Afmæliskylfingur dagsins: Brynjar Eldon —-— 25. október 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Brynjar Eldon Geirsson. Brynjar er fæddur 25. október 1977 og er því 43 ára í dag. Komast má á facebook síðu Brynjars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Brynjar Eldon Geirsson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Herman Densmore „Denny“ Shute f. 25. október 1904 – d. 13. maí 1974; Muffin Spencer-Devlin, f. 25. október 1953 (67 ára); Guan Tian-lang, (kínverskur kylfingur) 25. október 1998 (22 ára – var yngstur til að spila á the Masters risamótinu (14 ára) og komast í gegnum niðurskurð) …… og …..Oddný Rósa Halldórsdóttir, 25. október 1957 Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (43/2020)
Eiginkonan skammast. „Golf, golf, golf! Ég heyri þig ekki tala um annað en golf. Ég þori að veðja að þú manst ekki einu sinni hvenær brúðkaupsdagurinn okkar var!?“ „Þar skjátlast þér,“ svarar eiginmaðurinn. „Það var daginn sem ég náði 5 fuglum á Korpunni!!!“
Afmæliskylfingur dagsins: Ricardo Gonzáles – 24. október 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Ricardo Gonzales. Hann fæddist 24. október 1969 í Corrientes, Argentínu og á því 51 árs afmæli í dag. Gonzales gerðist atvinnumaður í golfi 1986 og á að baki 24 sigra, þ.á.m. 2 á Áskorendamótaröð Evrópu og 4 sigra á Evróputúrnum. Gonzales er sá elsti í sögu Evróputúrsins til þess að komast í gegnum úrtökumót en það var 2016, en þá var Gonzales 47 ára. Besti árangur Gonzales í risamótum er T-10 árangur á PGA Championship árið 2002. Í dag býr Gonzales í Rosario í Argentínu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ann „Margie” Masters, 24. október 1934 (86 ára); Ian Michael Baker Finch, Lesa meira
Íslandsmótið í golfi 2021 fer fram á Akureyri og í Vestmannaeyjum 2022
Íslandsmótið í golfi 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 5.-8. ágúst. Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili Íslandsmótsins 2021 í samstarfi við Golfklúbb Akureyrar. Íslandsmótið fór fram síðast á Jaðarsvelli árið 2016. Á Íslandsmótinu í golfi 2021 verður keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. sinn og í 55. sinn í kvennaflokki. Fyrst var keppt í karlaflokki árið 1942 og árið 1967 í kvennaflokki. Frá því að keppt var fyrst á Íslandsmótinu í golfi hefur Íslandsmótið farið fram alls 17 sinnum á Akureyri. Íslandsmótið 2021 verður það átjánda frá upphafi sem fram fer á Akureyri. Í kvennaflokki hefur mótið farið fram alls 9 sinnum á Akureyri frá því að fyrst Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Chi Chi Rodriguez – 23. október 2020
Afmæliskylfingurinn okkar í dag er Juan Antonio Chi Chi Rodriguez, en hann fæddist 23. október 1935, í Rio Piedras á Puerto Rico og er því 85 ára í dag. Hann er sonur fátækra hjóna og var einn 6 systkina. Faðir hans hlaut aðeins $ 18 (um 2000 krónur) í vikulaun sem verkamaður og fjársölumaður. Chi Chi var aðeins 7 ára gamall þegar hann fór að leggja til heimilisins með því að bera vatn á sykurreyrplantekrum. Dag einn villtist Chi Chi litli inn á golfvöll en sá fljótlega að caddy-ar hlutu hærri laun en hann og ákvað að verða caddy. Sem barn tók Chi Chi grein af guava-trénu og bjó sér Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Reyr Sigurðsson – 22. október 202
Afmæliskylfingar dagsins, 22. október 2020 er Kristinn Reyr Sigurðsson. Kristinn Reyr er fæddur 22. október 1996 og á því 24 ára afmæli í dag. Kristinn Reyr er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Kristinn Reyr varð m.a. í 4. sæti á stigalista GSÍ 2013 í piltaflokki. Hann hefir m.a. spilað á Mótaröð þeirra bestu (áður: Eimskipsmótaröðin). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Kristinn Reyr Sigurðsson, GR. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Olof Loa Jonsd., 22. október 1948 (72 ára); Sonja B. Jónsdóttir, 22. október 1952 (68 ára); Júlíus Þór Tryggvason, 22. október 1966 (54 ára); Adam Lesa meira
COVID-19 reglur varðandi framkvæmd æfinga og keppni
Reglur varðandi framkvæmd æfinga og keppni (Golfsamband Íslands). Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð á æfingum og keppni verði með þeim hætti að hægt sé að halda úti íþróttastarfi á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Mikilvægasta vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem sóttvarnalæknir, embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu mánuðina. Markmiðið er að lágmarka áhættuna á að þátttakendur (iðkendur, starfsmenn félaga og allt annað aðstoðarfólk) smitist af COVID-19. Markmiðið er jafnframt og ekki síður að lágmarka smit til annarra, ef einstaklingur innan félags sýkist þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir. Mikilvægt er að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Guðlaugsson og Pétur Örn Guðmundsson – 21. október 2020
Það er Hrafn Guðlaugsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hrafn er fæddur 21. október 1990 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbsins Setbergs (GSE) í Hafnarfirði 2012, 2014 og 2018. Sjá má viðtal Golf1, sem tekið var við Hrafn í byrjun árs 2013 með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hrafni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafn Guðlaugsson, GSE og Faulkner. Mynd: Faulkner Hrafn Guðlaugsson (30 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Hinn afmæliskylfingurinn er Pétur Örn Guðmundsson. Hann er fæddur 21. október og á því 50 ára afmæli í dag. Komast má á facebook Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2020: Sarina Schmidt (59/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristján Þór Kristjánsson – 20. október 2020
Það er Kristján Þór Kristjánsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristján Þór fæddist 20. október 1967 og á því 53 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er kvæntur Helgu Loftsdóttur. Komast má á facebooksíðu Kristjáns Þórs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan (53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tsuneyuki „Tommy“ Nakajima, 20. október 1954 (66 ára); David Lynn, 20. október 1973 (47 ára); Veronica Zorzi, 20. október 1980 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Þórir Jakob Olgeirsson, 20. október 1991 (29 ára); Danielle Kang, 20. október 1992 (28 ára) og …… Lesa meira










