Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2020 | 12:00

Daníel Ísak fór einn íslensku piltanna g. niðurskurð og lauk keppni T-47

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í Orlando International Amateur mótinu, sem fram fór í Orange County National Golf Center & Lodge í Flórída, dagana 28.-30. desember 2019. Þetta voru þeir Böðvar Bragi Pálsson, GR; Daníel Ísak Steinarsson, GK; Hlynur Bergsson, GKG og Kristófer Karl Karlsson, GM. Spilað var á tveimur völlum; Crooked Cat (par-72) og Panther Lake (par-71). Mótið var stórt þ.e. þátttakendur 205 og gríðarsterkt. Daníel Ísak var sá eini af íslensku piltunum 4 sem komst í gegnum niðurskurð og lauk keppni jafn 6 öðrum kylfingum í 47. sæti. Hann lék á samtals á 2 yfir pari, 216 höggum (68 74 74). Flott hjá Daníel Ísak að vera í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2020 | 10:00

Perla Sól sigraði í Flórída

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, tók þátt í South Florida Kickoff, sem fram fór dagana 28.-29. desember 2019, í PGA National Resort, West Palm Beach, Flórída. Perla Sól spilaði í flokki 13 ára og yngri hnáta. Hún gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum flokki – átti heil 9 högg á næsta keppanda. Samtals lék Perla Sól á 8 yfir pari, 152 höggum (73 79). – Stórglæsilegur árangur hjá Perlu Sól!!! Sjá má lokastöðuna á South Florida Kickoff með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2019 | 18:00

Gleðilegt nýtt ár 2020!

Golf 1 óskar lesendum sínum svo og öllum kylfingum og landsmönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2019, með mörgum gleðistundum í golfi á komandi ári. Golf 1 hefir nú verið starfandi í rúma 99 mánuði, þ.e. 8 ár , 3 mánuði og 6 daga og hafa á þeim tíma birtst um 22.000 greinar. Stefnt verður að því að auka greinaskrif á næsta ári. Kylfingar innanlands, sem og vaxandi fjöldi erlendra kylfinga hafa tekið þessum yngsta golffréttavef Íslands framúrskarandi vel og umferð um vefinn ekkert nema aukist frá því hann hóf starfsemi fyrir rúmum 8 árum síðan, 25. september 2011. Á árinu var haldið áfram að skrifa greinar um Ísland, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Dagný Davíðsdóttir, Eyþór K. Einarsson og Kristinn Nikulásson – 31. desember 2019

Afmæliskylfingar Gamlársdags 2019 á Golf 1 eru Dagný Davíðsdóttir, Eyþór K. Einarsson og Kristinn Nikulásson. Dagný er fædd 31. desember 1964 og átti því 55 ára stórafmæli á Gamlársdag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni síðbúið til hamingju með merkisafmælið: Dagný Davíðsdóttir Dagný – 55 ára (Síðbúið innilega til hamingju með afmælið! Annar afmæliskylfingur Gamlársdags er Eyþór K. Einarsson. Hann er fæddur 31. desember 1959 og átti því 60 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum síðbúið til hamingju með merkisafmælið: Eyþór K. Einarsson – 60 ára   (Síðbúið innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tiger Woods –—– 30. desember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Eldrick Tont „Tiger“ Woods. Tiger fæddist 30. desember 1975, í Cypress, í Kaliforníu og er 44 ára í dag. Hann hefir spilað golf frá 2 ára aldri og þótti undrabarn, sjá má myndskeið með honum bráðungum, þar sem hann kom fram í sjónvarpsþættinum „The Michael Douglas Show“ ásamt Bob Hope, með því að SMELLA HÉR: Tiger ólst upp í Kaliforníu þar sem hann sigraði næstum öll mót í sínum aldursflokki og oft krakka sem voru mun eldri en hann. Tiger var aðeins 3 ára þegar hann spilaði 9 holur undir 50 höggum. Fyrsta skiptið sem það gerðist var hann á 48 höggum og spilaði af rauðum teig á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rut Svanbergsdóttir – 29. desember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Rut Svanbergsdóttir. Helga Rut er fædd 29. desember 1982 og á því 37 ára afmæli í dag!!! Hún er í GM. Komast má á facebook síðu Helgu Rut til þess að óska henni til hamingju með afmælið með því að SMELLA HÉR: Innilega til hamingju með 37 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curt Allen Byrum, 29. desember 1958 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Arinbjörn Kúld, GA, 29. desember 1960 (58 ára); Ásta Henriksen, 29. desember 1964 (54 ára); Bruce Bulina, 29. desember 1966 (52 ára); Drew Hartt, 29. desember 1966 (52 ára); Finnbogi Þorkell Jónsson, 29. desember 1981 (37 ára); Robert Dinwiddie, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2019 | 12:00

Nokkrir PGA kylfingar segja frá bestu jólagjöfinni

Hér fyrr á tímum þegar golfframleiðendur sendu atvinnukylfingum ekki full box að ókeypis golfvörum, þ.e. kylfingum sem eru á styrktarsamningi við þá, þá urðu kylfingar eins og William McGirt að treysta á jólasveininn til þess að færa honum nýjustu viðbótina í golfpokann. McGirt, sigurvegari Memorial 2016 sagði að flestar gjafir hans hefðu verið golftengdar en gjöfin, sem hann hefði fengið þegar hann var 15 ára væri minnisstæðust. „Ég man þegar grafítsköftin komu fyrst og ég vildi endilega fá dræver með grafít skafti. Ég man ekki tegundinni á skaftinu, en ég man að þetta var Mizuno dræver og mér fannst þetta vera það frábærasta í heimi,“ sagði McGirt. Það var bara Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2019 | 20:50

Perla Sól í 1. sæti á South Florida Kickoff e. 1. dag!!!

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, tekur þátt í South Florida Kickoff, sem fram fer dagana 28.-29. desember 2019, í PGA National Resort, West Palm Beach, Flórída. Perla Sól spilar í flokki 13 ára og yngri hnáta. Þegar hún á síðustu holuna óspilaða á hún heil 9 högg á næsta keppanda, en hún hefir spilað PGA National, á sléttu pari, fyrir lokaholuna. Segja má að hún sé í góðri stöðu fyrir morgundaginn!!! Frábært hjá Perlu Sól!!! Sjá má stöðuna á South Florida Kickoff eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2019 | 20:30

Daníel Ísak á frábæru skori e. 1. dag í Flórída

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í Orlando International Amateur mótinu, sem fram fer Orange County National Golf Center & Lodge í Flórída, dagana 28.-30. desember 2019. Þetta eru þeir Böðvar Bragi Pálsson, GR; Daníel Ísak Steinarsson, GK; Hlynur Bergsson, GKG og Kristófer Karl Karlsson, GM. Spilað er á tveimur völlum; Crooked Cat (par-72) og Panther Lake (par-71). Mótið er gríðarstórt og þátttakendur 205. Þrír íslensku kylfinganna hafa lokið keppni þegar þessi frétt er rituð kl. 20:30 og af þeim hefir Daníel Ísak staðið sig best; er á góðu skori 3 undir pari, 68 höggum og meðal efstu manna í mótinu. Daníel Ísak spilaði Panther völlinn. Böðvar Bragi stóð sig líka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (52)

A golfer came home from a round of golf. It was his fifth round of golf in five days, and his wife had left a note on the fridge. “It’s not working, I can’t take it anymore!” she wrote. “Gone to stay with my mother.” He opened the fridge, the light came on and the beer was cold. He said to himself, “What the hell is she talking about?”