Afmæliskylfingur dagsins: Lilja G. Gunnarsdóttir – 23. september 2019
Lilja er fædd 23. september 1967 og á því 52 ára afmæli í dag. Lilja er kylfingur og margt stórkylfinga í kringum hana. Innilega til hamingju með afmælið, Lilja! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rodney Pampling, 23. september 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!) og Stacy Prammanasudh,(W-7 módel) 23. september 1979 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Inga María Björgvinsdóttir, 23. september 1997 (22 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Nýju strákarnir á PGA 2020: Zac Blair (16/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira
PGA: Muñoz sigraði á Sanderson
Það var Sebastian Muñoz, sem stóð uppi á Sanderson Farms Championship, móti sl. viku á PGA Tour. Þetta var fyrsti sigur Muñoz á PGA Tour. Muñoz og Sunjae Im frá S-Kóreu voru jafnir á 18 undir pari, 270 höggum; Muñoz (70 67 63 70) og Im (68 69 67 66 ). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var 18. brautin spiluð aftur. Þar sigraði Muñoz með pari. Sjá má lokastöðuna á Sanderson Farms Championship með því að SMELLA HÉR:
Hvað var í sigurpoka Willett?
Danny Willett var með eftirfarandi kylfur og annan golfútbúnað í poka sínum þegar hann sigraði á BMW PGA Championship: Dræver: Callaway Rogue 9° með Mitsubishi Diamana W 60X skafti. 3-tré: Callaway Rogue 15° með Mitsubishi Diamana W 70X skafti. Blendingur: Callaway X Forged UT 18° og 24° meðProject X Even Flow Blue sköftum. Járn (5-9): Callaway X Forged með True Temper Dynamic Gold X100 Superlite sköftum. PW: Callaway Mack Daddy Forged með True Temper Dynamic Gold skafti. Fleygjárn: Callaway Mack Daddy 4 50°, 56° og 60°með True Temper Dynamic Gold sköftum. Pútter: Odyssey Stroke Lab Tuttle. Bolti: Callaway Chrome Soft X Golfskór: G/FORE Hanski: Callaway.
Nýju strákarnir á PGA 2020: Bo Hoag (15/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira
Evróputúrinn: Fisher m/albatross og vann sér inn BMW!
Ekki hefir borið mikið á enska kyfingnum Ross Fisher upp á síðkastið. Hann tók þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum; BMW PGA Championship. Og viti menn Fisher fékk albatross á par-5 18. braut Wentworth í gær, laugardaginn 21. september 2019. Hann notaði 4-járn í höggið góða . „Þetta er besta golfhögg sem ég hef nokkru sinni hitt,“ sagði Fisher eftir hringinn. „Það voru 200 yardar að framlínu og 225 að pinna. Þetta var bara fullkomið 4-járns högg.“ Líklega hefir Fisher fundist höggið „fullkomið“ vegna þess að boltinn fór í holu og fyrir vikið vann hann sér inn BMW i8 Rosso Corsa, sem var $165,000 virði. Sjá má albatross Ross Fisher með Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Fylgist m/Hlyn & félögum HÉR
Hlynur Bergsson, GKG og félagar í North Texas University hófu í dag keppni á Trinity Forest Invitational mótinu. Mótið fer fram dagana 22-24. september 2019. Mótsstaður er Trinity Forest golfklúbburinn í Dallas Texas. Þátttakendur er 90 frá 17 háskólum. Fylgjast má með Hlyn eða Lenny eins og hann kallar sig og félögum með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Willett sigurvegari BMW!!!
Það var Masters-sigurvegarinn 2016, Danny Willett, sem sigraði á BMW PGA Championship á Wentworth í þessu. Þetta var langþráður sigur hjá Willett, en honum aðeins tekist að landa 1 sigri frá því á Masters. Sigurskor Willett á BMW PGA Championship var 20 undir pari, 268 högg (68 65 68 67). Sigur Willett var nokkuð öruggur því hann átti heil 3 högg á þann sem varð í 2. sæti Jon Rahm. Sjá má lokastöðuna á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahringsins á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Halldóra Helgadóttir – 22. september 2019
Það er Halldóra Helgadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Halldóra er fædd 22. september 1949 og á því 70 ára merkisafmæli í dag!!! Halldóra Helgadóttir 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Bland, frá S-Afríku, 22. september 1945 (73 ára); Jerry Anderson 22. september 1955 (64 ára); Philip Arnold Blackmar, 22. september 1957 (62 ára); Greg Bruckner, 22. september 1959 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Michele Berteotti, 22. september 1963 (56 ára); Ingólfur Theodor Bachmann, 22. september 1975 (44 ára); Mikaela Parmlid (W-7 módel), 22. september 1980 (39 ára); Joaquin Estevez, (frá Argentínu), 22. september 1984 (35 ára); Áslaug Jónsdóttir, 22. Lesa meira
LET: Valdís lauk keppni T-19 á Opna franska – Nelly Korda sigraði!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lauk keppni á Opna franska jöfn 3 öðrum kylfingum í 19. sæti (T-19). Hún lék á samtals 2 yfir pari, 286 höggum (79 66 70 71). Ótrúlega glæsilegur árangur þetta eftir ógæfulega byrjun í mótinu og ómögulegt að segja hvar Valdís Þóra hefði endað hefði hún bara átt eðlilegan 1. hring. Bandaríski kylfingurinn Nelly Korda sigraði í mótinu, enda hæst rankaði kylfingurinn á mótinu; nr. 10 á heimslistanum; Valdís Þóra er sem stendur nr. 579 og á eflaust eftir að hækka eftir helgi! Stórglæsilegur árangur og flott hjá Valdísi Þóru!!! Sjá má lokastöðuna á Opna franska með því að SMELLA HÉR:










