Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 19:00

Evróputúrinn: 2 á toppnum í hálfleik BMW

Tveir kylfingar deila forystunni í hálfleik á BMW PGA Championship, þeir Danny Willett og Jon Rahm. Báðir hafa spilað á samtals 11 undir pari, 133 höggum: Rahm (66 67) og Willett (68 65). Tveimur höggum á eftir eru þeir Justin Rose, Henrik Stenson og Christiaan Bezuidenhout frá S-Afríku, sem sagt allir þrír á 9 undir pari, hver. Sjá má stöðuna að öðru leyti á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 2. dags á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar urðu í 5. sæti í Iowa

Arnar Geir Hjartarson, margfaldur klúbbmeistari GSS, og félagar í Missouri Valley tóku þátt í Northwest Iowa National Invite. Mótið fór fram í Willow Creek golfklúbbnum í Le Mars, Iowa, dagana 16.-17. september sl. Þátttakendur voru 56 frá 11 háskólum. Arnar Geir lék á samtals 223 höggum (73 75 75) og varð T-24 í einstaklingskeppninni. Lið Missouri Valley varð í 5. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Northwest Iowa National Invite með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Arnars Geirs & félaga í Missouri Valley er 23. september n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adam Örn Jóhannsson – 20. september 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Adam Örn Jóhannsson. Adam Örn er fæddur 20. september 1980 og er því 39 ára í dag.   Adam Örn Jóhannsson · 39 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marty Schiene, 20. september 1958 (61 árs); Becky Larson, 20. september 1961 (58 ára); Jenny Murdock, 20. september 1971 (48 ára); Chad Collins, 20. september 1978 (41 árs – spilaði á PGA Tour) Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Tom Hoge (34/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 13:00

Dýr á golfvöllum: Villisvín á golfvelli í Texas

Dýr sem maður hittir fyrir á golfvöllum eru oftar en ekki meinlaus. Flestir kylfingar sem spila golfvelli erlendis eru þess meðvitaðir að halda sig fjarri vatni, ám, tjörnum o.s.frv. þar sem t.a.m krókódíla, eðlur eða slöngur er að finna og YOUTUBE er yfirfullt af myndskeiðum af gæsum, sem ráðast á kylfinga, ef þeir nálgast um of hreiður þeirra og vita flestir af hættunni af þeim. Sum dýr eru hættulegri en önnur, sérstaklega villisvín, sem m.a. fyrirfinnast á golfvöllum í S-Afríku. En líka í Texas var villisvín nokkurt, sem á dögunum olli usla á golfvelli. Villisvín eru stórhættuleg, því þau eiga það til að ráðast á menn og dæmi um kylfinga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnar & félagar í 1. sæti 2. skiptið í röð!!!

Gunnar Guðmundsson, GKG og félagar í Bethany Swedes tóku þátt í Evangel Fall Invitational mótinu. Þátttakendur voru alls 34 frá 6 háskólum. Gunnar lék á 11 yfir pari, 155 höggum (75 80) og varð í 12. sæti í einstaklingskeppninni. Gunnar og félagar í Bethany Swedes sigruðu á mótinu og er þetta 2. sigurinn í röð!!! Glæsilegt hjá Gunnari og félögum!!! Sjá má lokastöðuna á Evangel Falls Invitational mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Gunnars og Bethany Swedes er 30. september n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún & félagar í 1. sæti!!!

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake University tóku þátt í Loyola Fall Invitational. Mótið fór fram 16.-17. september sl. í Flossmoor CC, Illinois og voru þátttakendur 53 frá 9 háskólum. Sigurlaug Rún var á 3. besta skori í liði sínu, lék á samtals 238 höggum (78 82 76). Lið Sigurlaugar Rún, Drake University, sigraði í mótinu!!! Stórglæsilegt hjá Sigurlaugu Rún og félögum!!! Til þess að sjá lokastöðuna á Loyola Fall Invitational SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake er 23. september n.k. í Burlington, Iowa.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 08:00

PGA: Hoge leiðir á Sandersons e. 1. dag

Bandaríski kylfingurinn Tom Hoge er í forystu eftir 1. dag á Sanderson Farms Championship eftir 1. dag. Hann kom í hús á 8 undir pari, 64 höggum! Í 2. sæti eru Robert Streb, Cameron Percy og Seamus Power. Sjá má stöðuna að öðru leyti á Sandersons Farms Championship með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á Sandersons Farms Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Wallace efstur á BMW e. 1. dag

Það er enski kylfingurinn Matt Wallace, sem er efstur eftir 1. dag á BMW PGA meistaramótinu. Wallace lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum; glæsihring þar sem hann skilaði skollalausu skorkorti með 1 erni og 5 fuglum!!! Jon Rahm og Henrik Stenson eru skammt undan; báðir búnir að spila á 6 undir pari, 66 höggum og deila 2. sætinu. Mótið fer að venju fram á Wentworth, Englandi. Sjá má stöðuna á BMW PGA meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á BMW PGA meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:  Sjá má högg 1. dags á BMW PGA meistaramótinu (risapútt Ítalans Andrea Pavan með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2019 | 17:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Dagbjartur T-21 e. 3. dag – Haraldur T-2 e. 2. dag

GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Haraldur Franklín Magnús spila báðir á úrtökumótum fyrir Evróputúrinn í gær. Dagbjartur lék 3. hring sinn á Stoke by Nayland úrtökumótinu, í Englandi, á 68 glæsihöggum og er samtals  búinn að spila á 1 undir pari, 212 höggum (75 69 68) eftir 3. dag. Á 3. hring sínum fékk Dagbjartur 4 fugla og 1 skolla; lék því á 3 undir pari . Við þetta færðist hann enn upp skortöfluna og er nú T-21 þ.e. deilir 21. sætinu með 3 öðrum kylfingum. Þátttakendur eru 93 í mótinu og 20% eða um 18 fari upp á 2. stig úrtökumótsins. Nú er bara að vona að Dagbjartur spili áfram svona Lesa meira