Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2021 | 01:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Bjarki komst einn Íslendinganna 3 g. niðurskurð í Vierumäki

Þrír íslenskir kylfingar: Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson  hófu keppni í Vierumäki Finnish Challenge, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram dagana 5.-8. ágúst 2021 í Vierumäki Resort, Vierumäki, í Finnlandi. Andri Þór og Guðmundur Ágúst komust ekki gegnum niðurskurð; Andri Þór lék á 1 yfir pari (72 73) og Guðmundur Ágúst á 1 undir pari, (72 71) en niðurskurður miðaðist við 3 undir pari eða betra. Það var einmitt skorið sem Bjarki var á, samtals 3 undir pari (73 68) og komst hann því einn íslensku kylfinganna í gegnum niðurskurð. Glæsilegt hjá Bjarka!!! Sjá má stöðuna á Vierumäki Finnish Challenge með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2021 | 17:00

„Shine Doctor“ – Sá eini sem fær að meðhöndla golfskó „Lefty“

Phil Mickelson (Lefty) gekk inn í búningsklefa leikmanna í TPC Southwind í fyrsta skipti í vikunni og gerði það sem hann gerir alltaf þegar hann kom til Memphis. Hann leitaði til Carroll Waters, Jr. Mickelson hafði með sér nokkur aukapör af árituðum golfskóm sínum, með mynd af Mickelson, þar sem hann stökk í loft upp eftir að hann sigraði a´ Masters í fyrsta sinn, árið 2004. „Carroll,“ sagði Lefty, „ég hef beðið eftir að komast hingað vegna þess að skórnir mínir eru orðnir leiðinlega grófir og ég þarfnast þín, til að sjá um að koma þeim í lag.“ Waters er á sjöunda ári sínu við vinnu í búningsherberg TPC Southwind, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Indíana Fanndal —- 6. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Indíana Fanndal. Indíana er fædd 6. ágúst 1960 og á því 61 árs afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Indíönu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Indíana Fanndal – Innilega til hamingju með 61 árs safmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Ford, (f. 6. ágúst 1922 – d. 15. maí 2018); Bert Yancey, 6. ágúst 1938 (83 ára); Pétur Steinar Jóhannesson, 6. ágúst 1942 (79 ára); Tom Inskeep, 6. ágúst 1955 (66 ára) – lék á kandadíska PGA; Michel Besancenay, 6. ágúst 1962 (59 ára); Lauren Cowan, 6. ágúst 1964 (57 ára); William Fred Mayfair, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2021 | 11:00

Íslandsmótið 2021: Hulda Clara og Hlynur efst e. 1. dag – Hlynur jafnaði vallarmetið!!!

Það eru þau Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Hlynur Bergsson, GKG sem eru efst á Íslandsmótinu í höggleik, sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri. Hlynur kom inn á sérlega glæsilegu skori, 5 undir pari, 66 höggum og jafnaði þar með vallarmetið! Hulda Clara lék á 1 undir pari. Aðstæður eru allar mjög góðar á Jaðarsvelli – Keppendur eru nú að hefja leik á 2. hring. Fylgjast má með stöðunni á Íslandsmótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2021 | 10:30

LET: Guðrún Brá við keppni á Sotogrande – Fylgist með hér!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK er þessa stundina við keppni á Aramco Team Series – Sotogrande. Mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET) og fer fram 5.-7. ágúst á Sotogrande í Andaluciu á Spáni. Völlurinn er mörgum Íslendingnum að góðu kunnur – þeir sem ekki hafa spilað hann geta t.a.m. lesið eldri kynningu Golf 1 á vellinum með því að SMELLA HÉR:  Guðrún Brá lék 1. hring í gær á sléttu pari, 72 höggum og spennandi hvað hún gerir í dag! Fylgjast má með gengi „okkar konu“ með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2021 | 10:00

Ólympíuleikar 2020: Nelly Korda heldur forystunni á 3. degi

Nelly Korda er enn í forystu í golfkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Tokýó. Hún er samtals búin að spila á 15 undir pari, 198 höggum (67 62 69). Aditi Ashok frá Indlandi hefir þó saxað aðeins á því nú er munurinn milli hennar og Korda aðeins 3 högg en var 4 í gær. Ashok er nú í 2. sæti á samtlas 12 undir pari, 201 högg (67 66 68). Í 3. sæti er síðan 4 kylfingar allar á 11 undir pari, 202 höggum: Lydia Ko, Hannah Green, Emily Pedersen og heimakonan Mone Inami. Sjá má stöðuna á Ólympíuleikunum hjá konunum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ásdís Lilja og Erna – 5. ágúst 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ásdís Lilja Emilsdóttir og Erna Lundberg Kristjánsdóttir. Ásdís Lilja er fædd 5. ágúst 1956 og á því 65 ára afmæli í dag. Ásdís Lilja Emilsdóttir (65 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Erna er fædd 5. ágúst 1996 og á 25 ára afmæli í dag. Erna Lundberg Kristjánsdóttir (25 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Silla Ólafsdóttir, 5. ágúst 1949 (72 ára); Katsunari Takahashi, 5. ágúst 1950 (71 ára); Gylfi Rútsson, 5. ágúst 1962 (59 ára); Ólafur Gylfason, golfkennari GA, 5. ágúst 1968 (53 ára); Ragnheiður Stephensen, 5. ágúst 1970 (51 árs); Gauja Hálfdanardóttir, 5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2021 | 10:00

Met!!! Kylfingar á Íslandi nú 22.187!!!

Kylfingum á Íslandi heldur áfram að fjölga og þann 1. júlí s.l. voru skráðir félagsmenn í golfklúbbum landsins komnir yfir 22.000, eða í 22.187 Á árinu 2021 hefur skráðum kylfingum fjölgað um rúmlega 2.000 eða 12% sé miðað við árið 2020. Á undanförnum tveimur árum hefur skráðum félagsmönnum fjölgað samtals um 3.900. Árið 1934 var fyrst byrjað að halda utan um fjölda félagsmanna í golfklúbbum á Íslandi. Í fyrstu talningunni voru 132 félagsmenn, árið 1990 voru 3.400 einstaklingar skráðir í golfklúbba landsins. Tíu árum síðar eða árið 2000 hafði þeim fjölgað mikið eða í 8.500. Á næstu 10 árum varð gríðarleg aukning og rétt um 15.800 félagsmenn voru skráðir árið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2021 | 08:30

Ólympíuleikarnir 2020: Nelly Korda í forystu – jafnaði ólympíumet!

Bandarísk/tékkneski kylfingurinn Nelly Korda hefir tekið forystuna í golfkeppni kvenna á Ólympiuleikunum í hálfleik. Hún kom inn á ótrúlega lágu skori á 2. hring í gær 62 höggum og gældi við 59 högg á 18. braut – en fékk því miður   tvöfaldan skolla. En með skori sínu –  9 undir pari – 62 höggum  jafnaði hún metið fyrir lágt skor kvenna á Ólympíuleikunum. Á hringnum, sem leikinn var í feiknahita,  fékk Korda m.a örn á 6. holu Ólympíugolfvallarins í Tokyo. En hún var ekki sú eina með örn á 2. hring – Kim Metraux frá Sviss fékk sérlega glæsilegan örn á 1. holu vallarins. Samtals er Nelly Korda nú Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2021 | 08:00

Keppt um Björgvinsskálina í fyrsta sinn á Íslandsmótinu 2021

Á Íslandsmótinu í golfi 2021 sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri 5.-8. ágúst verður keppt í fyrsta sinn um Björgvinsskálina sem er veitt þeim áhugamanni sem leikur á lægsta skori í kvenna – eða karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi ár hvert. Skálin er veitt til heiðurs Björgvini Þorsteinssyni en árið 2021 er liðin 50 ár frá því að Björgvin varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í golfi. Björgvin er sexfaldur Íslandsmeistari en hann er næst sigursælasti kylfingur Íslandsmótsins í karlaflokki. Verðlaunagripinn hefur Björgvin Þorsteinsson ánafnað GSÍ en um er að ræða verðlaun sem Björgvin hlaut fyrir fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1971. Eins og áður segir er Björgvin sexfaldur Íslandsmeistari en Lesa meira