Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2019 | 19:00

NGL: Haraldur á 65 á 1. degi Bråviken Open

Haraldur Franklín Magnús (GR) keppir á móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni; Bråviken Open. Mótið fer fram 1. – 3. ágúst 2019 í Bråviken golfklúbbnum í Norrköping, Svíþjóð. Eftir fyrsta dag er Haraldur Franklín T-5 þ.e. jafn öðrum í 5. sæti eftir glæsilegan hring upp á 7 undir pari, 65 högg. Á hringnum fékk Haraldur Franklín 8 fugla, 9 pör og 1 skolla. Hann keppir um að verða meðal efstu 5 í lok keppnistímabilsins á mótaröðinni, en þeir fá keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Sem stendur er Haraldur Franklín nr. 8 á stigalistanum. Fylgjast má með Haraldi Franklín með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2019 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá á +1 e. 1. dag Amundi Czech Ladies Challenge

Guðrún Brá Björgvinsdóttir tekur þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, þ.e. Amundi Czech Ladies Challenge 2019. Mótið fer fram á golfstaðnum Konopiste í Bystrice, Tékklandi, dagana 1.-3. ágúst 2019. Guðrún Brá lék 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum. Sem stendur er niðurskurður miðaður við 2 yfir pari eða betra og ef þetta verður niðurstaðan þá er Guðrún Brá fyrir ofan niðurskurðarlínu. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason – 1. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Guðlaugur Gíslason, fv. alþingismaður og forvígismaður margs góðs í Vestmannaeyjum Guðlaugur var og framúrskarandi kylfingur. Guðlaugur var fæddur 1. ágúst 1908 og hefði því orðið 111 ára í dag. Hann lést 6. mars 1992. Guðlaugur var forystumaður Golfklúbbs Vestmannaeyja um árabil, sem í ár (4. desember) fagnar 81 ára afmæli sínu. Eins var Guðlaugur einn aðalhvatamaður að stofnun Fiska- og Náttúrugripasafns í Vestmannaeyjum, sem í dag heitir Sæheimar. Sæheimar voru í fréttum í dag því þau sorgartíðindi bárust að Tóti lundi hefði látist í fyrra, en Tóti var lifandi lundi sem hafður var til sýnis í safninu sem Guðlaugur hafði forystu um að byggt yrði. Guðlaugur er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2019 | 10:00

NGL: Haraldur hefur keppni í Svíþjóð í dag

Haraldur Franklín Magnús (GR) keppir á móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni; Bråviken Open. Mótið fer fram 1. – 3. ágúst 2019 í Bråviken golfklúbbnum í Norrköping, Svíþjóð. Haraldur Franklín á rástíma kl. 14:10 að staðartíma, sem er kl. 12:10 að okkar tíma hér á Íslandi. Hann keppir um að verða meðal efstu 5 í lok keppnistímabilsins á mótaröðinni, en þeir fá keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Sem stendur er Haraldur Franklín nr. 8 á stigalistanum. Fylgjast má með Haraldi Franklín með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2019 | 09:30

Gordon Brand Jr. látinn

Fyrrum Ryder Cup kylfingurinn Gordon Brand Jr. er látinn. Brand var fæddur 19. ágúst 1958 og því 60 ára þegar hann lést. Brand er þekktastur fyrir að hafa verið í Ryder Cup liði Evrópu 1987 og 1989 þegar sveit Evrópu sigraði. Á 9. áratugnum spilaði Brand á Evróputúrnum og sigraði þar 8 sinnum. Hann vann Greg Normann í Coral Classic 1982 – átti 3 högg á hann. Brand byrjaði fyrir skemmstu á StaySure mótaröðinni (Öldungamótaröð Evrópu) en lesa mátti eftirfarandi á Twitter síðu mótaraðarinnar í morgun: „Við erum afar sorgmædd að heyra um andlát Gordon Brand Jr. Okkar dýpsta samúð er með fjölskyldu hans á þessari stund.“

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2019 | 22:00

GBR: Ólafur Bjarki klúbbmeistari 2019

Meistaramót Golfklúbbs Brautarholts (GBR) fór fram dagana 24.-26. júlí sl. Spilaðir voru 3 hringir með punktakeppnisfyrirkomulagi. Í ár tóku 8 kylfingar þátt í mótinu og því miður enginn kvenkylfingur. Klúbbmeistari GBR 2019 er Ólafur Bjarki Ragnarsson, en sigurskor hans voru samtals 97 punktar. Sjá má öll úrslit úr meistaramóti GBR hér að neðan: 1 Ólafur Bjarki Ragnarsson GBR 10 13 F 47 28 36 33 97 2 Birgir Sverrisson GBR 10 15 F 42 30 35 31 96 3 Magnús Kristinn Jónsson GR 13 27 F 62 30 34 24 88 4 Henry Þór Granz GF 15 30 F 69 37 25 22 84 5 Gunnar Páll Pálsson GBR 14 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2019 | 21:00

Hver er kylfingurinn: Collin Morikawa?

Einn heitasti, nýi, ungi kylfingurinn í dag er bandaríski atvinnukylfingurinn Collin Morikawa. Hann er 1,75 m á hæð og 77 kg. Morikawa fæddist 6. febrúar 1997, sonur Debbie og Blaine Morikawa og er því 22 ára á þessu ári. Hann er frá  La Cañada Flintridge í Kaliforníu. Morikawa sigraði á Sunnehanna Amateur, Trans-Mississippi Amateur og the Western Junior, sem þykja fremur stór mót áhugamanna í Vesturríkjum Bandaríkjanna. Sjá má helstu mót sem Morikawa sigraði í sem áhugamaður í tímaröð hér að neðan: 2013 Western Junior 2015 Trans-Mississippi Amateur 2016 Silicon Valley Amateur, Sunnehanna Amateur 2017 ASU Thunderbird Invitational, Northeast Amateur 2018 Wyoming Desert Intercollegiate, Querencia Cabo Collegiate, Annual Western Intercollegiate 2019 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2019 | 20:00

Lexi biðst afsökunar

Á blaðamannafundi í dag, 31. júlí 2019 talaði Lexi um atvikið þegar hún skildi vegabréfið sitt eftir í settinu, sem varð til þess að 37 kylfingar, sem hún mun keppa við á morgun á Opna breska kvenrisamótinu, misstu af æfingahringjum sínum. „Ég var í sannleika sagt að „fríka út“, að ég yrði strandaglópur þarna (í Frakklandi“ sagði Lexi, þegar hún rifjaði upp þá stund þegar henni varð ljóst að vegabréfið væri í golfsetti hennar. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að það yrðu svona miklar tafir með sett hinna kylfinganna, mér þykir það mjög leitt.“ Lexi setti sig í spor kylfinganna 37 sem ekki gátu spilað æfingahringi sína og sagðist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2019 | 19:00

Lexi olli því að 37 kylfingar misstu af æfingahring f. Opna breska kvenrisamótið

Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson skildi vegabréfið sitt eftir í golfpokanum í Evían, Frakklandi og golfpokinn var á leið frá Frakklandi til Englands þar sem Opna breska kvenrisamótið fer fram a morgun. Þetta þýddi að hún var strönduð í Frakklandi, þar sem hún þurfti á vegabréfinu sínu að halda til að komast til Englands. Það var Ian Wright fyrrum kaddý Seve Ballesteros, sem keyrði sendiferðabílinn með 38 golfsettum, en sett Lexi var þar á meðal. Wright hafði þegar hafið flutninginn á settunum þegar hann fékk símhringingu um að Lexi þyrfti að komast í settið sitt þar sem hún hefði gleymt vegabréfinu sínu í því – en það þurfti hún eins og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2019 | 18:00

Opna breska kvenrisamóts bikarnum stolið

Lokarisamót ársins í kvennagolfinu hefst á morgun þ.e.  Opna breska kvenrisamótið (ens.: AIG Women’s British Open). Risamótið fer að þessu sinni fram í Woburn golfklúbbnum í England. Sú sem á titil að verja er Georgia Hall og hún hélt fréttamannafund í fyrradag, þ.e. þriðjudaginn 30. júlí 2019 og sagðist þar m.a. vilja verja titil sinn auk þess sem hún vildi fá bikar, sem ekki yrði stolið. Opna breska kvenrisamóts bikarnum var stolið úr farangursgeymslu bifreiðar Georgiu Hall fyrir 2 mánuðum síðan. „Þjófarnir brutu afturrúðu bíls míns kl. 12 um miðjan dag,“ sagði Hall. „Ég veit ekki hvort þeir vissu að þetta var bíllinn minn; bikarinn var í boxi og allt. Og Lesa meira