Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörtur Þór Unnarsson. Hjörtur fæddist 4. ágúst 1966 og á því 53 ára afmæli í dag! Hann er í Golfklúbbi Reykjavík. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Hjört með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Hjartar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Hjörtur Þór Unnarsson (53 ára– Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Janet Coles, 4. ágúst 1954 (65 ára); Deedee Lasker, (spilaði hér áður fyrr á LPGA) 4. ágúst 1959 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Þorgeir Sæberg, 4. ágúst 1961 (58 ára); Nico Geyger (frá Chile – spilar á Evróputúrnum), Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2019 | 00:01

PGA: An enn í forystu

Byeong Hun An frá S-Kóreu er enn í forystu fyrir lokahring Wyndham Championship. Hann hefir spilað á samtals 17 undir pari, 193 höggum (62 65 66). Jafnir í 2. sæti eru Bandaríkjamennirnir Brice Garner og Webb Simpson, báðir á samtals 16 undir pari, hvor. Bandaríski kylfingurinn Ryan Armour er einn i 4. sæti á 15 undir pari og síðan deila 3 kylfingar 5. sæti: Norski frændi okkar Victor Hovland, sem farinn er að líta í að verða fullgildur félagi á PGA Tour, J.T Poston frá Bandaríkjunum og enski kylfingurinn Paul Casey; allir á 14 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 23:53

PGA: Spieth komst ekki g. 54 holu niðurskurðinn

Jordan Spieth komst ekki í gegnum 2. niðurskurðinn á Wyndham Championship, en skorið var aftur niður eftir 3. hring í dag. Spieth var á 9 undir pari og aðeins 4 höggum á eftir forystumanninum á Wyndham Championship í hálfleik, en mótið fer fram í Sedgefield Country Club. Þrír tvöfaldir skollar, 1 skolli og engir fuglar urðu þess valdandi að Spieth skrifaði undir skor upp á 7 yfir pari, 77 högg og komst ekki í gegnum niðurskurð eftir 54 holur – sem er síðasti 54 holu niðurskurðurinn áður en nýjar reglur taka gildi á PGA Tour. „Jamm, þetta var bara slæmur dagur,“ sagði Spieth eftir hringinn. „Í það heila tekið spilaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 21:00

Opna breska kvenrisamótið 2019: Shibuno leiðir f. lokahringinn

Það er japanski kylfingurinn Hinako Shibuno sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring Opna breska kvenrisamótsins. Shibuno er búin að spila fyrstu 3 keppnishringina á samtals 14 undir pari, 202 höggum (66 69 67). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Shibuno er forystukona fyrstu tvo hringina Ashley Buhai en hún hefir spilað á samtals 12 undir pari, 204 höggum (65 67 72). Lokahringurinn verður spilaður á morgun. Til þess að sjá stöðuna á Opna breska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna breska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (31)

Hér koma 3 stuttir en góðir: Nr. 1 Tveir kylfingar spila golf í rigningu og roki. Segir annar við hinn: „Hugsaðu þér, konan mín spurði mig virkilega hvort ég gæti ekki hjálpað henni í garðinum – í þessu skítaveðri!“ Nr.2: Vegna þess pitch-ið inn á flötina mistókst, kastaði kylfingurinn kylfunni sinni ergilegur inn í skóginn. Rásfélagi hans sagði: „Þú finnur kylfuna örugglega ekki. Til öryggis ættirðu að henda varakylfunni á eftir!“ Nr. 3 Á Suðurskautslandinu eru tvær mörgæsir í golfi á einum ísflekanum. Eftir að hafa púttað rauðu boltunum sínum segir önnur mörgæsin við hina: „Hefurðu heyrt, að annars staðar er spilað með hvítum boltum?“ Hin hristir höfuðið í vantrú: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 18:00

NGL: Haraldur lauk keppni T-6 á Bråviken Open

Haraldur Franklín Magnús (GR) keppti á móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni; Bråviken Open. Mótið fór fram 1. – 3. ágúst 2019 í Bråviken golfklúbbnum í Norrköping, Svíþjóð og lauk í dag. Haraldur Franklín lék á samtals 18 undir pari,198 höggum (65 66 67) og varð T-6 þ.e. deildi 6. sætinu með 2 öðrum kylfingum. Hann keppir um að verða meðal efstu 5 í lok keppnistímabilsins á mótaröðinni, en þeir fá keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Sem stendur er Haraldur Franklín nr. 8 á stigalistanum. Sigurvegari varð sænski kylfingurinn William Nygård, eftir bráðabana við landa sinn Hannes Rönneblad, en báðir léku þeir holurnar 54 á samtals 23 undir pari. Sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 17:00

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni T-30

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK lauk keppni á Amundi Czech Ladies Challenge T-30. Hún lék lokahringinn á glæsilegum 1 undir pari, 71 höggi. Samtals lék Guðrún Brá á 1 yfir pari (73 73 71). Sigurvegari í mótinu varð hin finnska Sanna Nuutinen en hún lék á samtals 7 undir pari (72 69 68). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Nuutinen með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Amundi Czech Ladies Challenge með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Már Garðarsson – 3. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Már Garðarsson. Ragnar Már er fæddur 3. ágúst 1995 og á því 24 ára afmæli í dag! Hann er afrekskylfingur hjá Golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs (GKG). Sjá má eldri viðtal Golf 1 við Ragnar Má með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins Ragnars Más til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ragnar Már Garðarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar eru: Guðrún Katrin Konráðsdóttir, 3. ágúst 1951 (68 ára); Regína Sveinsdóttir, 3. ágúst 1955 (64 ára); Jón Svavarsson 3. ágúst 1956 (63 árs); Laila Ingvarsdóttir, 3. ágúst 1957 (62 ára);  Útivist og Fegurð (60 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 11:00

Zidane finnst í lagi að Bale spili golf

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid var ekki reiður Gareth Bale sem ekki spilaði með félögum sínum í Real Madrid … en síðan var tekin mynd af honum þ.e. Bale að spila golf meðan Real tapaði leik sínum gegn Tottenham (sjá mynd af Bale að spila golf í aðalmyndaglugga). Leikurinn sem Bale tók ekki þátt í, en spilaði þess í stað golf, var eins og segir vináttuleikur Real Madrid gegn Tottenham. Bale byrjaði feril sinn hjá Southampton en spilaði síðan 2007-2013 hjá Tottenham og hefir því ekki viljað spila gegn gömlu félögum sínum. Í myndskeiðinu segir Zidane m.a. að Bale geti gert það sem honum sýnist í einkalífi sínu. Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2019 | 08:00

Golfútbúnaður: Golfboltar sem fara bara beint

Golf myndi vera svo miklu auðveldara ef við gætum öll slegið beint. En því miður, fyrir flest okkar, gerist það bara ekki alltaf. Sumir húkka aðrir slæsa og fullt af boltum týnist í röffi eða fara bara út í buskann af því að við gátum ekki slegið beint. Polara Golf segist hafa fundið svarið við vandanum og hafa hannað golfbolta sem bara fer beint. Það þarf varla að taka fram að Polara boltarnir eru algerlega ólöglegir.