Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2020 | 20:00

PGA: Gay sigraði e. bráðabana í Bermuda

Það var Brian Gay, sem bar sigur úr býtum á Bermuda Championship, sem var mót vikunnar á PGA Tour. Gay og Wyndham Clark voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur, á samtals 15 undir pari, hvor. Það þurfti því bráðabana til að skera úr um sigur og hann kom þegar á 1. holu bráðabanans, þar sem Gay fékk fugl en Clark tapaði á pari. Þetta er fyrsti sigur Gay frá 21. janúar 2013 en þá sigraði Gay á Humana Challenge. Sigurinn nú er 5. sigur hans á PGA Tour. Gay er fæddur 14. desember 1971 og því með eldri kylfingum á PGA Tour, 48 ára. Bandaríski kylfingurinn Ollie Schniederjans Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: Shinkwin sigraði á Kýpur

Það var enski kylfingurinn Callum Shinkwin, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum: Aphrodite Hill Cyprus Open, sem fram fór í Aprhrodite Hills golfstaðnum í Paphos á Kýpur, dagana 29. október – 1. nóvember 2020. Það var glæsipútt sem kom Shinkwin í bráðabana við Finnann Kalle Samooja, en báðir voru efstir og jafnir eftir hefðbundið spil; þ.e. báðir á samtals 20 undir pari, hvor. Það varð því að koma til bráðabana til þess að skera úr um sigurinn. Það var strax á 1. holu bráðabanans sem Shinkwin sigraði á pari meðan Samooja fékk skolla. Þetta var fyrsti sigur Shinkwin á Evróputúrnum. Hann er fæddur 22. maí 1993 og því 27 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karítas Sigurvinsdóttir – 2. nóvember 2020

Afmæliskyfingur dagsins er Karitas Sigurvinsdóttir, Karitas er fædd 2. nóvember 1963. Hún er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Karitas hefir tekið þátt í fjölda golfmóta og staðið sig með ágætum. Hún er gift og á tvær dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Karitas Sigurvinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Isette Pearson; f. 2. nóvember 1861 – d. 25. maí 1941; Dave Stockton, 2. nóvember 1941 (79 ára); Anna Katrín Sverrisdóttir, 2. nóvember 1991 (29 ára) ….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2020 | 20:00

Valdís nýr íþróttastjóri GL og stefnir á ÓL 2021

Valdís Þóra Jónsdóttir er nýr íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni (GL). Atvinnukylfingurinn tekur við starfinu í byrjun nóvember en hún hefur stýrt gangi mála í barna – og unglingastarfi Leynis frá því um mitt sumar. Birgir Leifur Hafþórsson var áður í þessu starfi en hann sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Valdís Þóra hefur verið í fremstu röð atvinnukylfinga á undanförnum árum en hún er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni – sem er sterkasta atvinnumannamótaröð Evrópu í kvennaflokki. Hún ætlar að halda áfram í atvinnumennsku samhliða starfinu hjá Leyni. Valdís Þóra er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, 2009, 2012 og 2017. Hún varð einnig Evrópumeistari í liðakeppni árið 2018 . Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gary Player –——– 1. nóvember 2020

Afmæliskylfingur dagsins er ein af golfgoðsögnunum 3, Gary Player. Hinar eru auðvitað Arnold Palmer og Jack Nicklaus, sem ekki eiga afmæli í dag! Gary Player fæddist 1. nóvember 1935 í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og er því 85 ára merkisafmæli í dag. Gary sigraði 9 sinnum í risamótum á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi: Masters: 1961, 1974, 1978 Opna bandaríska: 1965 Opna breska: 1959, 1968, 1974 PGA Championship: 1962, 1972. Þessir 9 sigrar ásamt 9 sigrum hans á risamótum Champions Tour gera það að verkum að hann er álitinn einn af yfirburðakylfingum í sögu golfsins. Gary Player var tekinn í frægðarhöll kylfinga (World Golf Hall of Fame) árið 1974. Gary Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (44/2020)

Nokkrar fleygar, fyndnar setningar eftir þekkta kylfinga: Golf is like chasing a quinine pill around a cow pasture: Winston Churchill It took me seventeen years to get 3,000 hits in baseball. I did it in one afternoon on the golf course: Babe Ruth Columbus went around the world in 1492. That isn’t a lot of strokes when you consider the course: Lee Trevino These greens are so fast I have to hold my putter over the ball and hit it with the shadow: Sam Snead If you think it’s hard to meet new people, try picking up the wrong golf ball: Jack Lemmon If you’re caught on a golf course Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alda Kolbrún Haraldsdóttir – 31. október 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Alda Kolbrún Haraldsdóttir. Alda Kolbrún er fædd 31. október 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Alda Kolbrún Haraldsdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rives McBee, 31. október 1938 (82 ára); Guðjon Stefansson, 31. október 1947 (73 ára); Toru Nakamura (中村 通Nakamura Tōru) 31. október 1950 (70 ára MERKISAFMÆLI!!!); Snæbjørn Bjornsson Birnir, 31. október 1953 (67 ára); Mardan Mamat, 31. október 1967 frá Singapore (53 ára); Krisztina Batta, 31. október 1968 (52 ára); Mark Wilson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2020 | 13:00

Sóttvarnalæknir segir að óheimilt sé að stunda golf – loka þarf golfvöllum landsins

Í framhaldi af upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í gær (30. október 2020), þar sem tilkynnt var um hertar aðgerðir í sóttvörnum óskaði viðbragðshópur GSÍ eftir nánari útskýringum á því hvort 6. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar eigi við um golfiðkun. Að mati hópsins er ekki nægur samhljómur á milli þess að segja annars vegar að íþróttir (þar með talið æfingar og keppni) utandyra án snertingar séu óheimilar og hins vegar leyfa „einstaklingsbundnar æfingar án snertingar, svo sem útihlaup eða sambærilega hreyfingu“. Svar Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns almannavarnarsviðs ríkislögreglustjóra til GSÍ er afdráttarlaust. Þeir segja að golf falli undir það ákvæði að allar æfingar og keppnir í íþróttum séu nú óheimilar. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sesselja Björnsdóttir – 30. október 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Sesselja Björnsdóttir. Sesselja er fædd 30. október 1957 og á því 63 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sesselja Björnsdóttir – Innilega til hamingju með 63 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón Smári Guðmundsson 30. október 1961 (59 ára), Mayumi Hirase (jap: 平瀬真由美) 30. október 1969 (51 árs); Anton Þór, 30. október 1976 (44 ára); Samskipti Ehf … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Alice Hewson (61/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira