Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2021 | 10:00

Minningarmót Harðar Barðdal fór fram

Árlegt minningarmót Harðar Barðdal fór fram 9. júní 2021 en mótið er skipulagt af GSFI, golfsamtökum fatlaðra á Íslandi. Mótið fór fram í Hraunkoti, æfingasvæði golfklúbbsins Keilis. Sigurður Guðmundsson sigraði í flokki fatlaðra en hvatningarbikar GSFI hlaut Jón Gunnarsson. Metþátttaka var í goða veðrinu og allir glaðir og kátir að fá loks að taka þátt í íþróttaviðburði. Heimsferðir voru styrktaraðilar mótsins. Golfæfingar GSFI standa yfir allt árið í Hraunkoti, æfingasvæði golfklúbbsins Keilis Hafnarfirði og allir eru velkomnir að mæta. Heimild: Íþróttasamband fatlaðra

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2021 | 08:00

Eiginkona Gary Player látin

Eiginkona Gary Player, Vivienne Player, er látin eftir að hafa glímt við krabbamein í brisi. Vivienne greindist með krabbamein í brisi í júní í fyrra, en hafði tekið framförum í batanum. Með  hliðsjón af því er andlát hennar nú Gary Player sérlega þungt. Í ágúst í fyrra sagði Player eftirfarandi um stöðu á veikindum Vivienne: „Eftir 63 ára hjónaband höfum við Vivienne gengið í gegnum allt. Greining á krabbameini hennar var yfirþyrmandi, en sem betur fer hefir árangur hennar á Issels Medical Center verið ótrúlegur. Hún hefir ekki náð fullum bata enn, en hún er á góðri leið. Þakka öllum sem hafa sýnt stuðning, “skrifaði hann á Twitter. Parið giftist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þröstur Ársælsson- 17. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Þröstur Ársælsson. Þröstur er fæddur 17. ágúst 1967 og á því 54 ára afmæli í dag!!! Þröstur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Þresti til hamingju með stórafmælið….. Þröstur Ársælsson (54 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hugh John Baiocchi 17. ágúst 1946 (75 ára MERKISAFMÆLI!!!); Dottie Pepper, aðstoðarfyrirliði Meg Malone í Solheim Cup 2013, 17. ágúst 1965 (56 ára); Peter Gustafson, 17. ágúst 1976 (45 ára), Högna Kristbjörg Knútsdóttir, GK, 17. ágúst 1994 (27 ára); Songlist Song Og Leiklistarskoli ….. og …. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vífill Karlsson —— 16. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Vífill Karlsson. Hann er fæddur 16. ágúst 1948 og því 73 ára afmæli í dag. Vífill er í Golfklúbbnum á Höfn í Hornafirði (GHH). Honum hefir gengið vel í opnum mótum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Vífill Karlsson – 73 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Temper Netverslun (80 ára MERKISAFMÆLI!!!); Sveinsdóttir Sveinbjörg (55 ára); Ekki Spurning (44 ára) … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2021 | 11:30

PGA: Kisner sigraði á Wyndham

Það var Kevin Kisner sem stóð uppi sem sigurvegari á Wyndham Championship. Mótið fór fram á Sedgfield golfvellinum í Greenboro N-Karólínu, dagana 12.-15. ágúst. Kisner varð að hafa fyrir sigrinum því hann kom ekki fyrr en eftir 6 manna bráðabana. Allir lék þeir á Þeir 5 sem Kisner hafði betur gegn á 2. holu bráðabanans voru þeir: Adam Scott, Kevin Na, Branden Grace, Si Woo Kim og Roger Sloan.  Sjá má lokastöðuna á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2021 | 11:00

LET&LPGA: Ryann O´Toole sigraði á Opna skoska

Það var Ryann O´Toole, sem bara sigurorð í sameiginlegu móti LET og LPGA mótaraðanna, Trust Golf Women´s Scottish Open. Mótið fór fram dagana 12.-15. ágúst á Dumbarnie linksaranum í Fife, Skotlandi. Sigurskor O´Toole var 17 undir pari, 271 högg (68 71 68 64) – sigurinn getur hún eins og sjá má þakkað lágum lokahring. Í 2. sæti, 3 höggum á eftir voru bronsmedalíuhafinn á Ólympíuleikunum 2020 og fv. nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydía Ko og hin thaílenska Atthaya Thitikul. Sjá má lokastöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2021 | 19:30

Viðtalið: Hulda Clara Gestsdóttir – Íslandsmeistari í höggleik 2021

Viðtalið í kvöld er við einn besta kvenkylfing Íslands, Huldu Clöru Gestsdóttur, nýbakaðan Íslandsmeistara í höggleik. Hún tók sér góðfúslega tíma til þess að svara nokkrum spurningum, sem fara hér á eftir. Fullt nafn: Hulda Clara Gestsdóttir. Klúbbur:  GKG. Hvar og hvenær fæddistu?   Ég fæddist 5. mars árið 2002, í Atlanta, Georgia, í Bandaríkjunum. Hvar ertu alin upp?  Ég bjó fyrstu þrjú árin í Bandaríkjunum og flutti síðan í Kópavoginn þar sem ég bý enn í dag. Í hvaða starfi/námi ertu? Í sumar starfaði ég á golfleikjanámskeiði GKG. Í haust er ég að fara í viðskiptafræði við Denver háskóla í Bandaríkjunum. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kjartan Dór Kjartansson – 15. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Kjartan Dór Kjartansson. Kjartan Dór er fæddur 15. ágúst 1984 og á því 37 ára afmæli í dag. Kjartan Dór er í Golfklúbbi Kópvogs og Garðabæjar (GKG). Kjartani Dór hefir gengið vel í opnum mótum og eins spilaði hann á Eimskipsmótaröðinni. Kjartan Dór var t.a.m. í sigursveit GKG í 1. deild í sveitakeppni GSÍ 2012, Kjartan er búsettur í Svíþjóð og er kona hans Harpa Kristinsdóttur og saman eiga þau 2 börn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Kjartan Dór Kjartansson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli eru: Jack White, 15. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2021 | 02:00

LET&LPGA: 3 efstar og jafnar f. lokahringinn á Opna skoska

Það eru 3 kylfingar sem eru efstar og jafnar fyrir lokahring Trust Golf Women´s Scottish Open, þær Charlie Hull, Ariya Jutanugarn og Ryan O´Toole. Allar hafa þær spilað á samtals 9 undir pari, 207 höggum. Í 4. sæti eru síðan Ashleigh Buhai og Atthaya Thitikul á samtals 8 undir pari og Anna Nordquist er síðan í 6. sæti. á samtals 6 undir pari. Lítill munur a efstu konunum og spennandi lokahringur framundan í dag! Sjá má stöðuna á Trust Golf Women´s Scottish Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2021 | 01:00

Evróputúrinn: Höjgaard efstur á Cazoo Classic fyrir lokahringinn

Það er Daninn Rasmus Höjgaard, sem leiðir fyrir lokahring Cazoo Classic, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fer fram í London GC, Ash, Kent, í Englandi dagana 12.-15. ágúst 2021. Höjgaard hefir spilað á samtals 14 undir pari, 202 höggum (71 69 62). Öðru sætinu deila 2 kylfingar, sem eru 3 höggum báðir á eftir Höjgaard, þeir Jordan Smith frá Englandi og Calum Hill frá Skotlandi. Sjá má stöðuna eftir 3. dag á Cazoo Classic með því að SMELLA HÉR: