Afmæliskylfingur dagsins: James Alexander Barclay – 29. október 2020
James Alexander Barclay fæddist 29. október 1923 í Glasgow og hefði orðið 96 ára í dag en hann lést 3. desember 2011, 88 ára að aldri. Barclay var rannsóknarmaður og forstjóri í kanadíska olíubransanum, en einnig kylfingur og höfundur 626 bls. golfbókar, sem nefnist: Golf in Canada – A history, sem er yfirgripsmesta verk, um golf sem gefið hefir verið út í Kanada. Barclay hóf feril sinn með því að spila með járnum með valhnotu (hickory) sköftum í Skotlandi. Hann útskrifaðist í efnafræði frá Glasgow háskóla og vann stærstan part ævinnar í olíubransanum og náði hæst að verða varaforstjóri olíufyrirtækis. Hann fluttist til Kanada 1968, en settist í helgan stein Lesa meira
LET: Chiara Noja yngsti þátttakandi í OMEGA Dubai Moonlight Classic
Hin þýska 14 ára Chiara Noja verður yngsti þátttakandi í Omega Dubai Moonlight Classic mótinu, sem hefst í næstu viku og er hluti af Evrópumótaröð kvenna (LET). Noja er nýflutt til Dubai, þar sem fjölskylda vill veita henni kjöraðstæður til æfinga. Noja vakti fyrst athygli á sér þegar hún sigraði í Hertfordshire Lady County Championship aðeins 12 ára. Þrátt fyrir ungan aldur er hún þegar komin með forgjöf upp á +5. Það verður spennandi að sjá hvernig Chiara vegnar meðal atvinnumannanna, en meðal þátttakenda í mótinu er einnig Guðrún Brá „okkar“ Björgvinsdóttir og mótið mjög sterkt.
Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Freyr Pétursson og Anna Margrét Kristjánsdóttir – 28. október 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Pétur Freyr Pétursson og Anna Margrét Kristjánsdóttir. Þau eru bæði fædd 28. október 1990 og eiga því bæði 30 ára afmæli. Pétur Freyr er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska Pétri Frey og Önnu Margréti til hamingju með daginn hér að neðan: Pétur Freyr – Innilega til hamingju með 30 ára stórafmælið!!! Anna Margrét – Innilega til hamingju með 30 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudmundina Ragnarsdottir, GO 28. október 1958 (62 ára); Atli Ingvars, 28. október 1963 (57 ára); Klaus Richter, 28. október 1966 (54 ára); Guðmundur Steingrímsson, 28. október 1972 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2020: Maiken Bing Poulsen (60/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Sesselja Engilráð Barðdal og Sóley Gyða Jörundsdóttir– 27. október 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru þær Sesselja Engilráð Barðdal og Sóley Gyða Jörundsdóttir. Sóley Gyða er fædd 27. október 1960 og fagnar því 60 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu Sóleyjar Gyðu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Sóley Gyða Jörundsdóttir – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Sesselja Engilráð er fædd 27. október 1970 og fagnar því 50 ára stór- afmæli. Komast má á facebook síðu Sesselju Engilráð til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Sesselja Engilráð Barðdal – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Carol Semple, 27. Lesa meira
Ólympíuhópur ÍSÍ fyrir ÓL í Tokyo – 5 íslenskir kylfingar á listanum
Nýverið birti Íþrótta – og Ólympíusambandið lista með nöfnum íþróttafólks sem er á ÓIympíulista ÍSÍ fyrir ÓL í Tókýó. Á listanum eru fimm kylfingar sem taldir eru eiga möguleika á að tryggja sér keppnisrétt. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús, ÓIafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru á þessum lista sem telur alls 27 einstaklinga. Setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram þann 23. júlí 2021. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð þann 8. ágúst. Leikarnir áttu að hefjast þann 24. júlí 2020, en þeim var frestað um eitt ár vegna ástandsins í heiminum sökum Covid-19. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og skipuleggjendur leikanna í Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Anton Ingi Þorsteinsson og Elísabet Sigurbjarnadóttir – 26. október 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru Anton Ingi Þorsteinsson og Elísabet Sigurbjarnardóttir. Elísabet er fædd 26. október 1965 og er því 55 ára í dag. Anotn Ingi er fæddur 26. október 1975 og á 45 ára afmæli. Elísabet Sigurbjarnardóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Anton Ingi Þorsteinsson Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Helga Jóhannsdóttir , g. 26. október 1963 (57 ára); Mark Bucek, f. 26. október 1961 (59 ára); David Miley f. 26. október 1966 (54 ára) Melodie Bourdy, 26. október 1986 (34 ára); Davíð Skarphéðinsson GK, 26. október 1987 (33 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
PGA: Cantlay sigraði á ZOZO
Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Cantlay sem vann upp 3 högga forystu sem Justin Thomas hafði fyrir lokahringinn á móti vikunnar á PGA Tour, ZOZO Championship og stóð uppi sem sigurvegari! Sigurskor Cantlay var 23 undir pari, 265 högg (67 65 68 65). Í 2. sæti urðu Justin Thomas og Jon Rahm, aðeins 1 höggi á eftir. Fyrir sigurinn hlaut Cantlay $ 1.440.000 (u.þ.b. 187 milljónir íslenskra króna). Sjá má lokastöðuna á ZOZO Championship með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Fyrsti sigur McDonald bar upp á 28 ára afmælisdaginn!!!
LPGA Drive On Championship Reynolds Lake Oconee fór fram dagana 22.-25. október og lauk því í dag. Sigurvegari mótsins var hin bandríska Ally McDonald og er þetta fyrsti sigur hennar á LPGA. Sigurskor McDonald var 16 undir pari, 272 högg (66 – 68 – 69 – 69). Svo skemmtilega vildi til að fyrsti sigur McDonald bar upp á afmælisdag hennar – en hún er fædd 25. október 1992 og varð því 28 ára sigurdaginn- Fyrsti LPGA sigurinn líklega stærsta gjöfin! Í 2. sæti varð landa McDonald, Danielle Kang, sem var aðeins 1 höggi á eftir. Sjá má lokastöðuna á LPGA Drive On með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: McGowan sigraði á Opna ítalska
Það var Ross McGowan, sem sigraði á Opna Ítalska, móti vikunnar á Evrópumótaröð karla. Mótið fór fram í Chervò golfklúbbnum, í San Vigilio di Pozzolengo, í Brescia, á Ítalíu, dagana 22.-25. október 2020. Sigurskor McGowan var 20 undir pari, 268 högg (66 64 67 71). Hann átti aðeins 1 högg á landa sinn Laurie Canter og belgíska Ryder kylfinginn Nicolas Colsaerts, sem höfnuðu í 2. sæti. Þetta er fyrsti sigur McGowan á Evróptúrnum í 11 ár en fyrir á hann 1 sigur á mótaröðinni á Madrid Masters, 2009. Sjá má lokastöðuna á Opna ítalska með því að SMELLA HÉR:









