Evróputúrinn: Campillo sigraði í Qatar
Það var spænski kylfingurinn Jorge Campillo, sem sigraði á Commercial Bank Qatar Masters eftir bráðabana við Skotann David Drysdale. Eftir hefðbundnar 72 holur voru þeir Campillo og Drysdale efstir og jafnir, báðir á 13 undir pari, 271 höggi; Campillo (66 66 67 72) og Drysdale (67 69 64 71). Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Campillo betur og stóð uppi sem sigurvegari. Jorge Campillo er fæddur 1. júní 1986 og því 33 ára. Þetta er 2. sigur hans á Evróputúrnum. Mótið fór fram í Education City golfklúbbnum, Doha, Qatar, dagana 5.-8. mars og lauk fyrr í dag. Sjá má lokastöðuna á Commercial Bank Qatar Masters með Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Óskarsdóttir – 8. mars 2020
Afmæliskylfingur dagsins að þessu sinni er Margrét Óskarsdóttir. Margrét er fædd 8. mars 1964 og er því 56 ára. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Margrét Óskarsdóttir – 56 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Craig Warren, 8. mars 1964 (56 ára); Jónmundur Guðmarsson, 8. mars 1968 (52 ár1); Sunna Reynisdóttir, 8. mars 1968 (52 ára); Tómas Þráinsson, 8. mars 1968 (52 ára); Eggert Bjarnason, 8. mars 1978 (42 ára); Erla Þorsteinsdóttir, GS, 8. mars 1978 (42 ára); Paola Rodriguez; Col Golfistas Btá og ปรีชา นาเมืองรักษ์ og Schedar Tha Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2020: Rochelle Morris (8/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira
NGL: Bjarki T-12 á Spanish Masters!!!
Sex íslenskir kylfingar tóku þátt í ECCO Tour Spanish Masters – by DAT mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fór fram á tveimur völlum (Tour par-70 og Stadium par-72) í PGA Catalunya Resort, í Barcelona á Spáni, dagana 5.-7. mars 2020. Þetta voru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR; Ragnar Már Garðarsson; GKG og Rúnar Arnórsson, GK. Tveir kylfinganna, Guðmundur Ágúst og Ragnar Már komust ekki í gegnum niðurskurð. Af íslensku kylfingunum, sem spiluðu lokahringinn í dag, stóð Bjarki sig best, lauk keppni T-12 á samtals á 4 undir pari, 208 höggum (73 65 70). Haraldur Lesa meira
Symetra: Ólafía úr leik
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tók þátt í Florida´s Natural Charity Classic mótinu, sem er hluti af Symetra mótaröðinni, 2. deildinni hjá konunum í Bandaríkjunum. Ólafía hefir gefið út að hún ætli að halda sig við keppni í Bandaríkjunum þetta keppnistímabil, en góður árangur á Symetra getur leitt til spilaréttar á LPGA. Mótið fer fram í Winter Haven, Flórída, dagana 6.-8. mars 2020. Ólafía Þórunn er því miður úr leik, en hún lék 2. hring á 81 höggi. Samtals lék hún á 9 yfir pari, 153 höggum (72 81); en niðurskurður miðast sem stendur við samtals 5 yfir pari eða betra. Sjá má stöðuna á Florida´s Natural Charity Classic mótinu með Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (10/2020)
Fjórir menn eru að nálgast 15. holuna. Fyrsti kylfingurinn húkkar yfir girðingu sem þar er. Boltinn flýgur á götuna, skoppar upp, lendir á strætó, sem keyrir framhjá, endurkastast frá honum og beint inn á flöt. Allir eru forviða. Svo spyr einhver kylfinginn: „Segðu okkur, hvernig gerirðu það?“ Hann svarar hiklaust: „Maður verður að leggja strætóáætlunina á minnið!“
Evróputúrinn: Campillo leiðir f. lokhring Qatar Masters
Það er spænski kylfingurinn Jorge Campillo, sem er einn í forystu fyrir lokahring Commercial Bank Qatar Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Campillo hefir spilað á samtals 14 undir pari (66 66 67). Tveir deila 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Campillo, þeir: David Drysdale frá Skotlandi og Daninn Jeff Winther. Sjá má stöðuna á Commercial Bank Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á Commercial Bank Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Jorge Campillo
Afmæliskylfingur dagsins: Elín Soffía Harðardóttir – 7. mars 2020
Það Elín Soffía Harðardóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún er fædd 7. mars 1958. Elín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Elínu til hamingju með stórafmælið hér að neðan Elín Soffía Harðardóttir, GK – Innilega til hamingju með afmælið!!! 🙂 Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Homero Blancas, 7. mars 1938 (82 ára); Tom Lehman, 7. mars 1959 (61 árs); Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 7. mars 1961 (59 ára); Alfreð G Maríusson; 7. mars 1962 (58 ára); Jasper Parnevik, 7. mars 1965 (55 ára); Þorbjörn Guðjónsson, GR, 7. mars 1965 (55 ára); Alejandro Pedroza, 7. mars 1975 (45 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2020: Emma Westin (7/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira
PGA: Hatton og Kang leiða á Arnold Palmer Inv. í hálfleik
Það eru þeir Tyrrell Hatton og Sung Kang, sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag Arnold Palmer Invitational. Báðir hafa spilað á samtals 7 undir pari, hvor. Í 3. sæti er Danny Lee á samtals 6 undir pari og 3 deila 4. sætinu: Rory McIlroy, Sungjae Im og Harris English; allir á 5 undir pari. Sjá má stöðuna á Arnold Palmer Invitational með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Arnold Palmer Invitational með því að SMELLA HÉR:










