Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2020 | 16:00

Afmælisbarn dagsins: St. Nikulás —————— 6. desember 2020

Í dag er haldið upp á St. Nikulásar-daginn víðs vegar í ríkjum kaþólskra, en St. Nikulás frá Myra er dýrlingur hjá kaþólskum. Dagurinn í dag er dánardægur St. Nikulás en hann dó árið 323, og gjöfuls anda hans minnst. Nikulás eftir Lipensky (t.v.) Margar sögur eru til um kraftaverk St. Nikulás. Ein sagan gengur út á að hann hafi safnað saman öllum verðmætum í strandbæ einum í Tyrklandi og fengið þau sjóræningjum, sem höfðu hneppt börn bæjarins í gíslingu. Sagan á að sýna að börnin eru dýrmætari en allar mannana eigur. Frægust er sagan af því þegar hann forðaðið 3 föngulegum stúlkum frá hórdómi og endurlífgaði 3 drengi sem vondur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (49/2020)

Enn nokkrar skemmtilegar golfsagnir á ensku (sumar er erfitt að þýða): 1 Why do golfers always have two pairs of pants? In case they get a hole in one. 2 The golf ball said to the other, “See you around.” 3 It takes FORE golfers to change a light bulb 4 Cinderella was a lousy golfer because her coach was a pumpkin 5 Funny how you can talk to a fade but a hook won’t listen in golf 6 Teacher, “what is a snowman in golf?” students: “an eight on a hole.” 7 What is afraid of the dark? A ball that won’t get into the hole. 8 How do Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Elsa Jónsdóttir – 5. desember 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Elsa Jónsdóttir. Stefanía Elsa er fædd 5. desember 1996 og á því 24 ára afmæli í dag. Hún er afrekskylfingur Golfklúbbs Akureyrar. Árið 2012 hlaut Stefanía Elsa m.a. heiðursnafnbótina Fyrirmyndarkylfingur GA. Hún varð t.a.m. í 10. sæti á stigalista GSÍ í stúlknaflokki 2013. Árið 2014 sigraði Stefanía Elsa eftirminnilega í Kvennamóti Vita og Forever og er aðeins fátt eitt talið hér á glæstum ferli Stefaníu Elsu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Stefanía Elsa Jónsdóttir, GA. Mynd:: Í einkaeigu Stefania Elsa Jónsdóttir, 24 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2020 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Amy Boulden (65/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2020

Það er LET kylfingurinn og Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Valdís Þóra er fædd 4. desember 1989 og á því 31 árs afmæli í dag. Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75) í lok júlí 2012. Valdís Þóra slær upphafshöggið á Íslands-mótinu í höggleik 2012. Mynd: Golf Valdís Þóra hefir m.a. verið klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis í mörg ár og er nú íþróttastjóri klúbbsins. Hún spilaði golf með golfliði Texas State í bandaríska háskólagolfinu, en þaðan útskrifaðist hún 2012. Valdís Þóra þátt í HM kvennalandsliða áhugamanna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2020 | 13:00

GM: Arnór Daði og María Eir kylfingar ársins U18

Á heimasíðu GM segir að þau María Eir og Arnór Daði hafi verið valin kylfingar ársins 2020 U18. Sjá má frétt GM þar um á heimasíðunni með því að SMELLA HÉR:  Golf 1 óskar þeim Maríu Eir og Arnóri Daða til hamingju með heiðurstitlana.  

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Örn Birgisson – 3. desember 2020

Það er lögmaðurinn, forseti GSÍ og EGA, Haukur Örn Birgisson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haukur Örn er fæddur 3. desember 1979 og því 41 árs í dag. Hann er félagi í Golfklúbbnum Oddi og aukaaðild í Golfklúbbi Flúða. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Hauk Örn með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Haukur Örn Birgisson, Forseti GSÍ. Mynd: Golf 1 Elsku Haukur Örn Birgisson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hörður Vilhjálmur Sigmarsson, 3. desember 1953, GK (67 ára ); Skarphéðinn Skarphéðinsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2020 | 13:00

GM: Arna Rún og Kristófer Karl kylfingar ársins 2020

Þau Arna Rún Kristjánsdóttir og Kristófer Karl Karlsson eru kylfingar ársins hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Fréttatilkynning um kvenkylfing ársins birtist á heimasíðu GM – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Frétt um karlkylfing ársins birtist á heimasíðu GM í dag – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Golf 1 óskar þeim Örnu Rún og Kristófer Karli til hamingju með heiðurstitlana!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Pétursson og Ölver Jónsson —- 2. desember 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Bjarki Pétursson og Ölver Jónsson. Ölver Jónsson er fæddur 2. desember 1970 og á því 50 ára STÓRAFMÆLI í dag. Komast má á facebook síðu Ölvers til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Ölver Jónsson – 50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Bjarki Pétursson er fæddur 2. desember 1994 og á því 26 ára afmæli í dag. Bjarki er afrekskylfingur í Golfklúbbi Borgarness (GKB) og hefir m.a. orðið klúbbmeistari GB 5 sinnum í röð!!! Bjarki var m.a. valinn efnilegasti kylfingur Íslands á lokahófi GSÍ, 10. september 2011. Árið 2011 tók Bjarki þátt í Duke of York mótinu á Hoylake Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2020 | 18:00

Til hamingju Ísland – 1. desember 2020!

Í dag er Fullveldisdagurinn og við höldum upp á að Ísland hlaut fullveldi þann 1. desember 1918 frá Danmörku. Fullveldi felur í sér að fara með æðstu stjórn, dóms-, löggjafar- og framkvæmdavald, t.a.m. skv. kenningunni um þrískiptingu ríkisvalds yfir landsvæði eða hóp fólks. Það er ýmist ríkisstjórn eða þjóðhöfðingi sem fer með fullveldið. Ísland hlaut fullveldi í dag fyrir nákvæmlega 101 ári, en varð ekki sjálfstætt fyrr en 17. júní 1944. Ástæðan er sú að Íslendingar viðurkenndu danska konunginn áfram sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana. Golf 1 óskar kylfingum landsins, sem öðrum Íslendingum til hamingju með daginn!