Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2019 | 23:59

PGA: Muñoz efstur á Sandersons e. 3. dag

Það er kylfingurinn Sebastían Muñoz, sem er efstur á Sandersons Farms Championship, móti vikunnar á PGA Tour. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Muñoz með því að SMELLA HÉR:   Muñoz er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (70 67 63). Í 2. sæti er síðan Carlos Ortiz aðeins 1 höggi á eftir. Þeir Muñoz eru skólabræður úr háskóla og verða saman í lokahollinu sunnudaginn! Sjá má stöðuna á Sanderson Farms Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á Sanderson Farms Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2019 | 22:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Haraldur í 4. sæti!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, varð í dag í 4. sæti á 1. stigs úrtökumótinu fyrir Evróputúrinn, í Erbreichsdorf í Austurríki. Þátttakendur í mótinu voru 100 og 20 efstu sem komust áfram á 2. stigið og Haraldur Franklín þar á meðal!!! Hann lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (68 66 67 72). Stórglæsilegt hjá Haraldi Franklín!!! Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu í Erbreichsdorf í Austurríki, með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2019 | 21:00

LET: Valdísi á 70 á 3. degi Opna franska

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, keppir á Lacoste Ladies Open de France  s.s. flestir vita. Mótið fer fram dagana 19.-22. september 2019 á Chateaux golfvellinum á Médoc golfsvæðinu í Frakklandi og lýkur á morgun Valdís Þóra er búin að spila á samtals 2 yfir pari, 215 höggum  (79 66 70). Efst er sem fyrr bandaríska Solheim Cup stjarnan Nelly Korda á samtals  11 undir pari en hin franska Joanna Klatten hefir minnkað bilið mjög og sækir að Nelly; er á samtals 10 undir pari fyrir lokahringinn. Sjá má stöðuna á Lacoste Ladies Open de France með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2019 | 21:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (38)

Hér koma tveir á ensku: Nr. 1 At New Zealand’s Rotorua Golf Club, the course includes such natural hazards as bubbling mud pools, quicksand and steaming geysers. That’s not to mention that the water hazards are hot and fast-flowing. A visiting American tourist and golfer on the 12th hole came across a quicksand bog. Extending from it was a hand gesticulating wildly. “Oh my,” said the golfer. “He must need a different club.”   Nr. 2 A couple of old guys were golfing when one said he was going to Dr. Taylor for a new set of dentures in the morning. His friend remarked that he had gone to the Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hannes Jóhannsson – 21. september 2019

Það er Hannes Jóhannsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hannes er fæddur 21. september 1979 og á því 40 ára STÓRAFMÆLI í dag. Hannes er í Golfklúbbi Sandgerðis (GSG). Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hannes Jóhannsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Albína Unndórsdóttir, 21. september 1947 (72 ára); Sólveig Leifsdóttir, 21. september 1951 (68 ára); Siglfirðingur Siglufirði, 21. september 1958 (61 ára); Hulda Björg Birgisdóttir, 21. september 1960 (59 ára); Lia Biehl, (spilaði á LPGA) 21. september 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Svana Jónsdóttir 21. september 1976 (43 ára); ….. og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Nelson Ledesma (14/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2019 | 10:00

Sörenstam/Park sigruðu í fjórmenningi

Liðstvenndin Annika Sörenstam og Park Sung-hyun sigruðu í fjórmenningi í golfsýningarleik sem fyrrum LPGA kylfingar tóku þátt í Kóreu; bæði golfgoðsagnir og einhverjir bestu kylfingar heims. Sörenstam/Park tvenndin var á 2 yfir, 74 höggum í Seolhaeone·Cell Return Legends Match golfleiknum fyrr í dag, laugardag, 21. september 2019 á  Salmon og Seaview golfvellinum í Seolhaeone golfstaðnum í Yangyang, sem er um 215 kilómetra í austur af Seoul í Gangwon héraði. Íslandsvinurinn Sörenstam, sem er 72-faldur sigurvegari á LPGA var hluti af „LPGA golfgoðsagna“ liðinu, en með henni í liði samfrægðarhallarkylfingar hennar: Se-Ri-Pak frá S-Kóreu,  Lorena Ochoa frá Mexikó og fv. fyrirliði Solheim Cup Juli Inkster. Park, sem er nr. 2 í heimi frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 23:59

LET: Viðsnúningur Valdísar

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, sneri aldeilis hlutunum sér í hag á 2. hring Opna franska. Eftir að hafa spilað 1. hringinn á 79 höggum og verið í einu af neðstu sætunum, sneri hún hlutunum sér í vil með ótrúlega glæsilegum hring upp á 66 högg!!! Þarna er 13 högga sveifla hjá Valdísi Þóru milli hringja. Það sem meira er, er að 2. hringurinn hjá Valdísi Þóru var 2. besta skorið 2. daginn; aðeins forystukonan Nelly Korda var á betra skori eða 7 undir pari, 64 höggum. Nelly Korda, sem ný hefir lokið leik á Solheim Cup á besta skori í bandaríska liðinu, er í forystu á Opna breska Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 23:30

PGA: An efstur á Sandersons e. 2. dag

Byeong Hun An frá S-Kóreu er efstur í hálfleik á Sandersons Farms Championship, móti vikunnar á PGA Tour. An er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66). Í 2. sæti eru 3 nýliðar: Scottie Scheffler, Tom Hoge, sem var í forystu eftir 1. dag og JT Poston og reynsluboltinn George McNeill, allir 2 höggum á eftir An, þ.e. á 10 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á Sandersons Farms Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Sandersons Farms Championship SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 20:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Dagbjartur úr leik – Haraldur T-2!!!

GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Dagbjartur Sigurbrandsson tóku þátt á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evróputúrinn. Dagbjartur hefir lokið leik, lauk keppni í 37. sæti og er því miður úr leik. Hann lék á samtals 4 yfir pari (75 69 68 75). Sjá má úrslitin í Stoke by Nayland úrtökumótinu í Englandi, sem Dagbjartur keppti á með því að SMELLA HÉR: Haraldur Franklín Magnús er á hinn bóginn í kjörstöðu að komast áfram. Hann hefir spilað gífurlega vel fyrstu 3 hringina; er á samtals 15 undir pari, 201 höggi (68 66 67) – alla hringina á undir 70!!! Haraldur Franklín er í 2. sæti, sem hann deilir með Svíanum Jonathan Agren (T-2). Lesa meira