PGA: Joel Dahmen sigraði í Punta Cana
Það var bandaríski kylfingurinn Joel Dahmen, sem sigraði í Corales Puntacana Resort & Club Championship, sem fór fram dagana 25.-28. mars 2021 í Punta Cana í Dóminíkanska lýðveldinu. Mótið er mót þeirra, sem ekki spila með í heimsmótinu í holukeppni, sem fram fór sömu daga. Sigurvegari mótsins varð bandaríski kylfingurinn Joel Dahmen. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Dahmen með því að SMELLA HÉR: Sigurskor hans var 12 undir pari, 276 högg (67 71 68 70) Í 2. sæti varð Sam Snyder á samtals 11 undir pari. Til að sjá lokastöðuna á Corales Puntacana Resort & Club Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Páll Þórisson – 29. mars 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Páll Þórisson, en hann er fæddur 29. mars 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Gunnar Páll er í GKG. Hann hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni (nú mótaröð þeirra bestu) og 2012 á Símamótinu í Grafarholti fór hann holu í höggi af 190 m færi og sló með 4-járninu sínu. Gunnar Páll hefir jafnframt verið í karlasveit GKG í sveitakeppnum og er þá fátt eitt talið af ferli Gunnars Páls. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Gunnar Páll Þórisson – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ernest Lesa meira
Evróputúrinn: Van Tonder sigraði á Kenya Savannah Classic e. bráðabana við Jazz og m/ eiginkonuna Abigail á pokanum
Kenya Savannah Classic var mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fór fram dagana 23.-26. mars sl. í Karen golfklúbbnum í höfuðstað Kenýa – Nairobi. Sigurvegari mótsins varð Daníel Van Tonder frá S-Afríku. Van Tonder og thaílendingurinn Jazz Janewattananond voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Van Tonder hafði betur á 3. holu bráðabanans – var á parinu meðan Jazz fékk skolla. Van Tonder er ekki þekkt nafn á Evróputúrnum, enda hefir hann aðallega spilað á Sólskinstúrnum s-afríska. Van Tonder er fæddur 12. mars 1991 og því 30 ára. Þetta er fyrsti sigur hans á Evróputúrnum en fyrir á hann Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Liebelei Elena Lawrence; Axel Óli Ægisson og Jónas Þórir Þórisson – 28. mars 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír. Fyrstan ber að nefna Jónas Þóri Þórisson, en hann er fæddur 28. mars 1956 og á því 65 ára afmæli í dag!!! Síðan á Axel Óli Ægisson, 45 ára stórafmæli en hann er fæddur 28. mars 1976. Þriðji afmæliskylfingurinn er grísk-lúxembúrgíski kylfingurinn Liebelei Elena Lawerence, en hún er fædd 28. mars 1986 og því 35 ára í dag. Liebelei fluttist frá Aþenu til Lúxembourg, þegar hún var 3 ára gömul. Hún byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 í forgjöf. Gríska stúlkan með fallega nafnið spilar í dag á Evrópumótaröð kvenna (LET). Liebelei var í Vanderbilt University í Nashville Tennessee Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (13/2021)
Tveir eldri kylfingar tala saman. „Pétur, af hverju ertu ekki í golftímum?“ „Siggi, ef golfkennarinn segir mér eitthvað í dag, þá er ég búinn að gleyma því á morgun – og þá vil ég frekar kaupa mér góða rauðvínsflösku!„
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Jónsdóttir – 27. mars 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Jónsdóttir. Steinunn er fædd 27. mars 1951 og á því 70 ára merkisafmæli!!! Steinunn er í Golfklúbbi Sandgerðis. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum, með góðum árangri. Komast má á facebook síðu Steinunnar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Steinunn Jónsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: June Beebe Atwood, f. 27. mars 1913 – d. 10. nóvember 2003; Ricardo Mario Villalobos, 27. mars 1968 (53 ára); Eysteinn Marvinsson, 27. mars 1969 (52 ára); Ignacio Garrido, 27. mars 1972 (49 ára); David Dixon, 27. mars 1977 (44 ára!); rússneski kylfingurinn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Edith Cummings – 26. mars 2021
Það er Edith Cummings sem er afmæliskylfingur dagsins. Edith var fædd 26. mars 1899 og dó í nóvember 1984. Það eru því í dag nákvæmlega 122 ár frá fæðingardegi hennar og 37 ár frá dánardægri hennar. Hún var ein af fremstu áhugakylfingum síns tíma. Hún var ein af 4 fremstu hefðarmeyjum Chicago, þ.e. þeirra sem mesti fengur þótti í að kvænast (ens.: one of the Big Four debutantes in Chicago) í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hún varð þekkt um öll Bandaríkin eftir sigur sinn 1923 í US Women´s Amateur. Þann 25. ágúst 1924 varð hún fyrsti kylfingurinn og fyrsti kveníþróttamaðurinn til þess að birtast á forsíðu Time Magazine. Rithöfundurinn F. Scott Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir –– 25. mars 2021
Það er LET-kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 27 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili. Guðrún Brá er útskrifuð frá Fresno State háskólanum í Kaliforníu, þar sem hún spilaði golf með The Bulldogs, kvennaliði skólans í golfi. Guðrún Brá var valin efnilegasta golfkona Íslands 2010 og átti mjög farsælan feril á unglingamótaröðunum. Þannig varð Guðrún Brá bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki 17-18 ára á Arionbankamótaröð unglinga 2011. Síðan unnu þau frænsdsystkinin Axel Bóasson og hún fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni 2011. Guðrún Brá tók þátt í Duke of York mótinu 2011 og 2012 Lesa meira
GA: Allar flatir Jaðarsvallar lausar við snjó
Allar flatir á Jaðarsvelli á Akureyri eru lausar við snjó og klaka. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar en Íslandsmótið í golfi 2021 fer fram á Jaðarsvelli dagana 5.-8. ágúst. Hitastigið hefur verið hátt undanfarna daga á Akureyri þar sem að hlýir sunnan vindar hafa ráðið ríkjum. Sólin skein skært samhliða þessum miklu hlýindum. Starfsmenn GA hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er. Í byrjun ársins 2021 snjóaði mikið á Akureyri og er veturinn fram til þessa einn sá allra snjóþyngsti í mörg ár. Í aðalmyndaglugga er mynd af Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Baldvin Jóhanns- son og Andrés Jón Davíðsson – 24. mars 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Andrés Jón Davíðsson og Baldvin Jóhannsson. Baldvin er fæddur 24. mars 1938 og því 83 ára afmæli í dag. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Elsku Balli – innilega til hamingju með afmælið!!! Andrés Jón er fæddur 24. mars 1968 og á því 53 ára afmæli í dag. Andrés Jón er í einu orði frábær!… m.a. sem golfkennari og hefir á ferli sínum t.d. þjálfað Birgi Leif Hafþórsson. Elsku Andrés Jón – innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Pat Bradley,(frænka Keegan) 24. Lesa meira










