Evróputúrinn: Brown sigraði á Portugal Masters
Það var enski kylfingurinn Steven Brown sem sigraði á móti sl. viku á Evróputúrnum, Portugal Masters. Lokaskor hans var 17 undir pari. Tveir deildu með sér 2. sætinu Suður-Afríkumennirnir Justin Walters og Brendan Stone, en þeir voru einu höggi á eftir sigurvegaranum. Mótið fór fram á Dom Pedro Victoria vellinum í Victoria Clube de Golfe í Portugal, dagana 24.-27. október sl. Sjá má lokastöðuna á Portugal Masters með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Björgvin og Anna Jódís – 27. október 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru tvíburarnir frábæru úr Hafnarfirði; Björgvin Sigurbergsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og golfkennari afrekskylfinga hjá Keili til margra ára og Anna Jódís Sigurbergsdóttir, einn forgjafarlægsti kvenkylfingur landsins. Anna Jódís og Björgvin eru fædd 27. október 1969 og eiga því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Björgvins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Björgvin Sigurbergsson (50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Carol Semple, 27. október 1948 (71 árs); Patty Sheehan, 27. október 1956 (63 ára); Sóley Gyða Jörundsdóttir (59 ára); Des Terblanche (frá Suður-Afríku) 27. október 1965 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen hefur keppni í Diamante
Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í University of Louisiana at Monroe (ULM) hefja keppni í dag í Diamante CC, í Hot Springs Village, Arkansas. Mótið stendur dagana 27.-29. október 2019 og er það síðasta á haustönn hjá Evu Karenu. Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Eva Karen fer út kl. 8:50 að staðartíma (kl. 13:50 hér heima á Ísland eða eftir u.þ.b. 50 mínútur) og hefur leik á 10. teig. Fylgjast má með Evu Karenu og félögum með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Andrea og Saga hefja keppni í Las Vegas í dag
Andrea Bergsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State hefja keppni í dag á Las Vegas Collegiate Showdown í dag. Mótið stendur 27.-29. október 2019 og er það síðasta hjá Colorado State á haustönn – Mótsstaður er Boulder Creek golfstaðurinn í Las Vegas, Nevada. Allir eru ræstir út á sama tíma kl. 12.00 á staðartíma, sem er u.þ.b. kl. 19:00 að okkar tíma hér á Íslandi. Þátttakendur í mótinu eru 96 frá 18 háskólum. Fylgjast má með gengi þeirra Andreu og Sögu með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Ha Na Jang sigraði á BMW Ladies mótinu!
Það var Ha Na Jang frá S-Kóreu, sem sigraði á BMW Ladies meistarmótinu, móti vikunnar á LPGA. Mótið fór fram í Busan í Kóreu 24.-27. október 2019 og lauk því í dag. Jang sigraði eftir bráðabana við hina bandarísku Daníelle Kang, sem er í hörkustuði þessa dagana. Spila þurfti 3 holur í bráðabananum fyrst voru par-4 18. holurnar spilaðar tvívegis og allt í stáli en Jang hafði betur á par-4 10. brautinni – fékk fugl meðan Kang tapaði á parinu. Báðar voru þær á 19 undir pari eftir hefðbundnar 72 holur. Jang er fædd 2. maí 1992 og því 27 ára 5 mánaða og 25 daga. Hún gerðist atvinnumaður í Lesa meira
PGA: Tiger í forystu 4. dag ZOZO
Mót vikunnar á PGA Tour er það fyrsta, sem fram fer í Japan, en þetta er ZOZO meistaramótið. Tiger Woods var í forystu á ZOZO meistaramótinu eftir 11 spilaðar holur á lokahringnum, þegar mótið var blásið af vegna myrkurs. Þetta er fyrsta mótið sem hann tekur þátt í á 23. keppnistímabili sínu á PGA Tour. Takist honum að sigra í mótinu skrifar hann sig í sögubækurnar því þá tekst honum að jafna við met Sam Snead um flesta sigra á PGA Tour eða 82. Tiger er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 194 höggum (64 64 66) og á 3 högg á uppáhald allra í Japan, Hideki Matsuyama, Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2019 (43)
Einn gamall og góður: A man who has been stranded on a desert island all alone for 10 years sees a speck on the horizon. “It’s too small to be a ship,” he thinks to himself. As the speck gets closer, he rules out the possibility of it being a small boat, then a raft. Suddenly, a gorgeous blonde woman emerges from the surf wearing a wet suit and scuba gear. She approaches the stunned man and asks, “How long has it been since you’ve had a cigarette?” “Ten years!” he says. She unzips a waterproof pocket on her left sleeve and pulls out a pack of fresh cigarettes. He Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helga Jóhannsdóttir – 26. október 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Helga Jóhannsdóttir. Helga er fædd 26. október 1963 og á því 56 ára afmæli í dag!!!! Helga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Helga hefir verið virk í kvennastarfi Keilis og hefir tekið þátt í mörgum opnum golfmótum hérlendis með góðum árangri og spilar golf hér á landi sem erlendis. Helga er gift Aðalsteini Svavarssyni og á tvær dætur: Írisi Ösp og Agnesi Ýr. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Helga Jóhannsdóttir; GK (56 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Bucek, f. 26. október Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Einar Guðberg Einarsson – 25. október 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Einar Guðberg Einarsson. Einar er fæddur 25. október 1969 og er því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Brynjars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Einar Guðberg Einarsson (Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Herman Densmore „Denny“ Shute f. 25. október 1904 – d. 13. maí 1974; Muffin Spencer-Devlin, f. 25. október 1953 (66 ára); …… og …..Oddný Rósa Halldórsdóttir, 25. október 1957 (62 ára); Einar Guðberg Einarsson, 25. október 1969 (50 ára); Brynjar Eldon Geirsson, 25. október 1977 (42 ára); Tómas Meyer, 25. október 1974 (45 árs); Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gunnar & félagar luku keppni í 5. sæti
Gunnar Guðmundsson, GKG og félagar í Bethany Swedes tóku þátt í WBU Invitational. Mótið fór fram í Plainview Country Club í Plainview, Texas, dagana 21. – 22. október sl. Þátttakendur voru 42 frá 7 háskólum. Gunnar varð T-21 í einstaklingskeppninni en hann lék á samtals 4 yfir pari, 146 höggum (72 74). Bethany Swedes luku keppni í 5. sæti. Næsta mót Gunnars og Bethany Swedes er á vorönn 2020.










