Symetra: Ólafía T-32 e. 1. dag í Flórída
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í Florida´s Natural Charity Classic mótinu, sem er hluti af Symetra mótaröðinni, 2. deildinni hjá konunum í Bandaríkjunum. Ólafía hefir gefið út að hún ætli að halda sig við keppni í Bandaríkjunum þetta keppnistímabil en góður árangur á Symetra getur leitt til spilaréttar á LPGA. Mótið fer fram í Winter Haven, Flórída, dagana 6.-8. mars 2020. Ólafía Þórunn lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum og er T-32. Á hringnum fékk hún 3 fugla og 3 skolla. Sjá má stöðuna á Florida´s Natural Charity Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Campillo og Sullivan leiða í hálfleik í Doha
Það eru þeir Jorge Campillo frá Spáni og enski kylfingurinn Andy Sullivan sem leiða í hálfleik á Qatar Masters. Báðir hafa þeir spilað á samtals 10 undir pari, 132 höggum (66 66). Síðan eru 5 sem deila 3. sætinu þeir Alexander Björk og Marcus Kinhult frá Svíþjóð, Frakkinn Romain Langasque, Oliver Fisher frá Englandi og Hollendingurinn Joost Luiten; allir á 9 undir pari. Sjá má stöðuna á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. hrings á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Andy Sullivan (t.v.) og Jorge Campillo (t.h.)
Symetra: Fylgist m/Ólafíu Þórunni HÉR!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í Florida´s Natural Charity Classic mótinu, sem er hluti af Symetra mótaröðinni, 2. deildinni hjá konunum í Bandaríkjunum. Ólafía hefir gefið út að hún ætli að halda sig við keppni í Bandaríkjunum þetta keppnistímabil en góður árangur á Symetra getur leitt til spilaréttar á LPGA. Mótið fer fram í Winter Haven, Flórída, dagana 6.-8. mars 2020. Ólafía Þórunn hefir nú þegar spilað 2 holur þegar þetta er ritað (kl. 17:10) og er komin á 1 undir par! Glæsilegt og vonandi að framhald verði á …. Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
NGL: Bjarki T-4 í Barcelona!!!
Sex íslenskir kylfingar tóku þátt í ECCO Tour Spanish Masters – by DAT mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fer fram á tveimur völlum (Tour par-70 og Stadium par-72) í PGA Catalunya Resort, í Barcelona á Spáni, dagana 5.-7. mars 2020. Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR; Ragnar Már Garðarsson; GKG og Rúnar Arnórsson, GK. Eftir 2. keppnisdag var skorið niður og komust 4 Íslendinganna í gegnum niðurskurð – þeir sem náðu ekki voru Guðmundur Ágúst og Ragnar Már. Bjarki er jafn 5 öðrum kylfingum í 4. sæti – Glæsilegur!!! Hann er búinn að Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Kristín Dagný Magnúsdóttir og Ari Kristinn Jónsson ———— 6. mars 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ari Kristinn Jónsson og Kristín Dagný Magnúsdóttir. Bæði eru þau fædd í dag, 6. mars 1949 og eiga því bæði 71 árs afmæli. Ari Kristinn er í Golfklúbbi Vestmannaeyja en Kristín Dagný, í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu Ara Kristins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Ari Kristinn Jónsson – 71 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Komast má á facebook síðu Kristín Dagnýjar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Kristín Dagný Magnúsdóttir – 71 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira
PGA: Every leiðir e. 1. dag Arnold Palmer Inv.
Rory McIlroy var búinn að vera í forystu mestallan daginn, en það var hins vegar Matt Every, sem tók af honum forystuna undir lokinn. Every er ekki nema nr. 309 á heimslistanum, en einhvern veginn kann hann vel við sig á BayHill hefir m.a. sigrað í mótinu tvívegis (2014 og 2015. Every kom í hús á 7 undir pari, 65 höggum og er einn í efsta sæti eftir 1. dag Sjá má stöðuna á Arnold Palmer Invitational með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Arnold Palmer Invitational með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Tumi lauk keppni T-21
Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina tóku þátt í Fort Lauderdale Intercollegiate. Mótið fór fram á Norðurvelli Fort Lauderdale Country Club í Flórída, dagana 2.-3. mars sl. Þátttakendur voru 78 frá 15 háskólum. Tumi lék á samtals 1 yfir pari, 216 höggum (75 72 70) og varð hann T-21 í einstaklingskeppninni. Tumi var á 3. besta skori liðs síns, Western Carolina, sem lauk keppni í 6. sæti liðakeppninnar. Sjá má lokastöðuna á Fort Lauderdale Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Højgaard efstur e. 1. dag Qatar Masters
Daninn Nicolai Højgaard er efstur eftir 1. dag Commercial Bank Qatar Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Højgaard lék á glæsilegum 7 undir pari, 64 höggum. Hér má sjá viðtal við Højgaard, sem sagði m.a. eftir hringinn góða að pútterinn hans hefði verið sjóðandi heitur SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR:
NGL: Haraldur og Ragnar Már bestir 6 íslenskra kylfinga e. 1. dag Spanish Masters
Sex íslenskir kylfingar taka þátt í ECCO Tour Spanish Masters – by DAT mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fer fram á tveimur völlum (Tour par-70 og Stadium par-72) í PGA Catalunya Resort, í Barcelona á Spáni. Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR; Ragnar Már Garðarsson; GKG og Rúnar Arnórsson, GK. Eftir 1. dag hafa þeir Haraldur Franklín og Ragnar Már staðið sig best; komu í hús á sléttu pari, Haraldur á 72 höggum en hann lék Stadium völlinn og Ragnar Már á 70 höggum en hann lék Tour völlinn. Báðir eru þeir jafnir í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hulda Clara Gestsdóttir – 5. mars 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Hulda Clara Gestsdóttir. Hulda Clara er fædd 5. mars 1992 og á því 18 ára afmæli í dag. Hulda Clara er í GKG. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Huldu Clöru til hamingju með afmælið hér að neðan: Hulda Clara Gestsdóttir – 18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Earl Dennison Woods (pabbi Tiger f. 5. mars 1932 – d. 3. maí 2006); Dale Douglass Wewoka, 5. mars 1936 (84 ára); Bíbí Ísabella Ólafsdóttir, 5. mars 1952 (68 ára); Sigurður Sveinsson, GM, 5. mars 1959 (61 árs); Mats Lanner, 5. mars 1961 (59 Lesa meira










