Golfgrín á laugardegi 2019 (39)
Kylfingur á golfvelli finnur flösku og tekur hana upp og viti menn það stígur andi upp úr flöskunni. Andinn er glaður að hafa verið leystur úr prísundinni og veitir kylfingnum 3 óskir. „Það eini við óskirnar þínar,“ sagði andinn „er að hvers sem þú óskar, hlýtur eiginkonan 10-falt.“ „Allt í lagi“ sagði kylfingurinn. „Ég vil verða besti kylfingur í heimi.“ Á einni augnsvipan finnur kylfingurinn fyrir breytingunum á sér – allt annað grip og krafturinn í höggum hans og öll pútt detta. „Þú getur nú sigrað hvaða kylfing í heimi sem er,“ sagði andinn „nema konu þína; hún mun rústa þér í öllum leikjum ykkar.“ Kylfingurinn er svolítið niðurdreginn yfir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagins: Perla Sól Sigurbrandsdóttir – 28. september 2019
Það er Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Perla Sól er fædd 28. september 2006 og á því 13 ára afmæli í dag. Hún er m.a. Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri telpna á Íslandsbankamótaröðinni 2018 og spilaði þá á „Mótaröð þeirra bestu) (þá Eimskipsmótaröðinni, út í Eyjum, þar sem hún var yngsti keppandinn eða 11 ára. Perla Sól sagði í viðtali það ár, að það hafi verið bróðir hennar, Dagbjartur, sem hafi dregið sig í golfið. Nú í ár, 2019, aðeins 12 ára varð Perla Sól Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í stelpuflokki og sigraði í öllum mótum Íslandsbankamótaraðarinnar. Jafnframt varð hún T-17 í Íslandsmótinu í höggleik Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Mark Hubbard (20/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira
PGA: DeChambeau leiðir í hálfleik á Safeway Open
Það er Bryson DeChambeau sem er efstur í hálfleik á móti vikunnar á PGA Tour, Safeway Open. DeChambeau er búinn að spila á samtals 12 undir pari (68 64). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er kandíski kylfingurinn Nick Watney. Sjá má stöðuna á Safeway Classic með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Safeway Classic með því að SMELLA HÉR:
LET: Valdís T-36 e. 3. dag á Spáni
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Estrella Damm Mediterranean Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópu- mótaröð kvenna (LET: Ladies European Tour). Mótið fer fram dagana 26.-29. september 2019 í Golf Club de Terramar á Spáni. Valdís er búin að spila á samtals 6 yfir pari (71 75 73) og er T-36 þ.e. deilir 36. sæti með 4 öðrum kylfingum. Efst í mótinu fyrir lokahringinn er þýski kylfingurinn Laura Fuenfstueck á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Estrella Damm SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Karl Vídalín Grétarsson – 27. september 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Karl Vídalín Grétarsson. Karl Grétar er fæddur 27. september 1961 og á því 58 ára afmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Karl með því að SMELLA HÉR Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Karl Vídalín Grétarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kathy Whitworth, 27. september 1939 (80 ára MERKISAFMÆLI!!!); Ómar Sigurðsson, 27. september 1948 (71 árs); Armando Saavedra, 27. september 1954 (65 ára); Rachel L. Bailey, 27. september 1980 (39 ára – spilar á ALPG); Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Ryan Brehm (19/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna hefur leik á Lady Paladine
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, og félagar í Coastal Carolina taka þátt í Lady Paladine mótinu. Mótið fer fram 27.-29. september 2019 á velli Furman háskólans í S-Karólínu, sem er gamli háskóli Ingunnar Gunnarsdóttur í GKG og mótið henni að góðu kunnugt. Þátttakendur í mótinu að þessu sinni eru 90 frá 16 háskólum. Heiðrún Anna fer út kl. 10:57 að staðartíma (sem er kl. 14:57 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Fylgjast má með Heiðrúnu Önnu & félögum á Lady Paladine með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur hefur leik í Kentucky í dag
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) hefja leik í dag á Betty Lou Evans Invitational mótinu. Ragnhildur á rástíma kl. 9:15 að staðartíma (sem er kl. 13:15 að íslenskum tíma) Mótsstaður er Big Blue golfvöllurinn í University Club of Kentucky, í Lexington, Kentucky. Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum. Fylgjast má með gengi Ragnhildar og sjá stöðuna á Betty Lou Evans Invitational með því að SMELLA HÉR:
PGA: Scott og Landry efstir e. 1. dag Safeway Open
Það eru þeir Adam Scott og Andrew Landry sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á PGA Tour: Safeway Open. Báðir luku þeir 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Mótsstaður Safeway Open er Silverado Spa, í Napa, Kaliforníu. Sjá má stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag Safeway Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Safeway Open með því að SMELLA HÉR:










