GKG: Öldungamót – Úrslit
Í dag 6. ágúst 2019 fór fram mót 65+ á Leirdalsvelli. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni. Úrslit má sjá hér að neðan: Konur 65+: 1 Elísabet Þórdís Harðardóttir GKG 29 27 F 27 39 39 2 Steinunn Jóhannsdóttir GKG 53 55 F 55 35 35 3 Soffía Ákadóttir GKG 30 32 F 32 34 34 4 Ragna Stefanía Pétursdóttir GKG 20 29 F 29 32 32 5 Hulda Tryggvadóttir GKG 36 47 F 47 29 29 6 Lilja Ólafsdóttir GKG 36 46 F 46 27 27 T7 Guðbjörg Þorvaldsdóttir GKG 31 42 F 42 26 26 T7 Anna Harðardóttir GKG 27 39 F 39 26 26 9 Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir GKG 23 Lesa meira
Olesen vikið af Evróputúrnum
Danska kylfingnum Thorbjörn Olesen hefir verið vikið af Evróputúrnum, þar sem hann þarf að svara til saka fyrir meint kynferðisbrot, ölvun og ósæmilega hegðun (hafði þvaglát í gangvegi flugvélar og reifst við samfarþega og áhöfn) um borð í flugvél British Airways. Olesen var handtekinn fyrir ölvun um borð í flugvél og fyrir meint kynferðisbrot mánudaginn 29. júlí sl. þegar hann flaug frá Bandaríkjunum til Englands, eftir St. Jude mótið á PGA Tour. Olesen, býr í Englandi nánar tiltekið á Redcliffe Road, Kensington and Chelsea og verður að mæta fyrir rétt í Uxbridge Magistrates’ Court miðvikudaginn 21. ágúst nk., þar sem mál hans verður tekið fyrir. Lögmaður Olesen, Paul Morris lét frá Lesa meira
„Tips“ á golfvöllum erlendis
Nú fer að koma sá tími þegar sumarið tekur enda og fylkjast íslenskir kylfingar þá þúsundum saman erlendis til að lengja sumarið. Margir spila t.d. í Bandaríkjunum. Á betri golfvöllum þar eru „kerrusveinar“ (ens.: cart guy) en það eru þeir sem færa kylfingnum golfbíla og sjá um sett kylfinganna þ.e. hreinsa kylfurnar í lok hrings, hreinsa golfbílinn og fara með hann aftur í golfbílastæðið. Þeir eru að veita ákveðna þjónustu þannig að rétt er að „tipsa“ þá, þ.e. gefa þeim drykkjupeninga. Flestir kerrusveinar fá afar lág laun og eru háðir tipsinu til þess að hækka þau aðeins. Jafnvel þó þeir fái aðeins nokkra dollara þá safnast þeir saman eftir því Lesa meira
Mótaröð þeirra bestu 2019 (5): Guðrún Brá og Bjarki m/lægstu forgjöfina
Íslandsmótið í höggleik hefst fimmtudaginn n.k. 8. ágúst 2019 í Grafarholtinu, en það er 5. og síðasta mótið á „Mótaröð hinna bestu“ árið 2019. Spilaðar eru 72 holur og lýkur mótinu sunnudaginn 11. ágúst. Þátttakendur skráðir til leiks eru 150; 36 kvenkylfingar og 114 karlkylfingar, allt bestu kylfingar landsins, þó 3 þeirra allra bestu taki ekki þátt. Tveir sterkustu kvenkylfingar landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, taka því miður ekki þátt, því þær keppa á Opna skoska meistaramótinu, eins og áður hefir komið fram hér á Golf1. Af kvenkylfingunum er núverandi Íslandsmeistari kvenna í höggleik Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, með lægstu forgjöfina, + 2.2. og næstlægstu er Lesa meira
Ólafía og Valdís taka þátt í Opna skoska meistaramótinu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fékk boð seint í gærkvöld þess efnis að taka þátt á Opna skoska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Mótið er sameiginlegt verkefni hjá LET Evrópumótaröðinni og LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er með keppnisrétt á þessu móti, líkt og á öðrum mótum á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra og Ólafía Þórunn verða því báðar á meðal keppenda á þessu sterka móti sem fram fer á hinum glæsilega Renaissance velli rétt við North Berwick í Skotlandi. Þetta óvænta boð setti áætlun Ólafíu Þórunnar úr skorðum en hún hafði ákveðið að taka þátt á Íslandsmótinu í golfi 2019 – sem hefst á fimmtudaginn Lesa meira
Leadbetter telur foreldra Ko eyðileggja feril hennar
Golfþjálfarinn frægi David Leadbetter hefir sakað foreldra fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Lydiu Ko, um að eyðileggja feril hennar. Ko var yngsta nr. 1 á heimslistanum fyrir 5 árum, þegar hún var aðeins 17 ára, en nú hefir stjarna hennar hnignað og hún er í 24. sæti heimslistans. Hún komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska kvenrisamótinu, sem lauk sl. helgi, var 10 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð. Og Leadbetter, sem þjálfaði Lydiu hefir sakað foreldra hennar um að gera hana „venjulega“. „Foreldrar hennar hafa margt að svara fyrir – þetta er dæmi um alveg ótrúlega fávisku,“ sagði Leadbetter í viðtali við Radio Sport í Nýja-Sjálandi. Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Bert Yancey og Jeff Barlow – 6. ágúst 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Bert Yancey og Jeff Barlow. Bert Yancey fæddist í Chipley, Flórída 6. ágúst 1938 og hefði orðið 81 árs í dag, en hann lést 26. ágúst 1994, nýorðinn 56 ára. Yancy þjáðist af manío-depressívu alla ævi, en lést um aldur fram úr hjartaslagi í golfvellinum. Hann sigraði m.a. 7 sinnum á PGA Tour. Hann lét eftir sig eiginkonu sína Cheryl og dóttur þeirra Andreu, en auk þess átti Bert 4 börn úr fyrra hjónabandi, dótturina Tracy og 3 syni: Charles, Scott og Jeffrey, og tvö barnabörn. Jeff Barlow hins vegar fæddist 6. ágúst 1968 og á því 51 árs afmæli í dag. Barlow var m.a. í Lesa meira
Egill varð T-7 á Georgia Open
Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, tók þátt í Georgia Open. Mótið fór fram 1.-4. ágúst á The Ford Plantation, Richmond Hill í Georgíu. Egill Ragnar lék á samtals 5 undir pari, 283 höggum (68 73 72 70). Hann varð jafn 3 öðrum kylfingum í 7. sæti þ.e. T-7, sem er stórglæsilegur árangur!!! Til þess að sjá lokastöðuna á Georgia Open SMELLIÐ HÉR:
Hvað var í sigurpoka Hinako Shibuno?
Eftirfarandi kylfur og golfútbúnaður var í golfpoka hinnar „brosandi Öskubusku“ frá Japan, Hinako Shibuno, þegar hún sigraði á Opna breska kvenrisamótinu 2019: Bolti: Titleist Pro V1 Dræver: Ping G410 Plus, 10.5° 3-tré: Ping G410 LST, 14.5° 5-tré: Ping G410, 17.5° Blendingar: Ping G410, (22° og 26°) Járn (5-PW): Ping i210 Fleygjárn: Ping Glide Forged (52° og 56°) Pútter: Ping Sigma 2 Anser
Hvað var í sigurpoka JT Poston?
Eftirfarandi kylfur og golfútbúnaður var í golfpoka JT Poston þegar hann sigraði á Wyndham Championship: Dræver: Titleist TS3 (9.5°). Skaft: Mitsubishi Diamana BF 60TX. 3-tré: Titleist TS2 (15°). Skaft: Mitsubishi Diamana BF 70TX Járn: Titleist 716 T-MB (3-5 iron), Titleist 718 AP2 (6-9 iron) Sköft: Project X PXi 6.5 (3 and 4 iron), Project X 6.5 (5-9) Fleygjárn: Titleist SM7 (46°, 50°, 54° sveigt í 55°, og 60°) Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 Pútter: Scotty Cameron GoLo Golfbolti: Titleist Pro V1x Grip: Golf Pride Tour Velvet










