Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2021 | 18:00

GF: Hafdís og Sveinn Auðunn klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbsins Flúðir (GF) fór fram dagana 16.-17. júlí sl. Þátttakendur voru 50 og kepptu þeir í 6 flokkum. Klúbbmeistarar GF 2021 eru þau Hafdís Ævarsdóttir og Sveinn Auðunn Sæland. Sveinn Auðunn lék Selsvöll á glæsilegu skori síðari daginn – 64 högg !!! Meistaramótið þóttist takast í alla staði vel. Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum hér að neðan: 1 .flokkur karla (7) 1 Bergur Dan Gunnarsson +6 146 högg (70 76) 2 Halldór Friðrik Unnsteinsson +12 152 högg (78 74) 3 Sindri Snær Alfreðsson +13 153 högg (78 75) 1. flokkur kvenna (8) 1 Hafdís Ævarsdóttir +8 148 högg (72 76) 2 Jórunn Lilja Andrésdóttir +12 1152 högg Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Malín Brand — 23. júlí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Malín Brand. Malín fæddist 23. júlí 1981 og er því 40 áraí dag!  Komast má á facebook síðu Malín til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Malín Brand – Innilega til hamingju með 40 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Green, 23. júlí 1958 (63 ára); Craig Barlow, 23. júlí 1972 (49 ára); Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (48 ára); Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 (41 árs); Kiradech Aphibarnrat, 23. júlí 1989 (32 ára); Harris English, 23. júlí 1989 (32 ára); Sam Burns, 23. júlí 1996 (25 ára); Vikar Jónasson, GK, 23. júlí 1997 (24 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2021 | 18:00

GHH: Jóna Benný Kristjánsdóttir og Óli Kristján Benediktsson klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Hornafjarðar Höfn (GHH) fór fram dagana 16.-18. júlí sl. Enn sem fyrr er það GHH, sem heldur uppi heiðri Austurlands í meistaramótshaldi og er í ár eini klúbburinn á Austurlandi sem heldur meistaramót. Þátttakendur í ár voru 15 og kepptu þeir í 4 flokkum. Mótið gekk vel þrátt fyrir mikið rok fyrsta daginn (og annan) og gríðarlega þoku sem tafði aðeins fyrir því að kylfingar færu af stað á degi þrjú. Klúbbmeistarar GHH 2021 eru þau Jóna Benný Kristjánsdóttir og Óli Kristján Benediktsson. GHH fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir, en vegna Covid-19 mun afmælishátíð GHH ekki verða haldin fyrr en næsta vor, 2022. Sjá má helstu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigrún Margrét Ragnarsdóttir – 22. júlí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Sigrún Margrét Ragnarsdóttir. Sigrún Margrét er fædd 22. júlí 1942 og á því 79 ára afmæli í dag. Sigrún Margrét er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún varð m.a. Íslandsmeistari 65+ í kvennaflokki 2016 og 2013 og 5 ár þar á undan í höggleik án forgjafar og með forgjöf í 4 skipti. Hún varð í 2. sæti á Íslandsmóti 65+ 2017. Árið 2019 varð Sigrún Margrét síðan T-6 á meistaramóti Keilis í flokki kvenna 75+. Þess mætti geta að Sigrún er ekki aðeins ein af Golfdrottningum Keilis heldur einnig fegurðardrottning Íslands 1960. Hún er frábær í golfi, gullfalleg og er þar að auki bæði skemmtileg og góð! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2021 | 18:00

GÚ: Jóhann Ríkharðsson og Þorgerður Hafsteinsdóttir klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Úthliðar (GÚ) fór fram dagana 16.-17. júlí sl. Þátttakendur nú í ár voru 39 og kepptu þeir í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GÚ 2021 eru þau Þorgerður Hafsteinsdóttir og Jóhann Ríkharðsson. Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla (1) 1 Aðalsteinn Aðalsteinsson GBR +17 157 högg (77 80) 1. flokkur kvenna (1) 1 Kristrún Runólfsdóttir GK +60 200 högg (100 100) 1. flokkur karla (4) 1 Jóhann Ríkharðsson GÚ +16 156 högg (78 78) 2 Björn Þorfinnsson +30 170 högg (82 88) 3 Georg Júlíus Júlíusson +33. 173 högg (91 82) 4 Jóhann Gunnar Stefánsson +34 174 högg (88 86) 2. flokkur karla (10) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Maggi Birgis –—— 21. júlí 2021

Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959 og á því 62 ára afmæli. Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni ). Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2021 | 18:00

Sigurður Garðarsson fékk ás

Sigurður Garðarsson fór holu í högg á 2. braut Öndverðarnesvallar þann 18. júlí sl. Önnur braut Öndverðarnesvallar nefnist „Réttin“ og er 122 m af gulum teigum. Golf 1 óskar Sigurði innilega til hamingju með ásinn!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórleifur Gestsson – 20. júlí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Þórleifur Gestsson. Þórleifur er fæddur 20. júlí 1966 og er því 55 ára í dag!!! Þórleifur  er í Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB). Komast má á facebook síðu Þórleifs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Þórleifur Gestsson – 55 ára – Innnilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fred „Butch“ Baird 20. júlí 1936 (85 ára); Betty Burfeindt, 20. júlí 1945 sigurvegari LPGA Championship (76 ára);  Aslaug Fridriksdottir, 20. júlí 1968 (53 ára); Thomas Cregg Scherrer, 20. júlí 1970 (51 árs); Sophie Sandolo 20. júlí 1976 (45 ára); James Bongani Kamte, 20. júlí 1982 (39 ára); Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 20. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2021 | 05:00

GG: Svanhvít og Helgi Dan klúbbmeistarar 2021

Meistaramót hins fertuga Golfklúbbs Grindavíkur (GG) fór fram. dagana 14.-17. júlí sl. Klúbbmeistarar GG 2021 eru þau Svanhvít Helga Hammer og Helgi Dan Steinsson. Nú á 40 ára afmælisári GG voru þátttakendur í meistaramótinu 78 og var keppt í 12  flokkum. Þess er vert að geta að framkvæmdastjóri GG og klúbbmeistari 2021, Helgi Dan, setti glæsilegt vallarmet á Húsatóftavelli á 3. keppnisdegi meistaramótsins, spilaði völlinn á stórglæsilegum 64 höggum (fékk 1 skolla og 7 fugla) og líklega er þetta met, sem seint verður slegið! Hér að neðan má sjá úrslit í öllum flokkum: Meistaraflokkur karla 1 Helgi Dan Steinsson, 2 yfir pari, 282 högg (76 68 64 74) 2 Þór Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2021 | 21:00

Andri Már og Ragnhildur sigruðu í Hvaleyrarbikarnum

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og Andri Már Óskarsson, GOS, stóðu uppi sem sigurvegarar í Hvaleyrarbikarnum sem fram fór um liðna helgi á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili. Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ en Keilir sá um framkvæmd mótsins. Ragnhildur lék á 218 höggum eða 5 höggum yfir pari vallar (74-69-75) og sigraði hún með 9 högga mun. Annar keppnisdagurinn var sérlega glæsilegur hjá Ragnhildi þar sem hún lék á 69 höggum eða 2 höggum undir pari vallar. Berglind Björnsdóttir, GR, lék á 227 höggum (+14) og Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, gerði slíkt hið sama og lék á 214 höggum. Öll úrslit mótsins eru hér: Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss sigraði Lesa meira