Jon Rahm orðinn pabbi!
Jon Rahm er orðinn pabbi! Atvinnukylfingurinn, 26 ára og eiginkona hans, Kelley Cahill fögnuðu í gær fæðingu fyrsta barns síns, stráks, sem þegar hefir fengið nafnið Kepa Cahill. Jon Rahm tilkynnti um fæðingu sonar síns á Instagram og fylgdi tilkynningunni ljósmyndir af foreldrunum nýbökuðu ásamt syni sínum (sjá aðalmyndaglugga). Orðrétt sagði í fréttatilkynningunni frá Rahm (bæði á ensku og spænsku): „Kepa Cahill Rahm, was born 4/3/21 at 12:15am. Momma Kelley is doing great and recovering. Kepa is also in great health. He is 7.2 lb and 20.5inch, big boy from the Basque Country.“ „Without a doubt the greatest day of my life!“ (Lausleg þýðing: Kepa Cahill Rahm fæddist 3. apríl Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Jórunn Pála Jónasdóttir og Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2021
Það eru tveir afmæliskylfingar í dag: Jórunn Pála Jónasdóttir og Unnar Ingimundur Jósepsson. Jórunn Pála Jónasdóttir er fædd 4. apríl 1987 og á því 34 ára afmæli í dag. Jórunn Pála er lögmaður hjá Réttur – Aðalsteinsson & Partners og nam m.a. lögfræði við háskólann í Vín, Austurríki. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jórunni Pálu til hamingju með afmælið hér að neðan: Jórunn Pála Jónasdóttir – 34 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Unnar Ingimundur er fæddur 4. apríl 1967 og á því 54 ára afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (14/2021)
Fjórar konur spila sinn daglega golfhring. Skyndilega kemur nakinn maður hlaupandi yfir brautina fyrir framan þær með aðeins handklæði vafið um höfuðið. Eftir að hafa jafnað sig eftir fyrsta sjokkið, segir fyrsta konan: „Sko, þetta var ekki maðurinn minn!“ Önnur hugsar upphátt: „Þetta var ekki heldur golfkennarinn!“ Og hinar tvær, sem enn störðu á eftir manninum, sögðu einum rómi: „Stemmir!„
Afmæliskylfingur dagsins: Alexander Pétur Kristjánsson – 3. apríl 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Alexander Pétur Kristjánsson. Alexander er fæddur 3. apríl 1997 og á því 24 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið F. 3. apríl 1997 (24 ára) – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Henry Kirkwood, Sr. (f. 3. april 1897 – d. 29. október 1970); Dorothy Germain Porter, (f. 3. apríl 1924 – d. 20. júlí 2012); Marlon Brando, (f. 3. apríl 1924- d. 1. júlí 2004); Rod Funseth, (f. 3. apríl 1933 – d. 9. september 1985); Sandra Spuzich, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Harðardóttir – 2. apríl 2021
Það er Hildur Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hildur er fædd 2. apríl 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag.. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 2. sæti í móti Soroptimista í Oddinum, forgjafarflokki 0-20, 5. júní 2010 og vann það afrek að fara holu í höggi á par-3, 117 metra, 16. brautinni á Hvaleyrinni, 20. júlí 2010. Í FH-mótinu 2008 varð Hildur í 2. sæti af konunum, en fyrir þá sem ekki vita það er Hildur mikill FH-ingur. Árangur Hildar er glæsilegur í ljósi þess að bæði mótin, sem nefnd eru hér í dæmaskyni, Soroptimista og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Snær Björgvinsson – 1. apríl 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Snær Björgvinsson. Helgi Snær er fæddur 1. apríl 1998 og á því 23 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Helgi Snær er sérlega snjall púttari og hefir margoft sigrað í púttmótum t.a.m. í Áramótagleði Hraunkots 31. janúar 2017. Hann sigraði í 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í flokki 19-21 árs sama ár. Komast má á facebook síðu Helga Snæs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Helgi Snær Björgvinsson, GK. Mynd: Helga Björnsdóttir Helgi Snær Björgvinsson – Innilega til hamingju með 23 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Maureen Orcutt, f. 1. apríl Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Björn Guðjónsson varð í 4. sæti á Craft Farm Intercollegiate
Tveir íslenskir kylfingar þeir Björn Guðjónsson, GM og Birgir Björn Magnússon, GK tóku þátt í Craft Farm Intercollegiate. Mótið fór fram dagana 29.-30. mars á Craft Farms GC í Gulf Shores, Alabama. Björn varð í 4. sæti í einstaklingskeppninni: lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum (70 68 76). Birgir Björn varð T-54 en hann lék á 14 yfir pari, 230 höggum (78 78 74). Lið Björns, Louisiana, varð í 3. sæti í liðakeppninni en lið Birgis Björns, Southern Illinois í 9. sæti. Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 13 háskólum. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – 31. mars 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Margrét Sveinsdóttir. Jóhanna er fædd 31. mars 1951 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Jóhanna hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og staðið sig mjög vel. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn getið þið komist á Facebook síðu Jóhönnu hér: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Bolt, 31. mars 1916 – d. 30. ágúst 2008; Miller Barber, einnig nefndur Mr. X, 31. mars 1931 (90 ára MERKISAFMÆLI!!!); Benedikt Sigurbjörn Pétursson, 31. mars 1954 (67 ára); Nanci Bowen, 31. mars 1967 (54 ára); Wade Ormsby, 31. Lesa meira
WGC: Billy Horschel sigraði í Dell Technologies holukeppninni
Dell Technologies holukeppninni, sem er hluti af heimsmótaröðinni fór fram dagana 24.-28. mars 2021 í Austin, Texas. Sigurvegari mótsins varð Billy Horschel en hann vann einvígi sitt við Scottie Scheffel 2&1. Í 3. sæti varð Victor Perez en hann sigraði í viðureign sinni við Matt Kuchar, einnig 2&1. Tommy Fleetwood, Sergio Garcia, Brian Harman og Jon Rahm duttu út í 8 manna uúrslitum. Sjá má öll úrslit heimsmótsins með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Ágúst Húbertsson og Ólafur Hreinn Jóhannesson – 30. mars 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Húbertsson, „Gústi“ fyrrum framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Ágúst er fæddur 30. mars 1943 og á því 78 ára afmæli í dag!!! Golf 1 tók fyrir nokkru viðtal við afmæliskylfing dagsins sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Hinn afmæliskylfingurinn er Ólafur Hreinn Jóhannesson. Hann er fæddur 30. mars 1968 og á því 53 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Ólafur Hreinn Jóhannesson Ólafur Hreinn Jóhannesson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Paul „Joey“ Sindelar, 30. mars 1958 (63 Lesa meira










