Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Arnaus & Bello leiða í hálfleik á Spáni

Það eru heimamennirnir Adri Arnaus og Rafa Cabrera Bello sem eru í forystu í hálfleik Mutuactivos Open de España. Báðir hafa samtals spilað á 11 undir pari, 131 höggi; Arnaus (65 66) og Bello (66 65). Einn í 3. sæti er enn einn spænski kylfingurinn Samuel del Val (samtals 10 undir pari) og í því 4. sömuleiðis Spánverjinn Jon Rahm (á samtals 9 undir pari). Sjá má stöðuna á Mutuactivos Open de España mótinu með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 2. dags á Mutuactivos Open de España með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: F.v.: Rafa og Adri.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2019 | 18:00

NGL: Guðmundur og Haraldur T-5 – Axel T-56 e. 1. dag

Þrír íslenskir kylfingar: Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR, taka þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni þ.e. Race to Himmerland. Spilað er á tveimur golfvöllum Himmerland golfstaðarins: Backtee (sem er par-73) og Garia (par-70) Guðmundur og Haraldur léku báðir á 6 undir pari; Guðmundur á 64 á Garía vellinum og Haraldur á 67 á Backtee vellinum (par 73) og eru þeir jafnir í 5. sæti þ.e. T-5 eftir 1. dag Ef vel gengur getur Haraldur tryggt sér sæti á Challenge Tour (ísl: Áskorendamótaröð Evrópu). Axel lék á 1 yfir pari á Backtee vellinum, 74 höggum og er T-56 eftir 1. dag. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sunna Víðisdóttir – 4. oktober 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Sunna Víðisdóttir en hún er fædd 4. október 1994 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Sunna lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Elon, en er nú útskrifuð þaðan. Sunna varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2013. Hún er í sambúð með Viggó Kristjánssyni, handknattleiksmanni í Leipzig og þau eiga einn son. Komast má á heimasíðu afmæliskylfings dagsins til þess að óska Sunnu til hamingju með daginn hér að neðan: Sunna Víðisdóttir (25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið og litla, fallega soninn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bonnie Bryant, 4. október 1943 (76 ára); Bjarney Guðmundsdóttir, 4. október 1953 (66 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Joseph Bramlett (29/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í dag verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2019 | 12:30

Hulda Clara í 1. sæti e. 1.hring á EM klúbbliða

Kvennasveit GKG hóf leik í gær á EM klúbbliða en mótið fer fram á Balaton vellinum í Ungverjalandi 3.-5. október. Sterkustu golfklúbbar Evrópu taka þátt en þátttökurétt fengu þeir klúbbar sem sigruðu á landsmótum klúbbliða í sínu landi. Kvennasveit GKG sigraði einmitt á Íslandsmóti golfklúbba fyrr í sumar, í annað sinn. Fyrir hönd GKG keppa Árný Eik Dagsdóttir, Eva María Gestsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir. Þjálfari og fararstjóri er Arnar Már Ólafsson, afreksþjálfari GKG. Hulda Clara átti flottan hring í gær og lék á besta skorinu, 74 höggum og leiðir því einstaklingskeppnina. Hún átti frábærar seinni níu þar sem hún fékk 4 fugla á 5 holum. Eva María og Árný Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2019 | 10:00

LET: Valdís úr leik á Indlandi

Valdís Þóra Jónsdóttir lék 2. hring sinn á Hero Women’s Indian Open í nótt. Opna indverska er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET: Ladies European Tour) og fer fram á DLF Golf & Country Club í Delhi, Indlandi, dagana 3.-6. október 2019. Valdís Þóra stóðbætti sig á 2. hring, sem hún lék á 2 yfir pari, 74 höggum og var því samtals á 10 yfir pari, 154 höggum (80 74), en það dugði því miður ekki til því aðeins þær komust í gegnum niðurskurð, sem voru á samtals 7 yfir pari eða betra. Efst í mótinu eftir 2. dag er hin ástralska Whitney Hillier, á samtals 6 undir pari (67 71). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2019 | 07:00

LPGA: Meadow efst á Volunteers e. 1. dag

Mót vikunnar á LPGA er Voluteers of America Classic og fer það fram 3.-6. október 2019 á The Colony í Texas. Eftir 1. dag leiðir enski kylfingurinn Stephanie Meadow. Hún kom í hús á 8 undir pari, 63 höggum. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Meadow með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Meadow eru bandarísku kylfingarnir Dori Carter og Amy Olson. Sjá má stöðuna á Voluteers of America Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2019 | 23:59

PGA: Nick Taylor efstur e. 1. dag á Shriners

Það er kanadíski kylfingurinn Nick Taylor sem er efstur eftir 1. hring Shriners Hospital for Children Open. Taylor kom í hús á upphafsdegi mótsins á frábæru skori, 8 undir pari, 63 höggum. Í 2. sæti er Brian Harman, 1 höggi á eftir. Sjá má stöðuna á Shriners Hospital for Children Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Shriners Hospital for Children Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2019 | 18:00

Evróputúrinn: Johannessen leiðir e. 1. dag á Opna spænska

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Mutuactivos Open de España. Mótið fer fram í Club de Campo Villa de Madrid, Madrid, Spáni, dagana 3.-6. október 2019. Það er Norðmaðurinn Kristian Krogh Johannessen, sem er efstur eftir 1. dag en hann kom í hús á 8 undir pari, 63 glæsihöggum! Í 2. sæti, 2 höggum á eftir, þ.e. á 65 höggum, er spænski kylfinguinn Adri Arnaus. Sjá má stöðuna á Mutuactivos Open de España með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 2. dags á Munuactivos Open de Espña með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fred Couples ——– 3. október 2019

Afmæliskylfingur dagsins Fred Couples. Couples hefir m.a. verið fyrirliði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum. Hann er fæddur 3. október 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Couples gerðist atvinnumaður í golfi 1980 og hefir unnið 55 mót, þ.á.m. 15 á PGA Tour og þ.á.m. 1 risamót fyrir rúmum 27 árum, þ.e. the Masters 1992. Hann hefir löngum verið uppáhald golfaðdáenda um allan heim. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Wagner, 3. október 1959 (60 ára merkisafmæli!!!); Tösku Og Hanskabúðin‎, 3. október 1961 (‎58 ára); ‎Asta Sigurdardottir‎, 3. október 1966 (‎53 ára); Esther Ágústsdóttir‎, 3. október 1968 (‎51 árs); Matthew Southgate, 3. október 1988 (31 árs); Birgir Rúnar Lesa meira