Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Doug Ghim (28/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í dag verður kynntur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2019 | 07:30

LET: Bras- 1. hringur hjá Valdísi í Delhi!

Segja má að 1. hringur á móti vikunnar á LET á Indlandi þ.e.Hero Women’s Indian Open hjá Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, hafi verið eitt alsherjar bras. Valdís Þóra, sem byrjaði á 10. teig í nótt átti gríðarlega erfiða byrjun; var komin á 6 yfir par eftir 4 fyrstu holurnar, sem hún náði að rétta aðeins af með einum fugli á 16. braut. Síðan fylgdu tveir skollar á 1. og 2. braut og Valdís náði að krafsa í bakkann með fugli á 4. braut, en síðan kom rothöggið 4. skrambinn á 6. braut. Niðurstaðan eftir 1. dag er: baráttu- og brashringur – 8 yfir pari, 80 högg; 2 fuglar, 10 pör, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún varð T-8 í Michigan

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í Grand Valley State University (GVSU) í Michigan tóku þátt í 11th Gilda´s Club Laker Fall Invite. Mótið átti að fara fram dagana 28.-29. september sl. en aðeins var spilaður 1 hringur vegna mikilla rigninga. Þátttakendur voru 30 frá 5 háskólum og ekki hafi verið margir keppendur var mótið gríðarsterkt, en liðin meðal 7 bestu í sínu umdæmi Arna Rún lauk keppni í T-8 i í einstaklingskeppninni en hún lék á samtals 5 yfir pari, 77 höggum. GVSU lauk keppni í 2. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á 11th Gilda´s Club Laker Fall Invite með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Örnu Rún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2019 | 03:30

LET: Erfið byrjun hjá Valdísi í Delhi!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL átti erfiða byrjun nú í nótt á Hero Women’s Indian Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET: Ladies European Tour) og fer fram á DLF Golf & Country Club í Delhi, Indlandi. Valdís Þóra hóf leik á 10. teig. Þegar Valdís Þóra hafði spilað 4 holur var hún komin á 6 yfir par! Hún byrjaði á því að fá 3 tvöfalda skolla í röð og er nú rétt að jafna sig; fékk par bæði á par-4, 13. og 14. holurnar, en er enn á 6 yfir pari, eftir 5 holur. Vonandi heldur hún haus og snýr hún þessu við í framhaldinu, en þetta er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Phill Hunter ———- 2. október 2019

Það er Phill Hunter, golfkennari hjá Golfklúbbnum Oddi (GO) sem er afmæliskylfingur dagsins. Phill er breskur, fæddist 2. október 1964 og á því 55 ára afmæli í dag. Hann er kvæntur og á 1 strák. Phill hefir yfir 36 ára reynslu af golfkennslu. Á árunum 1983-1986 vann hann við Wath Golf Club og á árunum 1986-1988 við Grange Park Golf Club í Englandi. Hér á landi var Phill golfkennari hjá GR 1988-1991 og hjá GS 1992-1996, auk þess sem hann þjálfaði unglingalandsliðið á þessum árum. Phill og fjölskylda bjuggu síðan um 11 ára skeið í Þýskalandi þar sem hann var yfirgolfkennari við Golfclub Haus Kambach í Eschweiler. Þar stofnaði hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: DJ Trahan (27/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst voru kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Eins hefir sá fyrsti verið kynntur sem rétt komst inn á mótaröðina með því að verða í 25. sæti á PGA Tour Finals en það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 12:00

Fyrrum kaddý Rory hefir ekki talað við hann eftir að leiðir skildu

JP Fitzgerald fyrrum kaddý Rory McIlroy upplýsti í nýlegu viðtali að hann hefði ekki talað við Rory frá því leiðir skildu eftir Opna breska 2017 á Royal Birkdale. Þá hafði Rory ekki sigrað á risamóti í 3 ár. Rory hóf mótið hræðilega; á fyrstu 5 holum sínum var hann kominn á 6 yfir par, en hann lauk mótinu samt T-4. Það var eftir að Fitz tók hann í gegn (sbr.: “you’re Rory McIlroy, what the f*** are you doing?”) sem Rory tók sig til í andlitinu. Rory var búinn að vera með JP Fitzgerald í 10 ár sem kaddý og á því tímabili vann hann 4 risamót og tók þátt í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 10:00

Myndskeið: Kim rekinn af kóreanska PGA í 3 ár!

Fyrrum PGA Tour kylfngurinn Bio Kim, 29 ára, hefir verið rekinn af kóreanska PGA Tour í 3 ár fyrir að hafa verið með dónalega bendingu (miðputtinn upp í loft) við áhorfendur á lokahring DGB Financial Group Volvik Daegu Gyeongbuk Open, á kóreanska PGA Tour sl. sunnudag 30. september 2019. Þar að auki barði hann dræver sínum í teiginn í pirringi. Þetta voru viðbrögð Kim eftir að farsími eins áhorfandans fór af stað í baksveiflu Kim á 16. teig. Hann var með 1 höggs forystu allan tímann og sigraði í mótinu og er þetta 2. sigurinn á kóreanska PGA Tour (KPGA) hjá Kim. Þessi sigur var dýrkeyptur því fyrir þetta dónalega framferði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 07:20

Bandaríska háskólagolfið: Daníel varð í 3. sæti í Idaho!

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og Rocky Mountain tóku þátt í  Warrior Fall Invite, sem fram fór í Lewiston, Idaho, 30. september – 1. október og lauk í gær. Þátttakendur voru 48 frá 8 háskólum. Daníel Ingi lék á samtals 1 yfir pari, 217 höggum; Daníel (77 70 70). Lið Daníels Inga, Rocky Mountain lauk keppni í  2. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Warrior Fall Invite með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Daníels Inga og Rocky Mountain er í Spokane, Washington 7. október n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 07:15

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar luku keppni í 9. sæti í Sapphire

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WSU) tóku þátt í JT Poston Invitational, sem fram fór í Country Club of Sapphire Valley í Sapphire, Norður-Karólínu, dagana 30. september – 1. október 2019 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 87 frá 14 háskólum. Tumi lék á samtals sléttu pari, 213 höggum (73 70 70) og varð T-42 í einstaklingskeppninni. Hann var á 3. besta skorinu í liði sínu. Lið Tuma, WSU, lauk keppni í 9. sæti liðakeppninnar. Sjá má lokastöðuna á JT Poston Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Tuma og WCU er 14. október n.k. í Arkansas