Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Viktor Ingi lauk keppni á 2.besta skori Missouri

Viktor Ingi Einarsson, GR og félagar í Missouri University (MIZZOU) tóku þátt í Inverness Intercollegiate, sem fór fram í Toledo, Ohio, dagana 23.-24. september 2019. Þátttakendur voru 90 frá 15 háskólum. Viktor Ingi var á næstbesta skori MIZZOU, lék á samtals 9 yfir pari, 222 höggum (75 76 71) og lauk keppni T-35 í einstaklingskeppninni. MU Tigers, lið Viktors Inga lauk keppni T-10í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Inverness Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Viktors Inga og MIZZOU er XX. september n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel sigraði!!!

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV tók þátt í Carroll College Invite ásamt félögum sínum í Rocy Mountain College. Mótið fór fram í Green Meadow Country Club, Helena, Montana, dagana 23.-24. september 2019 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 37 frá 6 háskólum. Daníel lék á samtals á 1 undir pari, 212 höggum (67 74 71) – á lokahringnum fékk Daníel Ingi 1 örn, 1 fugl og 3 skolla og gerði sér lítið fyrir og sigraði!!! Stórglæsilegt og það í einu af fyrstu mótum Eyjapeyjans í bandaríska háskólagolfinu. Rocky Mountain, lið Daníels Inga sigraði í liðkeppninni og skipti þáttur Daníels þar öllu!!! Sjá má lokastöðuna á Carroll College Invite með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 17:00

NGL: Haraldur T-5 og Axel á 74 e. 1. dag í Svíþjóð

Haraldur Franklín Magnús, GR og Axel Bóasson, GK taka þátt í Lindbytvätten Masters, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni. Haraldur lék 1. hring á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum; fékk 6 fugla, 11 pör og 1 skolla. Hann er T-5 þ.e. jafn 4 öðrum kylfingum í 5. sæti mótsins. Glæsileg byrjun það!!! Axel kom í hús á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-74. Í efsta sæti eftir 1. dag er heimamaðurinn Robin Petterson á 7 undir pari, 65 höggum. Sjá má stöðuna á Lindbytvätten Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 16:45

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar luku keppni í 16. sæti

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Southern Illinois University, (SIUSaloukis) tóku þátt í Graeme McDowell Invitational, sem fór fram í Greystone Golf & Country Club í Birmingham, Alabama, dagana  23.-24. september og lauk því í gær. Þátttakendur voru 100 frá 19 háskólum. Birgir Björn lauk keppni á samtals 20 yfir pari, 236 höggum (75 82 79) og varð T-85 í einstaklingskeppninni. Vikar Jónasson, sem einnig keppir fyrir Southern Illinois var ekki með í þessari viku. Lið Birgis Björns, Southern Illinois er í hafnaði í 16. sæti liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Graeme McDowell Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót karlagolfliðs SIUSalukis er mánudaginn, 30. september nk.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Douglas & Zeta-Jones,Van der Walt og Jón Halldór Guðmundsson – 25. september 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru leikarahjónin og áhugakylfingarnir Michael Douglas og Catherine Zeta Jones, sem eiga sama afmælisdag, 25. september; Michael er fæddur 1944 og á 75 ára stórafmæli og Catherine er fædd 1969 og er 50 ára, í dag. Michael Douglas hóar árlega saman stjörnuliði kylfinga og rennur ágóðinn af golfmóti hans til góðgerðarmála. Catherine hóf að spila golf eftir að hún giftist Michael. Þau hjón hafa skv. allskyns slúðurblöðum átt ansi erfitt, sem m.a. reiknast á maníu-depressívu Catherine. Þau eiga tvö börn Carys og Dylan. Sagt er að þau haldi í hjúskap sinn eftir fremur erfiða tíma. Annar afmæliskylfingur dagsins er Tjaart Van der Walt, frá Suður-Afríku, sem fæddur er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Henrik Norlander (17/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea lauk keppni T-4 – Saga T-22 í Colorado

Andrea Bergsdóttir GKG og Saga Traustadóttir GR og tóku þátt í Col Wollenberg’s Ram Classic, með liði sínu Colorado State University. Mótið fór fram í Ptarmigan Country Club í Fort Collins, Colorado dagana 23.-24. september og lauk í gær. Þátttakendur voru 75 frá 13 háskólum. Andrea náði þeim glæsilega árangri að verða T-4 í einstaklingskeppninni í mótinu. Hún lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (76 74 70). Saga var á næstabesta skori Colorado State; varð T-22 í einstaklingskeppninni eftir að hafa spilað á samtals 11 yfir pari, 227höggum (75 73 79). Lið Colorado State varð í 2. sæti í liðakeppninni – Glæsileg frammistaða!!! Sjá má lokastöðuna á mótinu með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 11:54

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur lauk keppni í Texas

Núna um helgina voru um 10 íslenskir kylfingar við keppni í bandaríska háskólagolfinu. Einn þeirra er Hlynur Bergsson úr GKG, sem kallar sig Lenny í Bandaríkjunum og því er hægt að sjá stöðu hans með því að svipast um eftir Lenny Bergsson Hlynur og félagar hans í University of North Texas tóku þátt í Trinity Forest Invitational mótinu, sem fór fram í Trinity Forest golfklúbbnum, í Dallas, Texas, dagana 22.-24. september og lauk því í gær. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum og vermdi Hlynur heiðurssætið þ.e. það síðasta og er það óvenjulegt því Hlyn hefir gengið vel í bandaríska háskólagolfinu. Sjá má lokastöðuna á Trinity Forest Invitational SMELLA HÉR: Næsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 07:00

Golf 1 átta ára í dag!

Golf 1 er átta ára í dag, þ.e. 8 ár eru frá því að fyrsta fréttin birtist á Golf 1 golffréttavefnum. Það var frétt í greinaflokknum „Frægir kylfingar“ og um John F. Kennedy 35. forseta Bandaríkjanna, sem enn í dag þykir fremstur í golfi af þeim sem setið hafa í forsetastóli í Bandaríkjunum.. Sjá fyrstu grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Frá því fyrir átta árum síðan hafa u.þ.b. 22.000 greinar birtst á Golf1, þar af m.a. greinar á ensku og þýsku. Golf 1 er því eini golffréttavefurinn í heiminum sem skrifar golffréttir á íslensku, ensku og þýsku. Golf 1 mun áfram flytja fréttir af 2. vinsælustu íþróttagrein Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 10:20

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún T-17 e. 1. dag á sterku móti í Iowa

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake University taka þátt í MVC Preview mótinu. Mótið fer fram dagana 23.-24. september 2019 á Spirit Hollow golfvellinum, í Iowa. Þátttakendur eru 96 frá 15 háskólum. Eftir 1. keppnisdag er Sigurlaug Rún T-17 í einstaklingskeppninni; búin að spila á samtals 14 yfir pari, 158 höggum (81 77). Lið Sigurlaugar Rún, Drake, er í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðunaá MVC Preview með því að SMELLA HÉR: