Afmæliskylfingur dagsins: Tom Watson –——- 4. september 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Tom Watson. Hann er fæddur 4. september 1949 í Kansas City, Missouri og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Watson er 1,75 m á hæð og 79 kg. Hann er kvæntur Hillary (1999) en var þar áður kvæntur Lindu Rubin (1972-1997) og á 5 börn: Meg, Michael, Kyle, Kelly Paige og Ross. Tom Watson spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Stanford University. Á ferli sínum hefir Watson sigrað 70 sinnum, þar af 39 sinnum á PGA Tour. Hann spilar nú á öldungamótaröð PGA, Champions Tour, þar sem hann hefir sigrað 14 sinnum. Hann hefir sigrað í öllum risamótum nema PGA Championship, en besti árangur sem hann náði þar Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2020: Vincent Whaley (7/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst verður kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina með 775 stig,Tim Wilkinson og síðan endað á þeim sem landaði Lesa meira
Myndskeið: Stephen Curry í Sandvíkinni
S.l. helgi lék Stephen Curry NBA stjarna í körfubolta, Hvaleyrina. Curry virtist ánægður með völlinn, lét vel af veru sinni og skellti sér líka í Bláa Lónið og í fjórhjólaferð. Curry er með 0 í forgjöf og var m.a. golfliði háskóla síns á sínum tíma. Hann spilar mikið golf í frítíma sínum. Hvaleyrina spilaði Curry á 1 undir pari og var nálægt því að fara holu í höggi á 10. braut Hvaleyrarvallar (Sandvíkinni), einni fallegustu og skemmtilegustu par-3 holu landsins. Sjá má myndskeið af Curry á Sandvíkinni með því að SMELLA HÉR:
Tiger undir hnífinn á ný
Þriðjudaginn fyrir viku þ.e. 27. ágúst sl. tilkynnti Tiger Woods að hann hefði lagst undir hnífinn að nýju. Aðgerðin var gerð á vinstra hné hans til þess að lagfæra minniháttar brjóskskemmd. Tiger sagði að hann væri þegar á fótum og byggist enn við að keppa á Zozo meistaramóti PGA Tour mótaraðar- innar í Japan n.k. október. „Ég býst við að Tiger nái sér að fullu“ sagði læknir Tiger, Vern Cooley, sem framkvæmdi aðgerðina, í fréttta- tilkynningu Tiger. „Við gerðum það sem þörf var á og litum einnig á allt hnéð. Það voru engin aukavandkvæði.“ Í fréttatilkynningu Tiger sagði jafnframt: „Ég vil þakka Cooley lækni og teymi hans. Ég geng um Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Svanhildur Gestsdóttir – 3. september 2019
Það er Svanhildur Gestsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Svanhildur er fædd 3. september 1964 og á því 55 ára stórafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur og móðir afrekskylfingsins Írisar Kötlu Guðmundsdóttir. Svanhildur hefir staðið sig vel í opnum mótum sigraði t.d. í punktakeppnishluta Siggu & Timo mótsins 2012 og varð í 2. sæti í Loftleiðir Masters golfmótinu á vegum Golfklúbbs flugfreyja og flugþjóna, sem haldið var 29. júlí 2014. Eins mátti oft sjá Svanhildi í kaddýstörfum fyrir dóttur sína, Írisi Kötlu á Eimskipsmótaröðinni (nú: Mótaröð þeirra bestu). Svanhildur er gift Guðmundi Arasyni og eiga þau þrjú börn: Írisi Kötlu, Snædísi og Ara Gest. Komast má á facebook síðu Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Sigurður Jónsson, Ingunn Rós Valdimarsdóttir og Einar Long —– 2. september 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír Einar Long, Ingunn Rós Valdimarsdóttir og Sigurður Jónsson. Ingunn Rós er fædd 2. september 1978 og á því 41 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Ingunn Rós Valdimarsdóttir (41 árs afmæli – Innilega til hamingju!!!) Einar Long, GHR og GR er þekktari er kynna þurfi. Hann er fæddur 2. september 1958. Hann er m.a. framkvæmdastjóri Grillbúðarinnar, sem hefir styrkt mót hjá GHR m.a. 1. maí mótið. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju meðafmælið hér að neðan: Einar Long (61 árs afmæli – Innilega Lesa meira
KFT: Tom Lewis sigraði
Það var enski kylfingurinn Tom Lewis, sem stóð uppi sem sigurvegari á lokamóti Korn Ferry Tour (hér skammst.: KFT), Korn Ferry Tour Championship, sem er eitt af 3 mótum í lokamótaröð þessarar næstbestu mótaraðar í karlagolfinu í Bandaríkjunum. Þannig tókst honumað tryggja sér kortið sitt á PGA Tour, en heldur jafnframt spilarétti sínum á Evrópumótaröðinni. Sigurskor Lewis var 23 undir pari og átti hann heil 5 högg á þann sem varð í 2. sæti, Fábian Gomez frá Argentínu, sem einnig tryggði sér kortið sitt á PGA Tour. Eftirfarandi 25 kylfingum tókst að tryggja sér kortin sín á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals, en þeir eru í stafrófsröð: Chris Lesa meira
LPGA: Green sigraði í Portland
Það var Hannah Green sem stóð uppi sem sigurvegari á Cambia Portland Classic LPGA mótinu. Sigurskor Green var 21 undir pari, 267 högg (64 – 63 – 73 – 67). Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Yealimi Noh, 1 höggi á eftir Green. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tók þátt í mótinu en náði ekki niðurskurði. Sjá má lokastöðuna á Cambia Portland Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Guðríður Vilbertsdóttir – 1. september 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Guðríður Vilbertsdóttir. Guðríður er fædd 1. september 1954 og á því 65 ára afmæli í dag. Guðríður er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Sjá má eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Guðríður Vilbertsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!)
KFT: Baker leiðir í hálfleik
Það er bandaríski kylfingurinn Chris Baker sem er í forystu á Korn Ferry Championship á Korn Ferry Tour (skammst.: KFT). Baker er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (63 69). Öðru sætinu deila bandaríski kylfingurinn Lanto Griffin og enski kylfingurinn Tom Lewis á samtals 10 undir pari, hvor. Fjórða sætinu deila síðan bandarísku kylfingarnir Joseph Bramlett og Kramer Hickok á samtals 9 undir pari, hvor. Korn Ferry Championship er hluti Korn Ferry Tour Finals en 25 efstu í þeirri mótaröð hljóta kortin sín á sjálfri PGA Tour. Til þess að sjá stöðuna á Korn Ferry Championship SMELLIÐ HÉR:










