Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna & félagar urðu í 9. sæti í S-Karólínu

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, og félagar í Coastal Carolina tóku þátt í Lady Paladine mótinu. Mótið fór fram 27.-29. september 2019 á velli Furman háskólans í S-Karólínu og lauk því í dag. Þátttakendur í mótinu að voru 90 frá 16 háskólum. Heiðrún Anna lék á samtals 242 höggum (80 84 78). Coastal Carolina varð í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Lady Paladine mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Heiðrúnar Önnu og Coastal Carolina er 4. október nk.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 17:30

Evróputúrinn: Perez sigraði á Alfred Dunhill!

Það var franski kylfingurinn Victor Perez, sem stóð uppi sem sigurvegari á Alfred Dunhill Links Championship. Sigurskorið var 22 undir pari, 266 högg (64 68 64 70). Fyrir sigurinn hlaut Perez € 732,265 (tæpar 99 milljónir íslenskra króna. Þetta er 1. sigur Perez á Evróputúrnum, en hann hefir áður tvívegis sigrað á Áskorendamótaröð Evrópu. Victor Perez er fæddur 2. september 1992 og því nýorðinn 27 ára. Enski kylfingurinn Matthew Southgate varð í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, 21 undir pari, 267 höggum (65 66 65 71). Sjá má lokastöðuna á Alfred Dunhill Links Championship með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta lokahringsins á Alfred Dunhill Links Championship Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur lauk keppni í Kentucky

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Betty Lou Evans Invitational mótinu, sem fram fór 27.-29. september og er rétt ólokið. Mótsstaður er Big Blue golfvöllurinn í University Club of Kentucky, í Lexington, Kentucky. Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum. Það lítur svo út fyrir að Ragnhildur hafi lokið keppni T-32 í einstaklingskeppninni, en sætisröðin er ekki enn komin á hreint því nokkrar eiga eftir að ljúka keppni. Ragnhildur bætti sig enn á lokahringnum, og fór við það upp um 15 sæti en hún var T-47 eftir 2. keppnisdag og neðarlega eftir þann fyrsta, þar sem hún var ekki að sýna sitt rétta andlit Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Rún Guðjónsdóttir —— 29. september 2019

Hildur Rún Guðjónsdóttir er afmæliskylfingur dagsins. Hildur Rún er fædd 29. september 1994 og á því 25 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Hildar Rún hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið …… Hildur Rún, GK (Innilega til hamingju með 25 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kermit Millard Zarley, Jr., 29. september 1941 (78 ára); Vicky Fergon, 29. september 1955 (64 ára) , sigraði CA LPGA 1979 Lady Stroh´s á sínum tíma; Svanhvít Friðþjófsdóttir, GV, 29. september 1965 (54 ára); Haukur Marinósson GOG, 29. september 1967 (52 ára); Kelly Robbins, 29. september 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Lanto Griffin (21/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 11:15

LET: Valdís lauk keppni á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lauk keppni nú fyrir skömmu á Estrella Damm Mediterranean Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET: Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 26.-29. september 2019 í Golf Club de Terramar á Spáni. Valdís lék samtals 15 yfir pari (71 75 73 80) og lauk keppni í 57. sæti. Lokahringurinn hjá Valdísi Þóra var óvenju hár hjá henni, en hún lék lokahringinn á heilum 9 yfir pari, 80 höggum og fékk aðeins 2 fugla, en hins vegar 7 skolla og tvo 2-falda skolla. Sorglegt því Valdísi var búið að ganga svo vel 🙁 Sigurvegari mótsins var spænski Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 10:00

Evróputúrinn: Perez og Southgate leiða á Alfred Dunhill e. 3. dag

Það eru franski kylfingurinn Victor Perez og Englendingurinn Matthew Southgate, sem leiða fyrir lokahring Alfred Dunhill Links Championship. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 20 undir pari, hvor. Bandaríski kylfingurinn Tony Finau og hinn enski Paul Waring deila 3. sætinu, tveimur höggum á eftir forystu- mönnunum. Sjá má stöðuna á Alfred Dunhill Links Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á Alfred Dunhill Links Championship með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Victor Perez

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 00:01

PGA: Champ leiðir f. lokahringinn

Það er Cameron Champ, sem er í forystu fyrir lokahring Safeway Open, móts vikunnar á PGA Tour og fer fram 26.-29. september 2019 í Napa, Kalíforníu. Champ er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (67 68 67). Ef Champ tekst að landa sigri í kvöld verður þetta 2. PGA Tour sigur þessa unga kylfings, sem er nýbyrjaður á mótaröðinni. Í 2. sæti, 3 höggum á eftir Champ eru Kanadakylfingarnir Nick Taylor og Adam Hadwin og Sebastian Muñoz, sem er í dúndurstuði þessa dagana. Sjá má stöðuna á Safeway Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 3. dags á Safeway Open með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2019 | 22:00

NGL: Haraldur lauk keppni í 2. sæti á Lindbytvätten Masters – Stórglæsilegur!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, náði þeim stórglæsilega árangri að landa 2. sætinu á Lindbytvätten Masters, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fór fram 25.-27. september og lauk í gær. Haraldur Franklín lék á samtals 14 undir pari, 202 höggum (67 65 70). Heimamaðurinn Tobias Ruth sigraði, lék á samtals 16 undir pari (67 65 68). Axel Bóasson, GK, tók einnig þátt í mótinu, en náði ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Sjá má lokastöðuna á Lindbytvätten Masters með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2019 | 21:00

LET Access: Guðrún Brá og Berglind luku keppni á Rügenwalder Mühle mótinu

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tóku þátt á móti vikunnar á LET Access, Rügenwalder Mühle Ladies Open 2019. Mótið fór fram í Golf Club am Meer í Bad Zwischenahn, Þýskalandi 26.-28. september 2019 og lauk því í dag. Þátttakendur voru 71 og komust báðir íslensku keppendurnir í gegnum niðurskurð. Guðrún Brá lauk keppni T-29 á samtals sléttu pari, 216 höggum (74 72 70). Berglind varð T-45 á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (74 71 77). Sigurvegari í mótinu varð hin skoska Laura Murray, en hún lék á 14 undir pari, 202 höggum (64 68 70). Sjá má lokastöðuna á Rügenwalder Mühle Ladies Open 2019 með því að Lesa meira