fer 1.-4. ágúst n.k. á heimavelli Solheim Cup kylfingsins Charley Hull og Ryder Cup kylfingsins Ian Poulter, Woburn,í Englandi. Því miður voru þær Guðrún Brá og Valdís Þóra, hvorugar í 11 kvenkylfinga hópi efstu kylfinga úr því móti sem tryggðu sér sæti á Opna breska kvenrisamótið. Valdís Þóra var einu sárgrætilegu höggi frá því að komast í hóp 9 kvenkylfinga sem fóru í bráðabana um 3 síðustu sætin – lék á 2 undir pari. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Graeme McDowell – 30. júlí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er írski kylfingurinn Graeme McDowell. McDowell er fæddur 30. júlí 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hann er kvæntur Kristin Stape (2013) og saman eiga þau dótturina Vale Esme McDowell (2014) og soninn Wills Edson McDowell (2016). McDowell hefir sigrað 4 sinnum á PGA Tour, 10 sinnum á Evróputúrnum og 1 sinnum á Asíutúrnum. Hann hefir og sigrað einu sinni í risamóti þ.e. á Opna bandaríska (2010). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bergsteinn Hjörleifsson GK, 30. júlí 1962 (57 ára); Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, 30. júlí 1975 (44 ára); Justin Rose, 30. júlí 1980 (39 ára); Nino Bertasion, 30. júlí 1988 (31 árs); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2019 | 18:00

GHD: Úrslit í 30 ára afmælismótinu

Þann 21. júlí sl. var haldið upp á 30 ára afmæli Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD), með golfmóti á Arnarholtsvelli. Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi: Konur 1. Brynja Sigurðardóttir 2. Indíana Auður Ólafsdóttir 3. Sigríður Guðmundsdóttir Karlar 1. Konráð Þór Sigurðsson 2. Andri Geir Viðarsson 3. Gestur Valdimar Hólm Freysson Konur 65+ 1. Hlín Torfadóttir 2. Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir 3. Kristín Magnúsdóttir Karlar 70+ 1. Dónald Jóhannesson 2. Björn Kjartansson Besta skor Sigurður Hreinsson Næst holu 1. braut Sigríður Guðmundsdóttir 113 cm 3. braut Þorsteinn Jóhannsson 144 cm 7. braut Dagný Finnsdóttir 97 cm