Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2021 | 07:00

Stigamótaröð GSÍ 2021: Aron Snær stigameistari!

Aron Snær Júlíusson úr GKG er stigameistari karla á Stigamótaröð GSÍ 2021. Þetta er í fyrsta sinn sem Aron Snær hampar stigameistaratitlinum. Aron Snær hlaut 3414 stig og lék í 4 af 6 mótum á stigamótaröðinni. Þar af sigraði hann í 2 mótum: Íslandsmótinu í höggleik og 2. móti stigamótaraðarinnar – B59 Hotel mótinu sem fram fór á Skaganum.  Hann varð T-6 á Leirumótinu, sem var 3. mótið á mótaröðinni og T-9 á 1. mótinu ÍSAM mótinu. Sjá má stigalistann í heild með því að SMELLA HÉR:  Stigameistarar í karlaflokki frá upphafi: Ár Nafn Fjöldi 1989 Sigurjón Arnarsson 1 1990 Úlfar Jónsson 1 1991 Ragnar Ólafsson 1 1992 Úlfar Jónsson 2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2021 | 21:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Íslendingarnir 3 úr leik á Made in Esbjerg Challenge

Þrír íslenskir kylfingar: Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið ber heitið „Made in Esbjerg Challenge – Presented by FREJA & TotalEnergies“ og fer fram 11.-14. ágúst 2021 í Esbjerg Golfklub, í Esbjerg, Danmörku. Aðeins 1 höggi munaði að Haraldur Franklín kæmist í gegn – hann lék á samtals 2 yfir pari, en til að ná niðurskurði þurfti að vera á samtals 1 yfir pari eða betra. Aðeins meira munaði að Guðmundur Ágúst og Bjarki næðu í gegn. Sjá má stöðuna á Made in Esbjerg Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2021 | 21:00

GKS: Ása Guðrún með ás!!!

Ása Guðrún Sverrisdóttir fór holu í höggi á 9. braut Siglo Golf golfvallarins, þann 3. ágúst sl. Glæsilegt!!! Níunda brautin er 107 metra af rauðum teigum. Þess mæti geta að bróðir Ásu Guðrúnar, Sigurður, fór líka holu í höggi á sömu braut þann 7. júlí sl. – Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:  Níunda brautin virðast henta þessum systkinum einkar vel!!! Golf 1 óskar Ásu Guðrúnu innilega til hamingju með ásinn og inngönguna í Einherjaklúbbinn!!! Golf 1 vill auk þess hvetja alla sem ekki enn hafa spilað hinn dásamlega Siglo golf golfvöll að gera svo!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórhalli Einarsson – 12. ágúst 2021

Það er Þórhalli Einarsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórhalli er fæddur 12. ágúst 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann er fv. formaður Golfklúbbs Kiðjabergs. Þórhalli er kvæntur Guðnýju Tómasdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið! Þórhalli Einarsson – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Larry Ziegler, 12. ágúst 1939 (82 ára); Birgit Henriksen, 12. ágúst 1942 (79 ára); Ingunn Steinþórsdóttir (63 ára); Gunnar Sandholt, 12. ágúst 1949 (72 ára);  Þórhalli Einarsson, 12. ágúst 1961 (60 ára); Oddný Sturludóttir, 12 ágúst 1976 (45 ára); Chase Seiffert, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2021 | 10:00

Webb Simpson elskar Wyndham Championship svo mikið að hann skírði dóttur sína í höfuðið á mótinu!

Wyndham Championship er mót vikunnar á PGA Tour. Einn er sá sem elskar mótið meir en aðrir, jafnvel svo mikið að hann skírði 3. barn sitt, Wyndham Rose í höfuðið á mótinu.  Það er Webb Simpson. Það líka ríkar ástæður fyrir Simpson, að líka vel við Wyndham mótið; það fer fram í Greenboro N-Karólínu, en þar spilaði hann í fyrsta stóra AJGA móti sínu; þar vann hann fyrsta PGA Tour titil sinn árið 2011 og faðir hans, Sam, afhenti honum bikarinn. Á Wyndham Championship á Webb 8 topp-10 árangra þar af 4 topp-3 í röð. Webb, var líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir í Wake Forest, sem er aðeins steinsnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2021 | 09:30

Stigamótaröð GSÍ 2021: Ragnhildur kvenstigameistari!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er stigameistari GSÍ í kvennaflokki árið 2021. Hún hlaut samtals 4210 stig í 5 mótum, sem hún lék í . Þar af sigraði hún í Hvaleyrarbikarnum, varð þrívegis í 2. sæti og síðan í 9. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Þetta er í 3. skipti sem Ragnhildur hampar stigameistaratitlinum. Í 2. sæti á kvenstigalistanum  varð Berglind Björnsdóttir, GR. Hún spilaði í öllum 6 stigamótunum, sigraði í Leirumótinu, varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í höggleik og hlaut 3800 stig Í 3. sæti á Guðrún Brá Björgvinsdóttir, en hún lék aðeins í 3 mótum og sigraði í þeim öllum og var með 3733 stig. Sjá má stigalistann 2021 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2021 | 09:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur bestur af Íslendingunum e. 1. hring Made in Esbjerg Challenge

Þrír íslenskir kylfingar: Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson taka þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið ber heitið „Made in Esbjerg Challenge – Presented by FREJA & TotalEnergies“, fer fram 11.-14. ágúst 2021 í Esbjerg Golfklub, í Esbjerg, Danmörku. Haraldur lék 1. hring á sléttu pari, 71 höggi og er T-34. Bjarki og Guðmundur Ágúst léku báðir á 2 yfir pari, 73 höggum og voru T-72 eftir 1. dag. Fylgjast má með gengi strákana, sem farnir eru út á 2. hring og skoða stöðuna á Made in Esbjerg Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2021 | 08:00

Áskorendamótaröðin (4): Úrslit

Fjórða mót Áskorendamótaraðarinnar fór fram 11. ágúst 2021. Mótsstaður var Landið á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Þátttakendur í mótinu voru 65; 25 kvenkylfingar og 40 karlkylfingar og var keppt í 8 flokkum. Helstu úrslit í öllum flokkum eru eftirfarandi: (Innan sviga fyrir aftan flokka er gefinn upp heildarþátttakendafjöldi) Hnátur 10 ára og yngri (6) 1 Ragnheiður I. Guðjónsdóttir NK +17 53 högg 2 Eiríka Malaika Stefánsdóttir GR + 21 57 högg 3 Júlía Karitas Guðmundsdóttir NK +22 58 högg Hnokkar 10 ára og yngri (9) 1 Halldór Jóhannsson GK +5 41 högg 2 Matthías Jörvi Jensson GKG +10 46 högg 3 Erik Valur Kjartansson GK +12 48 högg Hnátur 12 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Hauksson – 11. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er  Haukur Hauksson Haukur er fæddur 11. ágúst 1966 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Haukur Hauksson (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sæmundur Jóhannsson, 11. ágúst 1949 (72 ára); Lori Garbacz, 11. ágúst 1958
 (63 ára); Bryndís Þóra Jónsdóttir, 11. ágúst 1959 (62 ára); Íris Erlingsdóttir, 11. ágúst 1959 (62 ára);  Grant Osten Waite, 11. ágúst 1964 (57 ára); Einar Bragi , 11. ágúst 1965 (56 ára); Haukur Hauksson, 11. ágúst 1966 (55 ára)  Sigursteinn Másson, 11. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2021 | 08:00

Ástæður deilu DeChambeau og Koepka (2/2)

Deila sem virðist hafa byrjað 2019 milli bandarísku PGA Tour kylfinganna Bryson DeChambeau og Brooks Koepka hefir stigmagnast og virðist eiga upphaf sitt í einu kommenti Koepka um hægan leik Dechambeau. Deilan hefir stigmagnast svo að hún er farin að hafa áhrif á golfleik DeChambeau, s.s. sást sl. sunnudag þegar áhangendur, sem blandast hafa í deilurnar voru með truflandi hróp að DeChambeau. Í janúar 2020 gerði DeChambeau grín að útliti Koepka í ESPN Body Issue. Á Fortnite Twitch streymi skaut DeChambeau á myndirnar af Koepka í Body Issue og þar með útlit hans. „Mér finnst hann ekki einu sinni genitískt líta vel út,“ sagði DeChambeau. „Sáuð þið Body Issue? Hann er Lesa meira