Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Daney Guðmundsdóttir – 26. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Stefanía Daney er fædd 26. ágúst 1997 og á því 22 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Stefaníu Daneyju til hamingju með afmælið hér að neðan Stefanía Daney Guðmundsdóttir – 22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Hudson, 26. ágúst 1945 (74 ára); Howard K. Clark, 26. ágúst 1954 (65 ára); James Edgar Rutledge 26. ágúst 1959 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Eiríkur Þór Hauksson, 26. ágúst 1975 (44 ára); Ben Martin, 26. ágúst 1987 (32 ára); Jenny og Kristin Coleman (spiluðu báðar á LPGA) 26. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2019 | 10:00

Hvað var í sigurpoka Rory?

Rory McIlroy sigraði á Tour Championship s.s. flestir golfunnendur vita. Í sigurpoka hans voru eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður: Dræver: TaylorMade M5 (9°). Skaft: Mitsubishi Tensei CK Pro White 70TX. Brautartré: TaylorMade M6 (15°), TaylorMade M5 (19°). Skaft: Mitsubishi Tensei CK Pro White. Járn: TaylorMade P-750 (4 járn), TaylorMade P-730 (5-PW járn). Shafts: Project X 7.0. Fleygjárn: TaylorMade Milled Grind (52°, 56° og 60°). Shafts: Project X 6.5þ Pútter: TaylorMade Spider X Copper. Golfbolti: TaylorMade 2019 TP5 (No. 22). Grip: Golf Pride Tour Velvet Cord.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2019 | 08:00

LET: Booth sigraði í Tékklandi

Það var skoski kylfingurinn Carly Booth, sem stóð uppi sem sigurvegari í KarlŠtejn, í Tékklandi þar sem mót vikunnar á LET, Tipsport Czech Ladies Open fór fram. Sigurskor Booth var samtals 9 undir pari, 207 högg (68 69 70). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Booth með því að SMELLA HÉR:  Mótið fór, eins og segir, fram í KarlŠtejn, Tékklandi, dagana 23.-25. ágúst 2019 og var skorið niður eftir 2 daga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var meðal keppenda, en hún komst ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Sjá má öll úrslit á Tipsport Czech Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2019 | 23:59

Valdís Þóra T-21 – Komin á II. stig úrtökumótsins – Glæsileg!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er komin á II. stig úrtökumótsins fyrir LPGA og Symetra Tour mótaraðirnar. Hún komst með glæsilegum hætti í gegnum 2 niðurskurði á I. stigi úrtökumótsins af þremur alls. Um 360 kvenkylfingar hófu keppni með von um að fá spilarétt á annarri hvorri af bestu kvenmótaröðum heims. Valdís Þóra lék á samtals 1 undir pari, 287 höggum (72 73 70 72) og varð í 21. sætinu, sem hún deildi með 7 öðrum kylfingum. Stórglæsilegur árangur þetta, sem vonandi verður framhald á, á næstu tveimur úrtökumótum!!! Þetta fyrsta úrtökumót af þremur fór fram dagana 22.-25. ágúst 2019, á 3 völlum: Arnold Palmer og Dinah Shore golfvöllum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2019 | 23:00

Solheim Cup 2019: Ljóst hvaða 10 verða í liði Bandaríkjanna

Nöfn síðustu 3 kylfinganna, sem komast sjálfkrafa í lið Bandaríkjanna í Solheim Cup 2019  lágu fyrir í dag og er lið Bandaríkjanna í Solheim Cup 2019 næsta fullskipað. Þessar 3 síðustu, sem komust sjálfkrafa í liðið eru: Brittany Altomare, Annie Park og Angel Yin (vinkona Ólafía Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur). Ljóst var hverjar kæmust í liðið eftir LPGA mót vikunnar: CP Women’s Open, en mótinu lauk í Magna golfklúbbnum í Kanada nú fyrr í kvöld. Fyrirliði liðs Bandaríkjanna, Julie Inkster mun síðan tilkynna um val sitt á 2 öðrum kylfingum á morgun, mánudag í New York. Fyrir í sveit Bandaríkjanna eru þær Lexi Thompson, Nelly Korda, Danielle Kang, Lizette Salas, Jessica Korda, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2019 | 23:00

LPGA: Ko sigraði á CP

Það var nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Jin Young Ko, sem sigraði á CP Women´s Open, móti vikunnar á LPGA mótaröðinni. Sigurskor Ko var 26 undir pari, 262 högg (66 – 67 – 65 – 64). Fyrir sigur sinn hlaut Ko $337,500 sigurtékka. Í 2. sæti, 5 höggum á eftir, varð danski kylfingurinn Nicole Broch Larsen á samtals 21 undir pari. Bandaríski kylfingurinn Lizette Salas og heimakonan Brooke M. Henderson deildu síðan 3. sætinu á samtals 19 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á CP Women´s Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2019 | 22:00

PGA: Rory sigurvegari Tour Championship

Það var Rory McIlroy, sem stóð uppi sem sigurvegari á Tour Championship. Sigurskor Rory var 18 undir pari (66 67 68 66) og átti hann 4 högg á næsta mann og sigurinn því öruggur! Í 2. sæti varð Xander Schauffele á samtals 14 undir pari (64 69 67 70). Þriðja sætinu deildu þeir Justin Thomas og Brooks Koepka á 13 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Tour Championship með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta lokahringsins á East Lake með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2019 | 17:00

Evróputúrinn: Van Royen sigraði á Scandinavian Invitation

Það var Erik Van Royen frá S-Afríku sem sigraði á Scandinavian Invitation. Sigurskor Van Royen var 19 undir pari, 261 högg (65 68 64 64). Í 2. sæti varð Matthew Fitzpatrick aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá lokastöðuna á Scandinavian Invitation SMELLIÐ HÉR:  Sjá má hápunkta lokahrings Scandinavian með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Úlfar Jónsson —– 25. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Úlfar Jónsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari. Úlfar er fæddur 25. ágúst 1968 og á því 51 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Úlfar Jónsson– 51 árs Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Dwight Nevil, 25. ágúst 1944 (75 ára); Magnús Eiríksson, 25. ágúst 1945 (74 ára); Thorunn Erlu Valdimarsdottir, 25. ágúst 1954 (65 ára); Ingi Karl Ingibergsson 25. ágúst 1962 (57 ára); Angela Park (á kóreönsku: 박혜인) 25. ágúst 1988 (31 árs); Robert (Robby) Shelton IV, 25. ágúst 1995 (24 ára)  …. og …… Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2019 | 14:00

5 á spítala e. að eldingu laust í tré á East Lake

Leik var frestað á síðasta móti PGA Tour á 2018-2019 keppnistímabilinu, Tour Championship, vegna þrumuveðurs. 6 áhorfendur slösuðust eftir að eldingu laust niður í grenitré nálægt 16. teig á East Lake Club í Atlanta, þar sem mótið fer fram. Skv. fréttatilkynningu PGA Tour slösuðust áhorfendurnir vegna tréflísa frá trénu. Flytja varð 5 hinna 6, sem slösuðust á sjúkrahús, en þeir voru fluttir í Grady Memorial Hospital í Atlanta. Sá sjötti var meðhöndlaður á East Lake og fékk að fara að því loknu.