GHR: Guðný Rósa og Andri Már klúbbmeistarar 2021
Meistaramót GHR fór fram dagana 7.-10. júlí sl. Klúbbmeistarar GHR 2021 eru þau Guðný Rósa Tómasdóttir og Andri Már Óskarsson. Þátttakendur í ár voru 20 og keppt í 9 flokkum. Sjá má úrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla (1) 1 Andri Már Óskarsson -2 278 högg (64 67 77 70) 1. flokkur kvenna (2) 1 Guðný Rósa Tómasdóttir +91 371 högg (98 89 95 89) 2 Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir +94 374 högg (96 96 90 92) 1. flokkur karla (2) 1 Þórir Bragason +25 305 högg (72 75 81 77) 2 Óskar Pálsson +52 332 högg (83 78 89 82) 2. flokkur karla (2) 1 Bjarni Jóhannsson Lesa meira
GÁ: Sigríður Lovísa og Björn klúbbmeistarar 2021
Meistaramót Golfklúbbs Álftaness (GÁ) fór fram dagana 8.-10. júlí 2021. Þátttakendur voru 43 og kepptu þeir í 5 flokkum: höggleik með og án forgjafar í karla, kvenna og unglingaflokkum og punktakeppni í öldungaflokki. Völlurinn skartaði sínu fegursta og veðrið var ágætt, hlýtt en dálítið hvasst. Keppendur skemmtu sér vel og nutu heimabakaðra veitinga frá kvennanefndinni. Það er vonandi hefð sem er komin til að vera. Klúbbmeistarar GÁ 2021 eru þau Sigríður Lovísa Sigurðardóttir og Björn Halldórsson. Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum hér að neðan: 1. fl. karla án/fgj 1. Björn Halldórsson 2. Kjartan Matthías Antonsson 3. Einar Georgsson 1. fl. karla með/fgj 1. Samúel Ívar Árnason 2. Kjartan Lesa meira
GD: Sigrún María og Magnús klúbbmeistarar 2021
Golfklúbbur Dalbúa (GD) hélt tveggja daga meistaramót 10.-11. júlí 2021 í blíðskaparveðri. Þátttakendur í ár voru 20 og keppt í 2 flokkum. Klúbbmeistarar GD 2021 eru þau Sigrún María Ingimundardóttir og Magnús Gunnarsson. Leikinn var höggleikur með og án forgjafar. Úrslit í höggleik var þannig að Magnús Gunnarsson var í 1. sæti hjá körlum á 185 höggum og Sigrún María Ingmundardóttir í 1. sæti hjá konum á 187 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Ragnar Haraldsson og Magrét Björk Jóhannsdóttir og í 3. sæti urðu svo Sigurður Jónsson og Ása Þorkelsdóttir. Í höggleik með forgjöf voru svo Ragnar Haraldsson og Margrét Björk Jóhannsdóttir í 1. sæti, í 2. Lesa meira
LET: Guðrún Brá með besta árangur sinn til þessa á LET!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, náði sínum besta árangri frá upphafi á LET Evrópumótaröðinni um liðna helgi. Guðrún Brá, sem hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum undanfarin þrjú ár, lék á -5 samtals í einstaklingskeppninni á Aramco Team Series sem fram fór í London á Englandi. Sjá má úrslit í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: Sjá má úrslit í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: Guðrún Brá lék hringina þrjá á 5 höggum undir pari, 214 höggum (71-74-69). Hún endaði í 13. sæti sem er eins og áður segir besti árangur hennar LET sem er sterkusta mótaröð Evrópu fyrir atvinnukylfinga í kvennaflokki. Aramco Team Series mótið var með þeim hætti að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Robert Allenby – 12. júlí 2021
Afmæliskylfingur dagsins er ástralski kylfingurin Robert Allenby. Hann er fæddur 12. júlí 1971 í Melbourne, Ástralíu og fagnar því 50 ára stórafmæli. Allenby gerðist atvinnumaður í golfi árið 1991. Hann hefir sigrað 4 sinnum á PGA tour og 12 sinnum á Ástralasíu túrnum og alls. Allenby hefir verið þekktari fyrir allskyns furðufréttir af sér. Minnisstæðar eru t.d. fréttir af því þegar mót fór fram í Hawaii á PGA Tour 2015, sem Allenby tók þátt í, en þar sagði hann að sér hefði verið rænt og hann rændur, sem reyndist síðan ekki rétt. Rifja má upp fréttir af því með því að SMELLA HÉR: og SMELLA HÉR: Eins fréttir af því Lesa meira
GS: Fjóla Margrét og Logi klúbbmeistarar í fyrsta sinn!
Þá er Meistaramóti GS 2021 lokið eftir skemmtilega en erfiða viku þar sem kylfingar glímdu við Hólmsvöll í sínu besta standi, krefjandi en sanngjarnan. Einnig blés vel á kylfinga mest allan tímann ásamt smá náttúrulegri vökvun reglulega. Þátttakendur sem luku keppni í meistaramóti GS 2021 voru 124 og kepptu þeir í 15 flokkum. Alls voru því 15 klúbbmeistarar krýndir í vikunni. Í meistaraflokki karla var það Logi Sigurðsson sem sigraði meistaramótið í fyrsta sinn á 295 höggum, fjórum höggum á undan tíföldum klúbbmeistara Guðmundi Rúnari Hallgrímssyni. Í þriðja sæti varð svo Pétur Þór Jaidee þremur höggum þar á eftir. Í meistaraflokki kvenna var það Fjóla Margrét Viðarsdóttir sem einnig sigraði Lesa meira
Áskorendamót Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-60 í Vaudreuil Golf Challenge
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnumaður úr GR, tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamóti Evrópu, Vaudreuil Golf Challenge. Mótið fór fram dagana 8.-11. júlí 2021 í Golf PGA France du Vaudreuil, Le Vaudreuil, í Frakklandi. Guðmundur Ágúst lék á samtals 4 yfir pari, 288 höggum (69 69 75 75) og varð T-60 í mótinu. Sigurvegari mótsins varð Þjóðverjinn Marcel Siem á samtals 15 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Vaudreuil Golf Challenge með því að SMELLA HÉR:
Champions Tour: Furyk sigraði á US Senior Open
Jim Furyk sigraði á risamótinu US Senior Open í öldungadeild PGA, Champions Tour. Mótið fór fram dagana 8.-11. júlí í Omaha, Nebraska. Sigurskor Furyk var 7 undir pari, 273 högg (72 64 66 71) Öðru sætinu deildu þeir Mike Weir frá Kanada og Retief Goosen frá S-Afríku, báðir 3 höggum á eftir Furyk þ.e. á samtals 4 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á mótinu með því að SMELLA HÉR:
PGA: Fyrsti sigur Glover í 10 ár!!!
Það var Lucas Glover sem sigraði á John Deere Classic, sem var mót vikunnar á PGA Tour. Þetta er fyrsti sigur Glover í 10 ár!!! Síðasti sigur Glover var á Wells Fargo meistaramótinu, 8. maí 2011. Sigurskor Glover nú var 19 undir pari, 265 högg (68 63 70 64). Lucas Glover er fæddur 12. nóvember 1979 og því 41 árs. Hann hefir aðallega verið í fréttum sl. ár vegna drykkfelldrar eiginkonu sinnar, Kristu, sem lemur hann þegar hann sigrar ekki á mótum – sjá m.a. eldri frétt Golf1 þar um með því að SMELLA HÉR: Glover á í beltinu 7 atvinnumannssigra, þar af 4 á PGA Tour. Stærsti sigur hans, Lesa meira
LPGA: Hataoka sigraði á Marathon LPGA Classic
Það var Nasa Hataoka sem sigraði á móti vikunnar á LPGA Marathon LPGA Classic. Mótið fór fram dagana 8. – 11. júlí í Sylvania, Ohio, en stytta varð mótið um 1 dag vegna rigningar. Sigurskor Hataoku var samtals 19 undir pari, 194 högg (61 – 69 – 64). Nasa Hataoka er fædd 13. janúar 1999 og því 22 ára. Hún hefir sigrað 6 sinnum á japanska LPGA og þetta var 4. sigur hennar á bandaríska LPGA. Sigur Hataoku var nokkuð öruggur því hún átti heil 6 högg á næstu keppendur, hinar bandarísku Elisabeth Szokol og Minu Harigae, sem léku á samtals 13 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna í mótinu Lesa meira










