Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2021 | 17:00

Íslandsmót gk 2021: Kiðjaberg leikur í 1. deild á næsta ári!!!

Íslandsmót golfklúbba 2021 (í fyrirsögn stytt í Íslandsmót gk)  í 2. deild karla fór fram á Kiðjabergsvelli dagana 27.-29. júlí. Alls voru 8 golfklúbbar í 2. deild og var leikið í tveimur riðlum. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit, þar sem að efsta liðið úr riðli A lék gegn liði nr. 2 úr B-riðli. Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liði nr. 2 úr A-riðli í undanúrslitum. Sigurliðið úr 2. deild karla fór upp í 1. deild og liðið í 8. sæti féll í 3. deild karla. Í úrslitaviðureigninni sigraði sveit GKB 3-2 og andstæðingarnir Nesklúbburinn urðu að sætta sig við 2. sæti. Það var Andri Jón Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson – 30. júlí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er klúbbmeistari GS mörg undanfarin ár, en þó ekki í ár, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Guðmundur Rúnar er fæddur 30. júlí 1975 og á því 46 ára afmæli í dag. Hann hefir 10 sinnum orðið klúbbmeistari GS. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (46 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bergsteinn Hjörleifsson GK, 30. júlí 1962 (59 ára); Graeme McDowell, 30. júlí 1979 (42 ára); Justin Rose, 30. júlí 1980 (41 árs); Nino Bertasion, 30. júlí 1988 (33 ára); Louise Larsson, 30. júlí 1990 (31 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2021 | 23:59

Andri Þór með albatross á Skaganum

Andri Þór Björnsson, GR, náði í dag albatross á 6. holu Garðavallar á Akranesi. Hann var að spila með þeim Arnóri Inga Finnbjörnssyni, Jóhannesi Guðmundssyni og Rögnvaldi Ólafssyni. Sjötta hola Garðavallar er par-4 og 278 m af gulum teigum. Albatrossinn var jafnframt ás – Þetta er í 6. sinn sem Andri Þór fær ás en í 1. skipti sem hann fær albatross. Golf 1 óskar Andra Þór innilega til hamingju með albatross/ásinn!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Signý Marta Böðvarsdóttir. Signý Marta er fædd 29. júlí 1970 og er því 51 árs afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Signý Marta er góður kylfingur og hefir m.a. staðið sig vel í púttmótaröðum GR-kvenna. Hún er gift Páli Gunnari Pálssyni og er móðir kylfinganna Böðvars og Helgu Signýar Pálsbarna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Signý Marta Böðvarsdóttir · 51 árs (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Max Faulkner f. 29. júlí 1916 – d. 26. febrúar 2005; Friðrik Sigurðsson, GS, 29. júlí 1969 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2021 | 20:00

LPGA: Minjee Lee sigraði á Evían risamótinu e. bráðabana við Lee6

Það var hin ástralska Minjee Lee, sem stóð uppi sem sigurvegari á Evían risamótinu, sem fram fór dagana 22.-25. júlí sl. í Evian-Les-Bains, í Frakklandi. Eftir hefðbundinn leik var Minjee jöfn Jeogeun Lee6 frá S-Kóreu, báðar á samtals 18 undir pari. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Minjee sigraði. Fyrir vikið hlaut hún $675,000 í verðlaunafé. Minjee Lee er fædd 27. maí 1997 og er því 24 ára. Þetta er fyrsti risatitill Minjee, en hún hefir sigrað á 9 atvinnumannsmótum þar af 6 á LPGA; 2 á LET og 2 á ALPG. Til upprifjunar þá er Jeogeun kölluð Lee 6, þar sem hún er 6. kvenstórkylfingurinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2021 | 18:00

Íslandsmót gk: NK konur spila í 1. deild á næsta ári

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna fór fram á Bárarvelli í Grundarfirði dagana 23.-25. júlí sl. Alls tóku 6 golfklúbba þátt og var leikið í einum riðli þar sem að öll liðin mættust. Nesklúbburinn og Golfklúbbur Fjallabyggðar léku hreinan úrslitaleik í lokaumferðinni um hvort liðið færi upp í efstu deild. Fyrir leikinn höfðu báðir klúbbar unnið alla sína leiki.Nesklúbburinn hafði betur og tryggði sér sæti í efstu deild 2022. Íslandsmeistarasveit NK í 2. deild var svo skipuð: Elsa Nielsen, Helga Kristín Gunnlaugsdóttir Hulda Bjarnadóttir, Karlotta Einarsdóttir Kristín Gunnlaugsdóttir, Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Lokastaðan í 2. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba var eftirfarandi: 1 Nesklúbburinn (NK) 2 Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB) 3 Golfklúbbur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Nelly Korda – 28. júlí 2021

Það er Nelly Korda, sem er afmæliskylfingur dagsins. Nelly Korda er fædd 28. júlí 1998 í Bradenton, Flórída og er því 23 ára í dag. Hún hefir átt töfrum líkast golfár, er búin að sigra á fyrsta risamóti sínu, Women´s PGA Championship fyrir mánuði síðan (27. júní 2021) og eins sigraði hún vikunni þar áður í Mejer Classic og á Gainbridge LPGA at Boca Rio, í 28. febrúar í ár.  Alls eru atvinnumannssigrar hennar orðnir 8, þar af 6 á LPGA og hafa 3 fyrrgreindir sigrarnir unnist á þessu ári. Nelly er dóttir tennisleikaranna Reginu og Petr Korda og hún á tvö systkini golfdrottninguna Jessicu Korda og bróðurinn og tennisstirnið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2021 | 20:00

Evróputúrinn: Elvira sigraði á Cazoo Open e. bráðabana v/Harding

Það var Spánverjinn Nacho Elvira, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum: Cazoo Open supported by Gareth Bale. Mótið fór fram dagana 22.-25. júlí sl. í The Celtic Manor Resort, City of Newport, Wales. Elvira og Justin Harding fra S-Afríku voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur; báðir á samtals 16 undir pari, 268 höggum. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Elvira betur þegar á 1. holu bráðabanans. Nacho Elvira er fæddur 17. febrúar 1987 og því 34 ára. Elvira tileinkaði sigurinn spænska kylfingnum Celiu Barquin Arozamena, sem fannst myrt á golfvelli í Iowa 2018 – sjá eldri frétt Golf1 þar um með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Bjarki, Guðmundur Ágúst, Haraldur tóku þátt í Italian Challenge

Þrír íslenskir kylfingar: Bjarki Pétursson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið, Italian Challenge, fór fram dagana 22.-25. júlí sl. í Margara Golf Club, í Fubine, á Ítalíu. Haraldur var sá eini af Íslendingunum sem komst í gegnum niðurskurð en aðeins 1 höggi munaði að Guðmundur Ágúst kæmist einnig og 5 höggum að Bjarki hefði það. Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari eða betur – Guðmundur Ágúst því á parinu og Bjarki 4 yfir pari. Haraldur komst áfram og endaði T-58 – lék á samtals 4 yfir pari, 288 höggum (72 69 72 75). Sjá má lokastöðuna á Italian Challenge með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Snær Jóhannsson og Erla Björk Hjartardóttir – 27. júlí 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Erla Björk Hjartardóttir og Arnar Snær Jóhannsson. Erla Björk er fædd 27. júlí 1971 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Erlu Bjarkar til þess að óska henni til hamingju með hálfu öldina hér að neðan Erla Björk Hjartardóttir – 50 ára – Innilega til hamingju!!! Arnar Snær er fæddur 27. júlí 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Arnari Snæ til hamingju með árin 30 hér að neðan Arnar Snær Jóhannsson – Innilega til hamingju með 30 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira