Kaymer missir spilarétt á PGA
Þýski kylfingurinn Martin Kaymer missti spilarétt sinn á PGA Tour þegar hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Wyndham Championship. Kaymer, sem orðinn er 34 ára er tvöfaldur risamótsmeistari. Það myndi enginn hafa spáð þessu fyrir 5 árum þegar Kaymer vann 2 risatitil sinn á Opna bandaríska á Pinehurst. Þá átti hann 8 högg á þá Rickie Fowler and Erik Compton. Sigurinn var endurkoma hans eftir svipaða lægð og hann er í nú. Á Wyndham nú, 5 árum síðar, spilaði hann á 5 yfir pari, 75 höggum og var samtals á 1 yfir pari, sem var 5 höggum frá því að komast gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við 4 undir pari eða Lesa meira
PGA: An leiðir e. 2. dag á Wyndham
Það er Byeong Hun An frá S-Kóreu sem er efstur eftir 2. dag Wyndham Championship. An er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 127 höggum (62 65). Fast á hæla hans er bandaríski kylfingurinn Bryce Garnett á samtals 12 undir pari, 128 höggum (64 64). Sjá má stöðuna á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR:
NGL: Haraldur T-3 e. 2. dag á Bråviken Open
Haraldur Franklín Magnús (GR) keppir á móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni; Bråviken Open. Mótið fer fram 1. – 3. ágúst 2019 í Bråviken golfklúbbnum í Norrköping, Svíþjóð. Haraldur Franklín er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (65 66) og er T-3 þ.e. deilir 3. sætinu með 5 öðrum kylfingum. Hann keppir um að verða meðal efstu 5 í lok keppnistímabilsins á mótaröðinni, en þeir fá keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Sem stendur er Haraldur Franklín nr. 8 á stigalistanum. Í efsta sæti eftir 2. dag eru þeir Hannes Rönneblad (65 64) og Adam Einewing (66 63) frá Svíþjóð, báðir á samtals 15 undir pari, 129 höggum hvor. Fylgjast Lesa meira
Opna breska kvenrisamótið 2019: Buhai leiðir enn e. 2. dag
Ashley Buhai frá S-Afríku er enn í forystu á Opna breska kvenrisamótinu í hálfleik. Samtals er Buhai búin að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65). Hún á 3 högg á Hinako Shibuno, sem er í 2. sæti á samtals 9 undir pari, 135 höggum (66 69). Í 3. sæti er síðan Lizette Salas frá Bandaríkjunum á samtals 8 undir pari, 136 höggum (69 67). Risamótið fer fram í Woburn, Milton Keynes í Englandi, dagana 1.-4. ágúst 2019. Sjá má stöðuna á Opna breska kvenrisamótinu með þvi að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Opna breska kvenrisamótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Eyþór Árnason —- 2. ágúst 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Eyþór Árnason. Eyþór er fæddur 2. ágúst 1954 og á því 65 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Eyþór Árnason (65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fay Crocker, (f. 2. ágúst 1914 – d. 1983 – frá Úrúgvæ, lék á LPGA); Bill Murchison Jr., 2. ágúst 1958 (61 árs); Caroline Pierce, 2. ágúst 1963 (56 ára); Jeff Bloom, 2. ágúst 1963 (56 ára); Þórunn Andrésdóttir, 2. ágúst 1970 (49 ára); Jonathan Andrew Kaye, 2. ágúst 1970 (49 ára); Brian Davis, Lesa meira
LET Access: Guðrún Brá náði niðurskurði!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, komst í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á LET Access, Amundi Czech Ladies Challenge. Hún lék 2. hringinn í mótinu einnig á 1 yfir pari, 73 höggum, líkt og fyrri daginn og er því samtals á 2 yfir pari, 146 höggum eftir 2. dag (73 73). Þeir keppendur fóru gegnum niðurskurð sem voru á samtals 3 yfir pari eða betra. Efstar í mótinu fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun, eru þær Chloe Williams frá Wales og Hayley Davis frá Englandi, báðar á samtals 6 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna á Amundi Czech Ladies Challenge með því að SMELLA HÉR:
Guðmundur Ágúst upp um 1086 sæti
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, hefur tekið risastökk upp heimlistann í golfi á þessu ári. Í ársbyrjun var Guðmundur Ágúst í sæti nr. 1.656 á heimslistanum en þann 17. júlí s.l. var hann sæti nr. 570. Hann hefur því farið upp um 1.086 sæti á fyrstu 7 mánuðum ársins 2019. Besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á heimslista karla er 459 sæti. Þeim árangri náði Birgir Leifur Hafþórsson árið 2017. Heimslisti karla – íslenskir kylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var í sæti nr. 177 á heimslista kvenna í lok ársins 2017 og í sæti nr. 170 í febrúar 2018. Sem stendur er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, efst íslenskra kvenkylfnga á Lesa meira
PGA: Im og An efstir á Wyndham
Tveir suður-kóreanskir kylfingar eru efstir og jafnir eftir 1. dag móts vikunnar á PGA Tour, Wyndham Champioship þeir Sungjae Im og Byeong Hun An, en báðir luku 1. hring á 8 undir pari, 62 höggum, hvor. Öðru sætinu deila 4 kylfingar, sem allir voru á 7 undir pari, 63 höggum. Þetta eru þeir: Johnson Wagner og Patrick Rodgers frá Bandaríkjunum, Rory Sabbatini frá Slóvakíu og kanadíski kylfingurinn Mackenzie Hughes. Sjá má stöðuna á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: T.v.: Sungjae Im og t.h.: Byeong Hun An
Olesen handtekinn
Hinn 29 ára danski atvinnukylfingur Thorbjörn Olesen var handtekinn í gær, 1. ágúst þegar hann kom úr flugi á 1. klassa British Airways. Vélin sem Olesen flaug með var á leið frá Memphis, Tennessee til London. Olesen var á leið heim til Evrópu eftir að hafa tekið þátt í WGC-FedEx St. Jude Invitational á TPC Southwind. Hinum 5-falda sigurvegara á Evróputúrnum, Olesen, var gefið að sök að hafa í ölvuðu ástandi, kynferðislega áreitt sofandi konu um borð í vélinni. Olesen lenti síðan í orðasennu við bæði farþega og áhöfn eftir að hann pissaði í gangveginn. Ian Poulter reyndi árangurslaust að miðla málum. Hvorki Olesen né umboðsmaður hans, Rory Flanagan, hjá Lesa meira
Opna breska kvenrisamótið 2019: Buhai efst e. 1. dag
Opna breska kvenrisamótið (ens.: AIG Women´s Britsh Open) hófst í dag í Woburn, í Englandi og stendur dagana 1.-4. ágúst 2019. Eftir 1. dag er Ashley Buhai frá Suður-Afríku efst, en hún kom í hús á 7 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti eru Hinabo Shibuno frá Japan og Danielle Kang frá Bandaríkjunum, báðar 1 höggi á eftir. Sjá má stöðuna eftir 1. hring AIG Women´s British Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á AIG Women´s British Open með því að SMELLA HÉR:










