Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (33/2021)

Nokkrir stuttir á ensku: 1 Question What did one golfball say to the other? Answer: „See you ´round“   2 Question: „What did the golfer say to the golf cart that cut him off? Answer: „Kiss my putt“   3 Question: „What did Nat King Cole sing after he won a round of golf?“ Answer: „Un-fore-gettable, in every way“

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Axel James Wright og Lucas Bjerregaard – 14. ágúst 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Axel James Wright og Lucas Bjerregaard. Axel James Wright er fæddur 14. ágúst 2012 og á því 9 ára afmæli í dag. Hann er sonur stórkylfingsins Jason Wright og eru feðgarnir í Golfklúbbi Akureyrar. Bjerregaard er fæddur 14. ágúst 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hann hefir sigrað í 6 atvinnumannsmótum þ.ám. 2 á Evróputúrnum. Bjerregaard er kvæstur Henriette Friis og saman eiga þau dótturina Josephine. Aðrir frægir kylfingar og golftengdir aðilar sem eiga afmæli í dag eru: GSÍ, 14. ágúst 1942 (79 ára); José Eusebio Cóceres, 14. ágúst 1963 (58 ára); Paul Broadhurst, 14. ágúst 1965 (56 ára), Darren Clarke, 14. ágúst 1968 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2021 | 13:00

Styrktarmót Hlyns Þórs Haraldssonar

Styrktarmót til stuðnings Hlyns Þórs Haraldssonar, golfkennara, sem starfað hefir hjá GKG, GO og erlendis fer fram 21. ágúst n.k. Hlynur er á þessum erfiðu Covid tímum að kljást við krabbamein. Markmið mótsins er að safna fé til stuðnings Hlyns og fjölskyldu hans. Opið er fyrir skráningu 14.-20. ágúst og má skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR:  Keppnisfyrirkomulag er eftirfarandi:  Mótið er punktamót og er hámarksforgjöf 36 hjá körlum og 36 hjá konum. Keppt er í karla- og kvennaflokki. Einnig verða verðlaun veitt fyrir 3 bestu skorin án forgjafar í bæði karla og kvennaflokki. Glæsileg verðlaun eru í öllum flokkum en einnig eru nándarverðlaun á öllum par Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2021 | 10:00

PGA: Henley heldur forystunni í hálfleik

Russel Henley er enn í forstystu á móti vikunnar á PGA Tour, Wyndham Championship. Mótið fer fram dagana 12.-15. ágúst á Sedgfield golfvellinum í Greensboro, N-Karólínu Hann hefir spilað samtals á 14 undir pari 126 höggum (62 64). Í 2. sæti, 4 höggum á eftir eru þeir Webb Simpson, Scott Piercy og Rory Sabbatini. Sjá má stöðuna á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2021 | 09:00

GV: Framkvæmdastjóri GV lítt hrifin af óhefðbundnum notum Vestmannaeyjavallar

Í Eyjamiðlinum „Eyjafréttir“ birtist frétt fyrir nokkrum dögum síðan, um óhefðbundin not OnlyFans fólks á Vestmannaeyjavelli. Framkvæmdastjóri GV, Elsa Valgeirsdóttir er minna en ekkert hrifin af tiltækinu og segir það á engan hátt tengjast klúbbnum eða vera á ábyrgð neins þar. Sjá má fréttina með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2021 | 08:00

LET&LPGA: Ariya leiðir í hálfleik á Opna skoska

Það eru thaílenskir kylfingar, sem hafa tyllt sér í toppsætin á Trust Golf Women´s Scottish Open, sem er sameiginlegt mót LET og LPGA mótaraðanna. Ariya Jutanugarn er nú efst, búin að spila á 9 undir pari (69 66). Landa hennar Atthaya Thitikul deilir síðan 2. sætinu ásamt þeim Charley Hull og Emily Pedersen, en allar hafa þær spilað á 6 undir pari. Margar góðar náðu ekki niðurskurði m.a. Moriya Jutanugarn, systir Ariyu; Lee Anne Pace frá S-Afríku og Solheim Cup kylfingarnir bandarísku Brittany Altomare og Brittany Lincicome. Sjá má stöðuna á Trust Golf Women´s Scottish Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2021 | 07:00

GÖ: Brynjar fékk örn en ekki Benz!

Brynjar Stefánsson fékk örn á 8. braut Öndverðarnesvallar þann 31. júlí sl. Örninn kom á par-5 8. braut Öndverðarnesvallar, sem er 475 metrar af gulum teigum og metin erfiðasta braut vallarins. Brynjar var þátttakandi í Stóra GÖ mótinu og það hefði verið betra að fá örninn (ás) á 18. braut, því þar var Benz í verðlaun. Enginn fékk Benzinn á 18., en Brynjar þó örn á 8.!!! Golf 1 óskar Brynjari innilega til hamingju með örninn! ______________________________________________________ Úrslit úr Stóra GÖ voru annars þessi: 1.sæti: Sólveig Hauksdóttir og Alfreð Frosti Hjaltalín 51p. 2.sæti Gunnar Hjaltalín og Davíð Hjaltalín 49p. 3.sæti Ingi Gunnar Þórðarson og Sigurður Lárusson 49p. 4.sæti Ólafur Gísli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Betsy King ——— 13. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Betsy King. Betsy fæddist í Reading, Pennsylvaníu 13. ágúst 1955 og á því 66 ára afmæli í dag. Hún komst á LPGA árið 1977 og vann á ferli sínum 6 risatitla og 34 mót á LPGA. Hún er til dagsins í dag sá bandaríski kvenkylfingur sem hefir verið efst á peningalistanum (1993). Árið 1995 var King tekin í frægðarhöll kylfinga. King spilaði 5 sinnum í bandaríska Solheim Cup liðinu (1990, 1992, 1994, 1996, 1998) og var fyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins 2007 og er þá fátt eitt talið af afrekum og viðurkenningum King. Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Ben Hogan 13. ágúst 1912 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2021 | 13:00

LET&LPGA: Thomson leiðir e. 1. dag Opna skoska

Það er heimakonan skoska Michele Thomson sem leiðir eftir 1. dag Trust Golf Women´s Scottish Open, sem er mót sem tvær stærstu kvengolfmótaraðirnar LET og LPGA standa sameiginlega að. Thomson kom í hús á  7 undir pari, 65 höggum. Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Yuka Saso, Jasmine Suwannapura og Anne Van Dam, allar á samtals 5 undir pari, 67 höggum, hver. Guðrún Brá komst því miður ekki inn á mótið. Mótið stendur dagana 12.-15. ágúst 2021 á Dumbarnie linksaranum, Leven, Fife, í Skotlandi. Sjá má stöðuna að öðru leyti á Opna skoska hjá konunum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2021 | 09:13

PGA: Versti „næstum því ásinn“

Á Wyndham Championship, sem hófst í gær, átti Austin Cook „næstum því ás“ Þetta hlýtur að vera versti „næstum því ásinn“ því Austin Cook þurfti sárlega á honum að halda … til þess að halda sér á PGA túrnum, sem hann rær öllum árum að núna. „Næstum því ásinn“ kom á par-3 16. braut Sedgfield Country Club, þar sem Wyndham Championship fer fram. Cook, 30 ára,  er nr. 134 á FedEx Cup stigalistanum og þarf að vera í 11. sæti eða betra til þess að forðast Fedex Cup umspilið, þar sem barist er í 4 móta mínimótaröð um sæti á PGA Tour. Ekkert lítur þó út fyrir að 11. sætið Lesa meira