Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2019 | 20:00

Hver er kylfingurinn: JT Poston?

JT Poston sigraði á Wyndham Championship. Hann er ekki sá þekktasti á PGA Tour þannig að sumir kunna að spyrja: Hver er kylfingurinn? JT Poston heitir fullu nafni James Tyree Poston. Hann fæddist 1. júní 1993 í Hickory, Norður-Karólínu og er því 26 ára. Hann er fremur hávaxinn 1,85 m á hæð og 75 kg. Hann spilaði golf þegar í menntaskóla með og átti m.a. mótsmet í NCHSAA golfmóti, 63 högg Poston spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Western Carolina University. Sem áhugamaður sigraði Poston m.a. í eftirfarandi mótum: 2011 Trusted Choice Big I National Championship 2013 Southwestern Amateur, Golfweek Program Challenge, Cardinal Intercollegiate, Hummingbird Intercollegiate 2014 SoCon Championship 2015 Wexford Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2019 | 19:00

Kylfingur m/heilaskaða e. árás á golfvelli

Grimmileg og ónauðsynleg árás á golfvelli skildi 75 ára kylfing í Arizona eftir með heilaáverka eftir að hann sló boltann sinn of nálægt öðrum hópi fyrr í sumar í Glendale, Arizona, samkvæmt frétt í New York Post. Bashir Mahmud, sem hóf störf á The Legend á Arrowhead golfvellinum, sló bolta sinn nálægt tveggja manna holli, sem léku sjöundu holuna. Þegar Mahmud fór að sækja boltann sinn réðst, annar mannanna, hinn grunaði, á hann. Að sögn lögreglu fundu hinir í ráshóp Mahmud hann undir hinum grunaða, þar sem sá hafði endurtekið slegið fórnarlambið í höfuðið. „Hann sá það ekki koma,“ sagði sonur fórnarlambsins, Munir Mahmud, við KSAZ. „Hann (hinn grunaði) sló Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2019 | 18:00

Guðmundur Ágúst sigurvegari Einvígisins!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sigraði í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag við góðar aðstæður á Nesvellinum. Um var að ræða árlegt góðgerðarmót þar sem að safnað er fé til Barnaspítala Hringsins. Alls söfnuðust 750.000 kr. Keppendahópurinn var gríðarlega sterkur líkt og á undanförnum árum mætti fjöldi áhorfenda til þess að fylgjast með. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að 10 keppendur hófu leik á 1. braut á Nesvellinum og sá sem var á lakasta skorinu féll úr leik. Þannig hélt keppnin áfram þar til að Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, kepptu um sigurinn. Lokastaðan: 1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Silla Ólafsdóttir og Shanshan Feng – 5. ágúst 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Silla Ólafsdóttir og Shanshan Feng. Silla er fædd 5. ágúst 1949 og fagnar því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmæli hér að neðan: Silla Ólafsdóttir –  Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Shanshan Feng fæddist 5. ágúst 1989 og er því 30 ára í dag. Hún er frá Guangzhou, í Kína og sem stendur nr. 18 á Rolex heimslista kvenkylfinga. Hún hefir sigrað í 23 mótum sem atvinnukylfingur þ.á.m. 10 sinnum á LPGA og eins í einu risamóti kvennagolfsins þ.e. PGA Women´s Championship 2012. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2019 | 23:59

PGA: JT Poston sigraði á Wyndham!

Það var bandaríski kylfingurinn JT Poston sem sigraði á Wyndham Championship. Sigurskor Poston var 22 undir pari, 258 högg (65 65 66 62). Poston er 19. kylfingurinn sem sigrar í 1. sinn á PGA Tour á Wyndham Championship. Í 2. sæti var Webb Simpson á 21 undir pari. Forystumaður fyrstu 3keppnisdaganna, Byeong Hun An landaði 3. sætinu á samtals 20 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2019 | 23:00

Hovland náði ekki inn á PGA

Norski frændi okkar Viktor Hovland komst ekki inn á PGA Tour … eftir Wyndham Championship, Hann hefði þurft að landa 2. sætinu eða a.m.k. vera einn jafn einum öðrum í 2. sæti til þess að það hefði gengið eftir …. sem gekk ekki. Hann endaði í 4. sætinu, enn önnur glæsiframmistaða hans í þeim 5 PGA Tour mótum, sem hann hefir tekið þátt í, en það dugði ekki til. Hann hefir ekki sigrað í neinu mótanna eins og aðrir frábærir nýliðar á borð við Matthew Wolff og Collin Morikawa hafa gert, sem tryggðu sér þar með kortin sín á PGA Tour. Samt lagði Hovland allt í lokahring Wyndham Championship, en besta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2019 | 22:00

Arnór Tjörvi varð í 9. sæti!!!

Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt í móti Global Junior Golf, Swedish Junior Classics, sem fram fór dagana 1.-4. ágúst 2019. Þetta voru þeir: Arnór Tjörvi Þórsson, GR;  Bjarki Snær Halldórsson, GK;  Steingrímur Daði Kristjánsson, GK;  Svanberg Stefánsson, GK og Tómas Eiríksson Hjaltested, GR. Arnór Tjörvi lék á samtals 14 yfir pari, 233 höggum (78 76 79) og varð í 9. sæti, sem er stórglæsilegt!!! Frammistaða hinna íslensku keppendanna var eftirfarandi: 17. sæti Tómas Eiríksson Hjaltested 22 yfir pari, 241 högg (81 82 78) 17. sæti Svanberg Stefánsson 22 yfir pari, 241 högg (76 80 85) 20. sæti Bjarki Snær Halldórsson 23 yfir pari, 242 högg (84 83 75) 27. sæti Steingrímur Daði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2019 | 20:00

Hver er kylfingurinn: Hinako Shibuno?

Hin japanska Hinako Shibuno sigraði á Opna breska kvenrisamótinu 2019. Shibuno var að spila í fyrsta sinn utan Japan og frammistaðan með glæsibrag; þegar búin að sigra á 1. risamóti sínu!!! Segja má að hún hafi heillað alla sem sáu hana spila lokahringinn á Opna breska kvenrisamótinu; hún brosti 10.000 watta brosi sínu og sagði eitthvað sem fékk kylfuberann hennar til þess að skellihlæja á 18. braut. Hvað var það sem hún sagði? Shibuno: „Ég sagði að ef ég sjankaði aðhöggið væri það mjög neyðarlegt!!!“ Það hversu brosmild Shibuno er hefir orðið til þess að hún hefir fengið viðurnefnið „brosandi öskubuska“ (ens.: Smiling Cinderella) En hver er kylfingurinn Hinako Shibuno? Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2019 | 18:00

Íslandsmótið 2019: Ólafía með!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur ákveðið að taka þátt á Íslandsmótinu í golfi – 2019 á Mótaröð þeirra bestu. Ólafía Þórunn hefur verið í fremstu röð íslenskra atvinnukylfinga undanfarin ár. Hún hefur náð hæst allra íslenskra kylfinga á heimslista atvinnukylfinga, leikið á flestum risamótum og er eini kylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi. Tilkynningin er hér fyrir neðan: „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst. Það verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2019 | 17:00

Opna breska kvenrisamótið 2019: Shibuno sigraði!

Það var japanski kylfingurinn Hinako Shibuno, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna breska kvenrisamótinu 2019!!! Í erlendum fréttamiðlum er hún oft kölluð „hin brosandi öskubuska“ (ens.: Smiling Cinderella). Sigurskor Shibuno var samtals 18 undir pari, 270 högg (66 69 67 68). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir var hin bandaríska Lizette Salas á samtals 17 undir pari, 269 höggum (69 67 70 65) Sjá má lokastöðuna á Opna breska kvenrisamótinu með því að SMELLA HÉR: