LET: Valdís T-11 e. 1. dag Estrella Damm mótsins
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hóf keppni á Estrella Damm Mediterranean Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópu- mótaröð kvenna (LET: Ladies European Tour). Mótið fer fram dagana 26.-29. september 2019 í Golf Club de Terramar á Spáni. Valdís lék 1. hring á sléttu pari, 71 höggi og er sem stendur T-11. Þrjár deila forystunni eftir 1. dag, en þær léku allar á 3 undir pari, 68 höggum: Stefania Avanzo frá Ítalíu; Laura Fuenfstueck frá Þýskalandi og hin bandaríska Beth Allen. Til þess að sjá stöðuna á Estrella Damm SMELLIÐ HÉR:
LET Access: Guðrún Brá og Berglind T-43 e. 1. dag
Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK taka þátt á móti vikunnar á LET Access, Rügenwalder Mühle Ladies Open 2019. Mótið fer fram í Golf Club am Meer í Bad Zwischenahn, Þýskalandi og eru þátttakendur 71. Þær voru ansi samtaka því báðar komu í hús á 2 yfir pari, 74 höggum á 1. degi mótsins og eru T-43. Berglind fékk 3 fugla og 5 skolla, en Guðrún Brá 2 fugla, 2 skolla og 1 tvöfaldan skolla á 1. hring. Báðar er fyrir ofan niðurskurðarlínuna, sem miðast, sem stendur, við 3 yfir pari eða betra. Sjá má stöðuna á Rügenwalder Mühle Ladies Open 2019 með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Walters leiðir e. 1. dag Alfred Dunhill
Það er suður-afríski kylfingurinn Justin Walters, sem valsaði í forystu eftir 1. dag Alfred Dunhill Links Championship, mót vikunnar á Evróputúrnum. Hann spilaði 1. hring á St. Andrews Links, vöggu golfíþróttarinnar, á 9 undir pari, 63 glæsihöggum. Í 2. sæti eftir 1. dag eru 4 kylfingar sem allir léku á 8 undir pari, 64 höggum: Adrian Otagui frá Spáni, sem var sá eini af fjórmenningunum sem ekki spilaði St. Andrews Links, en hann var á Carnoustie. Hinir þrír eru Frakkinn Victor Perez, Englendingurinn Jordan Smith og Ástralinn Ryan Fox. Sjá má stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag á Alfred Dunhill Links Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má Lesa meira
NGL: Haraldur T-2 e. 2. dag í Svíþjóð
Haraldur Franklín Magnús, GR, náði þeim glæsilega árangri í dag að vera T-2 í hálflek á Lindbytvätten Masters, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni. Hann er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65). Í efsta sæti eftir 1. dag er heimamaðurinn Robin Petterson, aðeins 1 höggi á undan Haraldi Franklín, þ.e. á samtals 13 undir pari, 131 höggi (65 66). Axel Bóasson, GK, tók einnig þátt í mótinu, en náði ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Sjá má stöðuna á Lindbytvätten Masters með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Tryggvi Valtýr Traustason – 26. september 2019
Afmæliskylfingur dagsins er klúbbmeistari GÖ 2018 Tryggvi Valtýr Traustason. Tryggvi Valtýr er fæddur 26. september 1962 og á því 57 ára afmæli í dag!!! Tryggvi Valtýr er jafnframt liðsmaður í Öldungalandsliðs karla. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Tryggvi Valtýr Traustason – 57 ára- Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Neil Coles, 26. september 1934 (85 ára); Adam Hunter, f. 26. september 1963 – d. 14. október 2011 úr hvítblæði; Spanish Golf Options · 55 ára; Robin Hood, 26. september 1964 (55 ára); Cowboys Issolive (51 árs); Fredrik Jacobson, 26. Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Kristoffer Ventura (18/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira
Evróputúrinn: Alfred Dunhill mótið – FYLGIST MEÐ HÉR
Í dag hefst Alfred Dunhill Links mótið á Evróputúrnum. Að venju er spilað á einhverjum glæsilegustu og sögufrægustu völlum heims: sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews, en einnig Carnoustie og Kingsbarns linksurunum. Mótið stendur 26.-29. september 2019. Þátt taka nokkrir af bestu kylfingum Evrópu, m.a. Jon Rahm og Tommy Fleetwood, sem báðir voru í síðasta Ryder liði Evrópu, auk t.a.m. stórkylfinga á borð við Justin Rose, Luke Donald, Lee Westwood og Martin Kaymer. Fylgjast má með stöðunni á Alfred Dunhill Links með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Luke Donald á teig í Alfred Dunhill Links – hann snýr aftur heill heilsu eftir nokkra fjarveru.
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og félagar luku keppni T-2 í Iowa
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake University tóku þátt í MVC Preview mótinu, sem fór fram á Spirit Hollow golfvellinum, í Iowa, dagana 23.-24. september 2019. Þátttakendur voru 96 frá 15 háskólum. Sigurlaug Rún lauk keppni T-7 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 18 yfir pari, 234 höggum (81 77 76) og varð leikur hennar sífellt betri eins og sjá má! Glæsilegur topp-10 árangur hjá Sigurlaugu Rún!!! Lið Sigurlaugar Rún, Drake, lauk keppni í T-2 í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á MVC Preview með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake er 7. október 2019.
Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar luku keppni í 4. sæti í Kansas
Margfaldur klúbbmeistari GSS, Arnar Geir Hjartarson og félagar í Missouri Valley tóku þátt í Mid South Classic mótinu, sem fór fram á Sand Creek Station golfvellinum, í Newton, Kansas, dagana 23.-24. september. Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólum. Arnar Geir lauk keppni T-26 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggi (74 77 75). Lið Arnars Geirs, Missouri Valley varð í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Mid South Classic með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Arnars Geirs og félaga er 7. október nk. Í aðalmyndaglugga: Arnar Geir Hjartarson, GSS og Missouri Valley.
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín lauk keppni T-3 í Massachusetts
Helga Kristín Einarsdóttir og félagar í Albany háskólanum tóku þátt í Boston College Intercollegiate mótinu, sem fór fram dagana 23. -24. september í Blue Hill CC í Canton, Massachusetts, 23.-24. september sl. Þátttakendur voru 80 frá 14 háskólum. Helga Kristín lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (74 72 76) og varð T-3 í einstaklingskeppninni, sem er glæsilegur árangur! Lið Helgu Kristínar, Albany, lauk keppni í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Boston College Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er Princeton Invitational 28. september nk.










