Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2020 | 10:00

Heimslistamótaröðin (1): Andri Þór og Guðrún Brá sigruðu

Það var atvinnukylfingurinn Andri Þór Björnsson, GR, sem sigraði í karlaflokki á ÍSAM-mótinu, því fyrsta á Heimslistamótaröðinni Andri Þór lék á samtals 4 undir pari, (70 72 70). Fyrir lokahringinn var hann 4 höggum á eftir hinum 17 ára áhugamanni, Dagbjarti Sigurbrandssyni, GR, sem leiddi, en varð síðan að sætta sig við 2. sætið 1 höggi á eftir sigurvegaranum. Í kvennaflokki sigraði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem var í forystu eftir 1. daginn, ein kvenna sem var á heildarskori undir pari og setti þar að auki glæsilegt vallarmet af bláum á Hlíðarvelli. Guðrún Brá lék samtals á 2 undir pari, 214 höggum (68 74 72), líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2020 | 18:00

Guðrún Brá með glæsilegt vallarmet!

Nú um helgina fór fram ÍSAM mótið á Heimslistamótaröðinni í golfi. Allir bestu kylfingar landsins mættu til leiks og var spilað frábært golf í blíðunni í gær. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili spilaði stórkostlegt golf á fyrri 18 holunum í gær og setti nýtt vallarmet af bláum teigum þegar hún lék á 68 höggum. Vallarmetið hafði staðið óhreyft frá því að Nína Geirsdóttir setti það árið 2015. Golf 1 óskar Guðrúnu Brá til hamingju með nýja vallarmetið!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Ásta Farestveit – 17. maí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Ásta Farestveit. Ólöf Ásta er fædd 17. maí 1969 og á því 51 árs afmæli í dag. Ólöf Ásta er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri m.a. á Opna Lancôme mótinu á Hellu undanfarin ár. Ólöf Ásta er gift Þráni Bj.Farestveit. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Ólöfu Ástu til hamingju með daginn: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tim Sluiter 17. maí 1979 (41 árs); Hunter Mahan 17. maí 1982 (38 ára); Tinna Jóhannsdóttir, GK, 17. maí 1986 (34 ára) ….. og ….. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2020 | 21:00

Heimslistamótaröðin (1): Guðrún Brá og Dagbjartur leiða e. 1. dag ÍSAM-mótsins

Það eru þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, sem eru í forystu eftir 1. dag ÍSAM mótsins.   Spilaðar voru 36 holur á Hlíðarvelli í Golfklúbbi Mosfellsbæjar á fyrri degi mótsins en á morgun, sunnudaginn 17. maí verða spilaðar 18 holur. Guðrún Brá var eini kvenkeppandinn, sem var með heildarskor undir pari, en 7 efstu karlkylfingarnir spiluðu auk þess allir undir pari. Athyglisvert er hversu vel áhugakylfingarnir eru að standa sig á þessum fyrsta mótsdegi. Mótið gefur stig á heimslistann. Staðan eftir 1. dag er eftirfarandi: Í kvennaflokki: 1 Guðrún Brá Björgvinsdóttir,  Golfklúbburinn Keilir, -2, 142 högg (68 74) 2 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbur Reykjavíkur, Par, 144 högg Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (20/2020)

Tveir kylfingar spila golf í rigningu og roki. Annar þeirra segir: við hinn „Hugsaðu þér, kona mín spurði mig virkilega hvort ég gæti hjálpað henni í garðinum – í þessu skítaveðri! “

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Leifur Hafþórsson – 16. maí 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, eini karlatvinnukylfingur Íslendinga, sem hefir náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröð karla og stolt svo margra í golfíþróttinni hérlendis. Birgir Leifur er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Birgir Leifur er fæddur 16. mars 1976 og er því 44 ára. Birgir Leifur lék á Evrópumótaröðinni 2007, en missti keppnisréttinn 2009 vegna meiðsla. Síðan þá hefir hann m.a. keppt á mótum Áskorendamótaraðar Evrópu. Birgir Leifur hefir sigrað nánast allt sem hægt er hérlendis og af mörgu verður hér látið sitja við að hann er sexfaldur Íslandsmeistari í höggleik. En Birgir Leifur er ekki aðeins einn fremsti kylfingur Íslendinga, heldur einnig framúrskarandi golfkennari, en það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Magnús Gunn- laugsson og Gísli Þorgeirsson – 15. maí 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Gísli Þorgeirsson og Magnús Gunnlaugsson. Magnús er fæddur 15. maí 1968 og á því 52 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Magnúsar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Magnús Gunnlaugsson – 52 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Gísli er fæddur 15. maí 1967 og er því 53 ára í dag. Komast má á facebook síðu Gísla til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Gísli Þorgeirsson – 53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Venturi (15. maí 1931 – 17. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2020 | 18:00

Mótaröð GSÍ 2020: Opið fyrir skráningu á B-59 Hótel mótið

B59 Hotel mótið – fyrsta stigamótið í mótaröð GSÍ 2020 fer fram á Garðavelli á Akranesi dagana 23.-24. maí 2020. Golfklúbburinn Leynir er framkvæmdaaðili mótsins. Leiknar verða 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum. Opnað hefur verið skráningu í mótið og er hægt að skrá sig með því að SMELLA HÉR:  Það eru allar líkur á því að allir bestu kylfingar landsins skrái sig til leiks, atvinnukylfingar sem og áhugakylfingar. Alls komast 144 kylfingar inn á keppendalistann. Leikfyrirkomulag Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Pálsdóttir – 14. maí 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Halldóra Pálsdóttir. Kristín er fædd 14. maí 1945 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Kristín er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Hún starfaði lengi sem hjúkrunarforstjóri við Heilsugæslu Hafnarfjarðar, Sólvangi. Golf 1 óskar Kristínu innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gallerý Ársól, 14. maí 1951 (69 ára); Snaedis Gunnlaugsdottir, 14. maí 1952 – d. allt of fljótt (hefði orðið 68 ára); Hafsteinn Baldursson, 14. maí 1952 (68 árs); Frank Ivan Joseph Nobilo, 14. maí 1960 (60 ára); Þjóðhildur Þórðardóttir 14. maí 1969 (51 árs); Zuzana Kamasová, 14. maí 1978 (42 ára); Blair O´Neal, 14. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2020 | 20:00

Allir bestu með í ÍSAM mótinu

Gríðarlega sterkur keppendahópur er skráður til leiks á fyrsta mót tímabilsins á heimslistamótaröðinni á Íslandi, ÍSAM-mótið, fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 16.-17. maí. Margt sem bendir til þess að þetta mót verði eina WAGR mótið í Evrópu og jafnvel heiminum sem leikið verður á þessum tíma. Leikið verður eftir sérstökum Covid-19 keppnis – og staðarreglum. Mótið er einnig áhugavert fyrir þær sakir að keppnisvöllurinn, Hlíðavöllur, verður einnig í aðalhlutverki þegar Íslandsmótið í golfi hefst í byrjun ágúst. Og verður það í fyrsta sinn sem Íslandsmótið í golfi fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Samkvæmt bestu heimildum golf.is hefur keppendahópur á golfmóti á Íslandi ekki verið sterkari í mörg Lesa meira