Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 10:10

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín T-1 e. 1. dag í Massachusetts

Helga Kristín Einarsdóttir og félagar í Albany háskólanum eru við keppni á Boston College Intercollegiate. Mótið fer fram dagana 23. -24. september í Blue Hill CC í Canton, Massachusetts og lýkur í dag. Þátttakendur eru 80 frá 14 háskólum. Helga Kristín er búin að spila á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (74 72) og er T-1 þ.e. deilir 1. sætinu ásamt Laiu Barro úr St. Johns háskólanum. Frábær árangur þetta!!! Lið Helgu Kristínar, Albany, er í 3. sæti í liðakeppninni. Fylgjast má með Helgu Kristínu og félögum í Albany með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar í 2. sæti e. fyrri dag í Kansas

Margfaldur klúbbmeistari GSS, Arnar Geir Hjartarson og félagar í Missouri Valley taka þátt í Mid South Classic mótinu, sem fram á Sand Creek Station golfvellinum, í Newton, Kansas, dagana 23.-24. september. Þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum. Eftir fyrri keppnisdag er lið Arnars Geirs, Missouri Valley í 2. sæti í liðakeppninni – Vel af sér vikið!!! Arnar Geir er T-26 í einstaklingskeppninni; búinn að spila fyrstu tvo hringina á 7 yfir pari, 151 höggi (74 77). Sjá má stöðuna á Mid South Classic með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Lið Missouri Valley, Arnar Geir lengst t.v.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 09:45

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn á 3. besta skori Southern Illinois

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Southern Illinois University taka þátt í Graeme McDowell Invitational. Mótið fer fram dagana 23.-24. september og lýkur því í dag. Mótsstaður er Greystone Golf & Country Club í Birmingham, Alabama. Þátttakendur eru 100 frá 19 háskólum. Birgir Björn er á 3. besta skori Southern Ilinois eftir fyrri keppnisdag – er búinn að spila á samtals 157 höggum (75 82) og er T-41 í einstaklingskeppninni. Vikar Jónasson, sem einnig keppir fyrir Southern Illinois er ekki með í þessari viku. Lið Birgis Björns, Southern Illinois er í 18. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á Graeme McDowell Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Viktor Ingi & félagar í 10. sæti e. 1. dag í Ohio

Viktor Ingi Einarsson, GR, er nýbyrjaður í Missouri University (MIZZOU). Hann ásamt félögum sínum í MIZZOU tekur þátt í Inverness Intercollegiate. Mótið fer fram dagana 23.-24. september 2019 og lýkur því á morgun. Mótsstaður er Inverness golfklúbburinn í Toledo, Ohio. Þátttakendur eru 90 frá 15 háskólum. Eftir fyrri keppnisdag er Viktor Ingi búinn að spila á samtals 151 höggi (75 76) og er T-41 og á 3. besta skori í liði sínu. MU Tigers, lið Viktors Inga er í 10. sæti í liðakeppninni eftir fyrri keppnisdag. Sjá má stöðuna á Inverness Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga best og Andrea næstbest í liði Colorado State!

Saga Traustadóttir GR og Andrea Bergsdóttir GKG taka þátt í Col Wollenberg’s Ram Classic, með liði sínu Colorado State University. Mótið fer fram í Ptarmigan Country Club í Fort Collins, Colorado dagana 23.-24. september og lýkur í dag. Þátttakendur eru 75 frá 13 háskólum. Eftir 1. dag er Saga á besta skori Colorado State T-12 í einstaklingskeppninni eftir að hafa spilað á samtals 148 höggum (75 73). Andrea er á næstbesta skori Colorado State þ.e. er T-18 í einstaklingskeppninni en hún lék á samtals 150 höggum (76 74). Lið Colorado State er í 2. sæti í liðakeppninni – Glæsileg frammistaða!!! Sjá má stöðuna á Col Wollenberg’s Ram Classic með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel í 2. sæti e. 1. dag Carroll College Inv.!!!

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og félagar í Rocky Mountain College eru í 1. sæti á Carroll College Invite. Mótið fer fram í Green Meadow Country Club, Helena, Montana, dagana 23.-24. september 2019. Þátttakendur eru 37 frá 6 háskólum. Fyrri daginn voru spilaðir tveir hringir. Daníel Ingi er samtals á 1 undir pari, 141 höggi (67 74) og í 2. sæti í mótinu. Rocky Mountain, lið Daníels Inga er í efsta sæti fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag. Sjá á stöðuna á Carroll College Invite með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2019 | 22:00

Charlie Woods gerði grín að púttum JT!

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það sagði Justin Thomas a.m.k. þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af golfvellinum í þætti Chris Solomon í Bandaríkjunum „No Laying Up.“ Hann dró upp mynd af því þegar hann var í klúbbhúsi Augusta National golfklúbbsins sl. vor, þegar Tiger var á leið með að innsigla 5. græna jakkann sinn. Justin Thomas (JT), sem lauk keppni T-12 fór inn til þess að fylgjast með lokum mótsins og kom þar að teymi Tigers. JTsagði eftirfarandi: „Erica, börnin, mamma (Tiger), Rob (McNamara) þau sátu öll í einu horni klúbbhússins og voru að fylgjast með Tiger á lokaholunum (þ.e. 15. 16. 17. og 18. holu) og ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2019 | 21:00

Hvað var í sigurpoka Muñoz?

Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður voru í sigurpoka Sebastian Muñoz á Sanderson Farms Championship: Dræver: Ping G400 LST (8.5 @9°) Skaft: Project X HZRDUS Yellow 6.5 3-tré: Callaway Epic Flash (15°) Skaft: Project X HZRDUS Yellow Járn: Ping i200 (3), Ping i210 (4-PW) Sköft: Graphite Design Tour AD-DI Hybrid 85X (3), True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 (4-PW) Fleygjárn: Ping Glide 2.0 Stealth (50°), Titleist Vokey Design SM7 sand (56° og 60°) Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400. Pútter: Ping Sigma 2 Valor. Bolti: Titleist Pro V1. Grip: Golf Pride Z Grip Cord.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2019 | 20:00

Rolex-heimslistinn: Valdís efst ísl. kvenkylfinga!

Við frábæran T-19 árangur á Opna franska, móti sl. viku á Evrópumótaröð kvenna (ens.: LET þ.e. Ladies European Tour) fór Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, upp um 54 sæti var í 579. sætinu en er nú í 525. sæti. Valdís Þóra er nú efst íslenskra kvenkylfinga á Rolex-heimslista kvenna sbr. eftirfarandi: 525 54 ISL VALDIS THORA JONSDOTTIR 0.12 4.31 33 ☆ 704 -9 ISL OLAFIA KRISTINSDOTTIR 0.06 2.58 45 ☆ 845 -6 ISL GUDRUN BJORGVINSDOTTIR 0.03 1.06 26 ☆ Valdís Þóra er samt þó nokkuð frá besta árangri sínum á heimslistanum, en hún hefir hæst náð því að vera í 313. sæti. Næsta mót Valdísar Þóru er Estrella Damm Mediterranean LET-mótið, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2019 | 18:00

Olesen fyrir dómi

Aðeins 15 mílur frá Wentworth golfklúbbnum, þar sem BMW PGA Championship, mót sl. viku á Evróputúrnum fór fram var einn af bestu kylfingum mótaraðarinnar mættur fyrir rétti. Thorbjörn Olesen mætti í Isleworth Crown Court sl. miðvikudag vegna ákæru um kynferðislega áreitni og fyrir að hafa verið drukkinn um borð í flugvél. Þar var ákveðið að aðalmeðferð í máli hans verði 13. desember n.k. Hinn 29 ára Dani (Olesen) var um borð í flugi frá Memphis til London eftir að hafa tekið þátt í WGC FedEx St. Jude Invitational, þar sem hann lauk keppni T-27. Meðal þess sem hann gerði af sér um borð í flugvélinni var að lenda í orðaskaki Lesa meira