Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2020 | 20:00

PGA: Kokrak sigraði á CJ Cup

Bandaríski kylfingurinn Jason Kokrak sigraði á CJ Cup, sem var mót vikunnar á PGA mótaröðinni. Mótið fór fram í Shadow Creek golfvellinum í Las Vegas, Nevada, nagana 15.-18. október 2020. Þetta er fyrsti sigur Kokrak á PGA Tour. Sigurskorið var 20 undir pari, 268 högg (70 66 68 64). Xander Schauffele varð í 2. sæti á samtals 18 undir pari og Tyrrell Hatton og Russell Henley deildu 3. sætinu, á samtals 17 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á CJ Cup með því að

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: Otaegui sigraði á skoska meistaramótinu

Það var spænski kylfingurinn Adrian Otaegui, sem sigraði á Scottish Championship presented by AXA (m.ö.o. skoska meistaramótinu), sem fram fór dagana 15.-18. október og lauk í gær á Fairmont, St. Andrews í Fife, Skottlandi. Sigurskor Otaegui var 23 undir pari, 265 högg (62 70 70 63). Otaegui átti heil 4 högg á enska kylfinginn Matt Wallace, sem varð í 2. sæti á samtals 19 undir pari. Í 3. sæti varð síðan Aaron Rai á samtals 17 undir pari. Sjá má lokastöðuna á skoska meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gaukur Kormáks og Rúna Baldvinsdóttir – 19. október 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Gaukur Kormáks og Rúna Baldvinsdóttir. Rúna Baldinsdóttir er fædd 19. október 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag.   Rúna Baldvinsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Gaukur er fæddur 19. október 1970 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Gaukur Kormáks – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stefán Már Stefánsson, prófessor, 19. október 1938 (82 ára); Hjörtur Sigurðsson, GA, 19. október 1956 (64 árs) ; Dawn Coe-Jones, 19. október 1960 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Brian H Henninger, 19. október 1963 (57 ára);  Kristvin Bjarnason, GB, 19. október 1971 (49 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2020 | 20:00

Tilkynning um opnun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra sem birt var 18. október verður að nýju hægt að  stunda golf á höfuðborgarsvæðinu frá og með 20. október. Um er að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi. Kylfingar er hvattir til þess að sinna persónulegum sóttvörnum í hvívetna, virða tveggja metra fjarlægðarmörk og forðast hópamyndanir á golfvallasvæðunum, s.s. við golfskála og á bílastæðum. Í ljósi aðstæðna verður leikið samkvæmt þeim leiðbeiningum sem teknar voru upp og kynntar voru kylfingum þann 4. maí síðastliðinn. Í þeim leiðbeiningum fólst að boltaþvottavélar voru fjarlægðar af golfvöllum og hrífur teknar úr glompum. Óheimilt er að fjarlægja flaggstangir úr holum og svampar verða í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hanna Fanney Proppé – 18. október 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Hanna Fanney Proppé. Hún er fædd 18. október 1965 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:   Hanna Fanney Proppé (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ársæll Steinmóðsson, 18. október 1961 (59 ára); Aðalsteinn Aðalsteinsson, 18. október 1964 (56 ára); Nick O´Hern, 18. október 1971 (49 ára); Stephen Douglas Allan, 18. október 1973 (47 ára); Riko Higashio (東尾 理子 Higashio Riko), 18. nóvember 1975 (45 ára); Rafa Echenique, 18. október 1980 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Arnór Þorri Sigurðsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (42/2020)

Yfirmaðurinn í Pro-Shop-inu spurði starfsmann sinn að eftirfarandi: „Keypti náunginn sem þú varst að afgreiða eitthvað?“ „Já, hann keypti dýru golfskóna úr ekta leðrinu.“ „Borgaði hann fyrir þá? spurði yfirmaðurinn þá. „Nei, hann kemur með peningana á morgun þegar hann spilar hring hjá okkur.“ „Ertu brjálaður? Maðurinn mun spila með skóna okkar á öllum völlum heimsins og mun aldrei koma aftur!“ „Það held ekki, því ég pakkaði nefnilega niður tveimur vinstri skóm fyrir hann.“

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els – 17. október 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els.  Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og á því 51 árs afmæli í dag. Hann vann e.t.v. stærsta sigur sinn á golfvellinum 2012 þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 Sjá má kynningu Golf á afmæliskylfingnum með því að smella á eftirfarandi: Els 1 – Els 2 – Els 3 – Els 4 – Els 5 – Els 6 – Els 7 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigfús Ægir Árnason, 17. október 1954 (66 ára); Blaine McCallister, 17. október 1958 (62 ára); Stefán S. Arnbjörnsson, 17. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Casandra Danielle Hall (58/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Agnes Ingadóttir – 16. október 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Agnes Ingadóttir. Agnes er fædd 16. október 1965 og á því afmæli í dag. Agnes er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Rifja má upp eldra viðtal við Agnesi með því að SMELLA HÉR: Agnes Ingadóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herdís Guðmundsdóttir, (f. 16. október 1910- d. 29.1.1997) Fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem hlaut meistaratign í golfi. Meistari Golfklúbbs Íslands, síðar GR, 1938, 1939, 1944, 1945 og 1948; Margrét Óskarsdóttir, GM 16. október 1951 (69 ára); Val Skinner, 16. október 1960 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Kay Cockerill, 16. október 1964 (56 ára); Sigrún Helgadóttir, 16. október 1968 (52 ára) Flosi Sig 16. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Nobuhle Dlamini (57/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira