Íslandsmót gk 2021: GR Íslandsmeistari í 1. deild kvenna
Íslandsmót golfklúbba 2021 í 1. deild kvenna fór fram 22.-24. júlí sl. Leikið var til úrslita á Korpúlfsstaðavelli, en leikir um 5.-8. sæti fóru fram á Hlíðavelli hjá GM. GR sigraði GM 3 1/2 & 1 1/2. Í leiknum um þriðja sætið hafði GA betur gegn GKG 3&2. Þetta er í 22. skipti sem kvennasveit GR fagnar Íslandsmeistaratitlinum. Íslandsmeistarasveit GR á Íslandsmóti golfklúbba 2021 var svo skipuð: Berglind Björnsdóttir Eva Karen Björnsdóttir Auður Sigmundsdóttir Nína Margrét Valtýsdóttir Ásdís Valtýsdóttir Bjarney Ósk Harðardóttir Árný Eik Dagsdóttir Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Liðsstjóri – Berglind Björnsdóttir Aðstoðarliðsstjóri – David Barnwell Ráðgjafi – Þórður Rafn Gissurarson Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV) var á betra skori en Oddurinn, Lesa meira
Íslandsmót gk 2021: GR Íslandsmeistarar í 1. deild karla
Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fór fram dagana 22.-24. júlí sl. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) fagnaði Íslandsmeistaratitli í 1. deild karla. Úrslitaviðureignin við GKG fór 3&2. Íslandsmeistarasveit GR var svo skipuð: Andri Þór Björnsson Böðvar Bragi Pálsson Dagbjartur Sigurbrandsson Hákon Örn Magnússon Jóhannes Guðmundsson Sigurður Bjarki Blumenstein Tómas Eiríksson Hjaltested Viktor Ingi Einarsson Liðsstjóri – Arnór Ingi Finnbjörnsson Ráðgjafi – Derrick Moore Þetta er í 24. sinn sem GR sigrar, en 9. árið frá því að liðið landaði titlinum síðast. GK féll í 2. deild með 1 punkt eftir tap gegn GS 3&2 og eftir að hafa einungis náð að halda jöfnu gegn GA og GM. Lokastaðan í 1. deild. Lesa meira
PGA: Champ sigurvegari 3M
Það var bandaríski kylfingurinn Cameron Champ, sem stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open, sem fór fram í Blaine, Minnesota, dagana 22.-25. júlí sl. og var mót vikunnar á PGA Tour. Sigurskor Champ var samtals 15 undir pari. Champ er fæddur 15. júní 1995 og því nýorðinn 26 ára. Sigurinn á 3M Open var 3. sigur hans á PGA Tour. Sjá má eldri ítarlegri kynningu Golf 1 á Champ með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Champ, voru 3 kylfingar: Jhonattan Vegas frá Venezuela og s-afrísku kylfingarnir Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel. Sjá má lokastöðuna á 3M Open með því að SMELLA HÉR:
Helga, Perla, Skúli og Veigar kepptu á European Young Masters í Finnlandi
Fjórir keppendur frá Íslandi tóku þátt á European Young Masters sem fram fór í Finnlandi dagana 22.-24. júlí. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að leiknar voru alls 54 holur í höggleikskeppni eða 18 holur á dag. Keppt var bæði í einstaklingskeppni (pilta og stúlkna) og liðakeppni. Þrjú bestu skorin töldu hvern dag í liðakeppninni. Alls voru 27 lönd skráð til leiks. Golfmótið á sér ríka sögu og er eitt af flottustu mótum ársins fyrir kylfinga í þessum aldursflokki. Íslenska liðið var þannig skipað: Helga Signý Pálsdóttir, GR Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR Skúli Gunnar Ágústsson, GA Veigar Heiðarsson, GA Keppnin fór skv. venju fram á Vierumäki Golf Club (Cooke course), sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Arason – 26. júlí 2021
Það er Guðmundur Arason, læknir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 26. júlí 1956 og á því 65 ára afmæli í dag. Guðmundur er í Golfklúbbi Öndverðarness. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Guðmund með því að SMELLA HÉR: Guðmundur Arason 65 ára – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lucinda Grímsdóttir, GK, 26. júlí 1940 (81 árs); Mick Jagger 26. júlí 1943 (78 ára); Þorsteinn Gíslason, 26. júlí 1947 (74 árs); Allen Doyle, 26. júlí 1948 (73 ára); Karitas Jóna Tómasdóttir, 26. júlí 1958 (63 ára) Sigríður Rósa Bjarnadóttir, 26. júní 1963 (58 ára); Sirrý Arnardóttir, 26. júlí 1965 (56 ára); Viðar Lesa meira
EM áhugakylfinga: Hulda Clara og Ragnhildur úr leik
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR tóku þátt í Evrópumóti áhugakylfinga, en komust ekki í gegnum niðurskurð. Keppt var á Allianz vellinum, Royal Park I Roveri á Ítalíu, dagana 21.- 24. júlí 2021. Völlurinn er hannaður af Robert Trent Jones Sr. og þykir á meðal bestu golfvalla Ítalíu. Mótið í ár var það 34. í röðinni en fyrst var keppt árið 1986. Á þetta mót komast aðeins bestu áhugakylfingar Evrópu. Alls voru 144 keppendur og komu þeir frá 27 mismunandi löndum. Sigurvegari mótsins var hin sænska Ingrid Lindblad, sem lék á samtals 12 undir pari. Sjá má lokastöðuna á EM áhugakylfinga með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Örn Eyþórsson – 25. júlí 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Örn Eyþórsson. Helgi Örn er fæddur 25. júlí 1971 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hann er í GLF. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Helga Erni til hamingju með afmælið hér að neðan Helgi Örn Eyþórsson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William „Bill“ Shankland, 25. júlí 1907 – 8. september 1998; Erla Pétursdóttir (61 árs); Craig Howard, 25. júlí 1970 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Helgi Örn Eyþórsson, GLF, 25. júlí 1971 (49 ára); Cheyenne Nicole Woods,25. júlí 1990 (31 árs) ….. og ……. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (30/2021)
Hér er einn stuttur á ensku: „Golf was once a rich man´s sport but now it has millions of poor players!„
Afmæliskylfingur dagsins: Axel Þórarinn Þorsteinsson – 24. júlí 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Axel Þórarinn Þorsteinsson. Axel Þórarinn fæddist 24. júlí 1963 og á því 58 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Axel Þórarinn – Innilega til hamingju með 58 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Sanders, 24. júlí 1933 (88 ára); Einar Bergmundur, 24. júlí 1960 (61 árs); Axel Þórarinn Þorsteinsson, 24. júlí 1963 (58 ára) Sigurjón R. Hrafnkelsson, 24. júlí 1963 (58 ára); Björn Ólafur Ingvarsson, 24. júlí 1969 (52 ára); Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (49 ára – japanskur spilar aðallega á japanska PGA); Jordi Garcia del Lesa meira
Haukadalsvöllur opnar að nýju
Haukadalsvöllur við Geysi var opnaður á ný þann 5. júlí s.l. en völlurinn þykir einn af allra áhugaverðustu golfvöllum landsins. Golfvöllurinn var opnaður fyrir 15 árum og er nú rekinn í samstarfi við eigendur Hótel Geysis. Í tilkynningu frá Golfklúbbnum Geysi segir að á undanförnum árum hafi verið unnið að því að koma Haukadalsvelli í sama horf og áður. Umferð um völlinn hefur farið ört vaxandi á fyrstu vikum júlímánaðar og greinilegt að Haukadalsvöllur var ekki gleymdur eftir að hafa verið í „dvala“ á meðan viðarmikil endursáning fór fram á golfvallarsvæðinu. Eigendur og rekstraraðilar ánægð og þakklát fyrir þann mikla áhuga sem kylfingar og aðrir gestir hafa sýnt Haukadalsvelli eftir Lesa meira










