Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2019 | 08:00

Perla Sól nr. 1 – Frábært gengi íslensku ungmennanna í Flórída e. 1. dag!

Níu íslensk ungmenni eru nú við keppni á Holiday Classic at Orange County National í Flórída. Ein þeirra er Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR. Hún er í frábærri stöðu eftir 1. dag í sínum aldursflokki, er í 1. sæti á 72 höggum og á 6 högg á næsta keppanda. Perla Sól keppir í flokki 13 ára og yngri hnáta. Annar íslenskur keppandi í þessum aldursflokki, Helga Signý Pálsdóttir GR, er í 10. sæti. Aðrir íslenskir keppendur í mótinu hafa staðið sig frábærlega: Flokkur 16-18 ára pilta: Böðvar Bragi Pálsson, GR, er í 3. sæti á 75 höggum Orri Snær Jónsson, NK, er T-4 Flokkur 14-15 ára drengja: Róbert Leó Arnórsson, GKG er í 6. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2019 | 07:30

Evróputúrinn: Adam Scott sigraði á Australian PGA Championship

Það var Adam Scott, sem stóð uppi sem sigurvegari á Australian PGA Championship. Sigurskor Scott var 13 undir pari, 275 högg. Hann átti 2 högg á þann sem næstur kom en það var landi hans, Michael Hendry. Sjá má lokastöðuna á Australian PGA Championship með því að SMELLA HÉR:  Mótið fór fram í RACV Royal Pines Resort, Gullströndinni, Queensland, Ástralíu, dagana 19.-22. desember og lauk nú rétt í þessu.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (51)

Mac and Jimmy were playing their home course. Mac putted out and walked back to the cart. As Jimmy sank his putt, Mac suddenly jumped out of the cart and dropped his pants. He had just sat on a bee and got a nasty sting. In a lot of pain, Mac desperately asked his partner to get the stinger out. The scene of a man kneeling next to his playing partner’s bare rear end was too much for the group playing behind the twosome. The group raced up to the two golfers and asked a single question, “What was the bet?”

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Dave Coupland (8/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GKB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Thorbjørn Olesen – 21. desember 2019

Thorbjørn Olesen er fæddur í Furesø, Danmörku 21. desember 1989 og á hann því 30 ára stórafmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður, 2008, aðeins 19 ára. Hann varð í 4. sæti strax á 1. keppnistímabili sínu á Nordea mótaröðinni, 2009, þar sem hann vann 3 mót og fékk þar með kortið sitt á Áskorendamótaröð Evrópu 2010. Það sumar, í júlí 2010, vann hann fyrsta mót sitt á Áskorendamótaröðinni, The Princess, sem haldið var í Svíþjóð. Hann varð nr. 3 á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og hlaut þar með kortið sitt á Evrópumótaröðinni, 2011. Í desember 2010 varð Olesen í 2. sæti á Alfred Dunhill Championship, fyrsta mótinu á 2011 keppnistímbili Evróputúrsins. Í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2019 | 09:04

9 íslensk ungmenni v/keppni í golfi í Flórída

Í Flórída fer fram hið árlega Holiday Classic at Orange County National, dagana 21.-22. desember. Alls taka 9 íslensk ungmenni þátt í mótinu en þau eru eftirfarandi: 13 ára og yngri hnátur: Helga Signý Pálsdóttir, GR Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR   14-18 ára stúlkur:  Auður Sigmundsdóttir, GR Bjarney Ósk Harðardóttir, GR Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM Loa Johannsson, GB   14-15 ára drengir: Róbert Leó Arnórsson, GKG   16-18 ára piltar: Orri Snær Jónsson, NK Böðvar Bragi Pálsson, GR   Sjá á stöðuna á Holiday Classic at Orange County National með því að SMELLA HÉR:    Í aðalmyndaglugga: Systkinin Helga Signý og Böðvar Bragi Pálsbörn eru meðal keppenda.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2019 | 08:30

Paulina hélt upp á 31 árs afmælið á St. Barths

Barnsmóðir og kærasta Dustin Johnson, Paulina Gretzky varð 31 árs, í fyrradag, 19. desember. Hún hélt upp á afmælið sitt með DJ á eyjunni St. Barths í karabíska hafinu. Það byrjaði allt með rósavíni og útsýnisflugi yfir St. Barths Síðan til þess að vera ekki að eyða of miklu var tékkað inn á Airbnb … … svo var kominn tími á „scorpion bowls“ … og auðvitað pizzu og kampavín og svo var bara stuð fram eftir allri nótt … og fæstir sem höfðu lyst á morgunverði daginn eftir Verður gaman að sjá hvernig þau DJ og Paulina & co halda upp á jólin (en þau eru þekkt fyrir að birta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2019 | 08:00

Enginn trúir því að þetta jólakort sé ekta!

Tiger Woods er þekktur fyrir að birta ótrúlegustu jólamyndir af sér og nægir að nefna jólamyndina sem lak í fjölmiðla af honum 2016, þar sem hann gaf sig út fyrir að vera „Mac Daddy Santa,“ hvað svo sem það er. Tiger útskýrði það síðar að þetta væri bara leikur hans við krakka sína; að dressa sig upp til þess að koma þeim á óvart á jólunum. Í ár sendi Taylor Made út jólakort (það sem er í aðalmyndaglugga) og á því má sjá nokkra af stærstu nöfnunum í golfinu; með Tiger fremstan í flokki. Þar eru allir klæddir í ótrúlega hallærislega græna jólabúninga; sem slá ljótum jólapeysum algjörlega við! Auk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2019 | 07:00

Evróputúrinn: Scott efstur f. lokahringinn í Ástralíu

Það er Adam Scott sem leiðir eftir 3. hring Australian PGA Championship. Scott er búinn að spila á samtals 10 undir pari (70 67 69). Í 2. sæti er Wade Ormsby, 1 höggi á eftir. Sjá má stöðuna á Australian PGA Championship með því að SMELLA HÉR:  Mótið fer fram í RACV Royal Pines Resort, Gullströndinni, Queensland, Ástralíu.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jennifer Song —— 20. desember 2019

Það er Jennifer Song sem er afmæliskylfingur dagins. Hún fæddist 20. desember 1989 í Ann Arbor, í Michigan og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hún komst á LPGA í gegnum góðan árangur sinn á Futures Tour 2010 og var 2011 því fyrsta árið hennar á túrnum. Árið 2009 sigraði hún bæði í US Women´s Amateur Public Links og US Women´s Amateur. Hún er 4. kylfingurinn í sögunni til þess að sigra bæði mótin og aðeins önnur af 2 kylfingum til þess að sigra bæði mót sama árið. Song ólst upp í Suður-Kóreu en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna og er í dag með tvöfaldan ríkisborgararétt. Í Kóreu Lesa meira