Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel T-4 e. 1. dag Warrior Fall Inv.!!!

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV, er að gera geysigóða hluti í bandaríska háskólagolfinu … og hann er nýbyrjaður. Hann og lið hans, Rocky Mountain, taka þátt í Warrior Fall Invite. Mótið fer fram Lewiston, Idaho, 30. september – 1. október og lýkur í dag. Þátttakendur eru 48 frá 8 háskólum. Eftir 1. dag mótsins er Daníel Ingi T-4 þ.e. deilir 4. sætinu með 4 öðrum kylfingum, sem allir hafa spilað á samtals 3 yfir pari, 147 höggum; Daníel (77 70). Lið Daníels Inga, Rocky Mountain er í 2. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag. Sjá má stöðuna á Warrior Fall Invite með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar urðu í 5. sæti á Wyoming Cowgirl

Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í ULM Warhawks tóku þátt í Wyoming Cowgirl Desert Intercollegiate. Mótið fór fram í Palm Desert, Kaliforníu dagana 28.-29. september sl. Þátttakendur voru 62 frá 10 háskólum. Eva Karen lauk keppni í 40. sæti í einstaklingskeppninni; lék á samtals 28 yfir pari, 244 höggum (80 77 87). ULM, lið Evu Karenar varð í 5. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Wyoming Cowgirl Desert Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:   Næsta mót Evu Karenar og ULM er 27. október n.k. í Little Rock, Arkansas.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi á 73 í Sapphire á 1. degi

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WSU) taka þátt í JT Poston Invitational, sem fram fer í Country Club of Sapphire Valley í Sapphire, Norður-Karólínu, dagana 30. september – 1. október 2019. Þátttakendur eru 87 frá 14 háskólum. Eftir 1. dag er Tumi T-50 í einstaklingskeppninni; kláraði að spila 1. hring á 2 yfir pari, 73 höggum. Fresta varð 2. hring 1. dags vegna rigninga.  Tumi var búinn að spila 5 holur af 2. hring og var kominn með 1 fugl og því samtals á 1 yfir pari. Keppninni verður fram haldið á morgun og þá stefnt að því að ljúka 2. hring og 3. hring. Lið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Einarsdóttir – 30. september 2019

Það er Anna Einarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna er fædd 30. september 1964 og á því 55 ára afmæli í dag. Anna er í Golfklúbbi Akureyrar. Sjá má eldra viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu Önnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Anna Einarsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Magnús M Norðdahl 30. september 1956 (63 ára); Kim Bauer, 30. september 1959 (60 ára); Nadine Handford, 30. september 1967 (52 ára) ástralskur kylfingur frá Adelaide (1993 T77 Alpine Aust Ladies); Ragnheiður Elín Árnadóttir, 30. september 1967 (52 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Harry Higgs (22/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Mikið um að vera hjá Íslendingunum

Það er mikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu og margir íslensku námsmannanna hafa hafið keppni eða eru að hefja keppni í dag. Andrea Bergsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir og félagar í Colorado State hefja keppni í Molly Collegiate Invitational, í Waverley CC í Portland Oregon. Mótið stendur 30. september – 1. október. Fylgjast má með þeim Andreu og Sögu með því að SMELLA HÉR:  Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og Rocky Mountain taka þátt í LCSC Warrior Invite, en mótið stendur 30. september- 1. október í Lewiston, Idaho. Fylgjast má með stöðu Daníels Inga og félaga með því að SMELLA HÉR:  Gunnar Guðmundsson, GKG og Bethany Swedes hefja keppni í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún & félagar í 2. sæti e. 1. dag í MI

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í Grand Valley State University (GVSU) í Michigan taka þátt í Gilda´s Club Laker Fall Invite. Þátttakendur eru 30 frá 5 háskólum. Eftir 1. dag er Arna Rún T-8 í einstaklingskeppninni en hún lék 1. hring á 5 yfir pari, 77 höggum. GVSU er í 2. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á 11th Gilda´s Club Laker Fall Invite með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 07:00

PGA: Champ sigraði á Safeway

Cameron Champ þurfti ekki í nein úrtökumót til þess að komast á bestu mótaröð karla í heiminum, PGA Tour. Hann sigraði og var þar með búinn að tryggja veru sína á PGA Tour 1 ár. Og nú þegar hann er einu sinni kominn á PGA Tour, þá sigrar hann strax aftur og tryggir sér þar með keppnisrétt á næsta keppnistímabili líka …. hann er að festa sig í sessi – nýkominn og þegar búinn að sigra tvívegis. Sigurskor Champ var 17 undir pari, 271 högg (67 68 67 69). Í 2. sæti varð kanadíski kylfingurinn Adam Hadwin, aðeins 1 höggi á eftir (68 70 67 67). Sjá má lokastöðuna á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 00:01

LPGA: Hur sigraði á Indy

Mi Jung Hur frá S-Kóreu sigraði á Indy Women in Tech Championship driven by Group 1001 mótinu, sem var mót sl. viku á LPGA. Sigurskor Hur var 21 undir pari, 267 högg (63 – 70 – 66 – 68). Fyrir sigurinn hlaut Hur $300,000 (u.þ.b. 37 milljónir ísk). Þetta er 2. LPGA sigur Hur á 2018-2019 keppnis- tímabilinu. Sigur Hur var nokkuð öruggur en hún átti heil 4 högg á hina dönsku Nönnu Koerstz Madsen, sem varð í 2. sæti og lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (65 – 75 – 64 – 67). Sjá má lokastöðuna á Indy Women in Tech Championship driven by Group 1001 mótinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Viktor Ingi T-3 e. 1. dag Prairie Club Inv.

Viktor Ingi Einarsson, GR og félagar í University of Missouri (MiZZOU) að taka þátt í Prairie Club Invitational. Mótið fer fram dagana 29.-30. september og lýkur því á morgun og þátttakendur 42 frá 7 háskólum. Mótsstaður er Dunes völlurinn í Valentine, Nebraska. Viktor Ingi er T-3 eftir 1. dag en hann lék 1. hring á sléttu pari, 73 höggum. Sjá má stöðuna á Prairie Club Invitational með því að SMELLA HÉR: