Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea og Saga bestar í liði Colorado State!

Andrea Bergsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir, GR og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Colorado State tóku þátt í Molly Collegiate Invitational, í Waverley CC í Portland Oregon. Mótið stóð 30. september – 1. október og lauk því í gær. Andrea lék á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (77 79 75) og lauk keppni T-33 í einstaklingskeppninni. Saga lék á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (77 76 79) og lauk keppni T-36 í einstaklingskeppninni. Þær Andrea og Saga voru bestar í liði Colorado State, sem lauk keppni í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í Molly Collegiate Invitational, með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Andreu, Sögu og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Vikar & félagar luku keppni í 12. sæti

Vikar Jónasson, GK og félagar í Southern Illinois University tóku þátt í Bearcat Invitational, sem sem fram fór 30. september-1. október í Cinncinati, Illinois og lauk í gær. Vikar lék á samtals 18 yfir pari, 231 höggi (85 72 74) og var það 1. hringurinn, sem skemmdi annars gott skor hjá Vikari. Hann lauk keppni í T-69 í einstaklingskeppninni. Southern Illinois University varð í 12. sæti í liðakeppninni Sjá má lokastöðuna á Bearcat Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Southern Illinois (með vonandi þá báða, Birgi Björn og Vikar innanborðs) er 5. október n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Allt jafnt hjá Særósu Evu og BU g. Stirling 3-3

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og félagar í Boston University (BU) léku í árlegri holukeppnisviðureign við Stirling háskóla. Sjá má lið BU sem þátt tók í viðureigninni við Stirling hér að neðan og er Særós Eva 2 f.h.: Í ár var viðureignin spennandi og þegar 3 leikir voru eftir var Stirling yfir 2,5 stigi g. 0.5 stigi Boston University. Liðsfélagi Særósar Evu; Annie Sritragul vann sinn leik og annar liðsfélagi Abby Parsons náði hálfu stigi og síðasti leikurinn vannst, þannig að í ár skildu liðin jöfn. Úrslitin: 3-3. Mótið fór fram í gær, 1 október í Thorny Lea golfklúbbnum í Massachussetts. Næsta mót Særósar Evu og félaga í BU er Yale Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 18:00

Symetra: Ólafía varð T-61

Mót sl. viku á Symetra mótaröðinni var IOA Golf Classic, sem fram fór 27.-29. september 2019 í Longwood, Flórída. Meðal þátttakenda var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Ólafía Þórunn fór í gegnum niðurskurð og lék á samtals 5 yfir pari, 218 höggum (69 – 74 – 75). Hún varð T-61 í mótinu þ.e. deildi 61. sætinu með 4 öðrum kylfingum. Sigurvegari mótsins varð spænski kylfingurinn Marta Sanz Barrio en hún lék á samtals 13 undir pari – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna í IOA Golf Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tói Vídó ————- 1. október 2019

Það er Tói Vídó, sem er afmæliskylfingur dagsins. Tói er fæddur 1. október 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Vestmannaeyja (GV). Golf 1 óskar Tóa innilega til hamingju. Komast má á facebook síðu Tóa hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið Tói Vídó (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tjarnarbíó Miðstöð Lista (106 ára); George William Archer f. 1. október 1939 – d. 25. september 2005; Áslaug Sif Guðjónsdóttir, f. 1. október 1947 (72 ára);  Tómas Hallgrimsson , f. 1. október 1963 (56 ára); Þórdís Geirsdóttir, GK, 1. október 1965 (54 ára); Jórunn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Xinjun Zhang (24/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 08:25

Einn fyrir afa!!!

Það var tilfinningaþrungin stund sl. sunnudag þegar Cameron Champ innsiglaði sigur sinn á Safeway Open. Á 72. flöt faðmaði faðir hans, son sinn að sér en einhvern veginn náði golfbakterían ekki föður Champ …. það var afi Champ, Mack, sem kenndi sonarsyni sínum golf og gaf honum fyrsta golfsettið hans aðeins 2 ára gömlum. Og síðan voru þrotlausar æfingar, sem Cameron Champ naut og hann skemmti sér við með afa sínum. Jeff Champ, pabbi Cameron hélt þeim sorgarfréttum frá syninum til þess að trufla ekki einbeitingu hans að afinn, Mack Champ væri að kljást við bannvænan magakrabba. Rétt fyrir mótið komst Cameron hins vegar að sorgartíðindunum og hann bað um Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 08:02

Myndskeið: Stjórnlaus golfbíll

Það er betra að vera ekki að flumbrast á golfbílum því þá getur illa farið. Sjá má hér að neðan myndskeið af stjórnlausum golfbíl. SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín & félagar T-10 á Princeton Inv.

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í University of Albany tóku þátt í Princeton Invitational. Mótið fór fram í Springdale GC í New Jersey, dagana 28.-29. september sl. Þátttakendur voru 80 frá 13 háskólum. Helga Kristín varð í T-59 í einstaklingskeppninni á samtals 14 yfir pari, 158 höggum (80 78). Albany, lið Helgu Kristínar deildi 10. sætinu ásamt Harvard. Sjá má lokastöðuna á Princeton Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er Delaware Lady Blue Hen, sem fram fer 19. október n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 06:15

Bandaríska háskólagolfið: Viktor Ingi & félagar sigruðu!!!

Viktor Ingi Einarsson, GR, og félagar í University of Missouri (MiZZOU) tóku þátt í Prairie Club Invitational. Mótið fór fram á Dunes vellinum í Valentine, Nebraska, dagana 29.-30. september og lauk því í gær. Þátttakendur voru 42 frá 7 háskólum. Viktor Ingi lauk keppni T-11 í einstaklingskeppni á 4. besta skori skóla síns, en hann lék á 5 yfir pari, 224 höggum (73 76 75). MIZZOU lið Viktors Inga fagnaði sigri í mótinu!!! Sjá má lokastöðuna á Prairie Club Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Viktors Inga og MIZZOU er 11. október í Tennessee.